Ráðherra ræddi þriðja orkupakkann í Brussel Sighvatur Arnmundsson skrifar 22. nóvember 2018 07:00 Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra Íslands, á fundi hjá ESB í Brussel í Belgíu gær. Nordicphotos/Getty „Ég fór yfir það að við hefðum frestað málinu til að gaumgæfa það enn frekar með þeim sérfræðingum sem best til þekkja. Við værum að skoða alla þá gagnrýni sem komið hefur fram,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann sem var meðal umræðuefna á fundum hans í Brussel síðustu daga. Guðlaugur Þór sat meðal annars fund EES-ráðsins auk þess að funda með þingmannanefnd og ráðgjafarnefnd EFTA. Í EES-ráðinu sitja utanríkisráðherrar EES-ríkjanna auk fulltrúa framkvæmdastjórnar og ráðherraráðs ESB. Ráðherrann segist hafa lagt áherslu á að hagsmunir Íslands í orkumálum yrðu áfram tryggðir. „Það komu fram spurningar í þingmannanefndinni frá norskum þingmönnum. Þeir spurðu út í stöðu málsins og það varð nokkur umræða um þetta og um EES-málin. Ég notaði tækifærið til þess að vekja athygli á því sem snýr að okkur og okkar hagsmunum. Það er tveggja stoða kerfið og það eru þessi mál sem eru í umræðunni og fleiri,“ segir Guðlaugur Þór. Utanríkisráðherra kveðst hafa lagt áherslu á það að EES-samningurinn hafi gengið mjög vel og styrkt Íslendinga mikið en það skipti máli að framkvæmdin á honum sé eins góð og mögulegt er. „Við höfum verið að efla mjög hagsmunagæsluna í Brussel. Það er mjög mikilvægt að við gætum hagsmuna okkar og það er best gert á fyrstu stigum þegar kemur að þeim innleiðingum sem við þurfum að taka inn í EES-samninginn en það er alls ekki bundið bara við það.“ Utanríkisráðherrar EES-ríkjanna ræddu líka stöðuna í Brexit og voru sammála um að það væri fagnaðarefni að náðst hefði samkomulag um útgönguskilmála Bretlands úr ESB. „Það hefur farið mikil vinna af hálfu EFTA-ríkjanna í Brexit-málin, bæði sameiginlega og síðan hafa ríkin verið að undirbúa sig fyrir þær stöður sem geta komið upp. Málinu er ekki lokið en það eru komnir stórir áfangar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Utanríkismál Tengdar fréttir Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Ég fór yfir það að við hefðum frestað málinu til að gaumgæfa það enn frekar með þeim sérfræðingum sem best til þekkja. Við værum að skoða alla þá gagnrýni sem komið hefur fram,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um þriðja orkupakkann sem var meðal umræðuefna á fundum hans í Brussel síðustu daga. Guðlaugur Þór sat meðal annars fund EES-ráðsins auk þess að funda með þingmannanefnd og ráðgjafarnefnd EFTA. Í EES-ráðinu sitja utanríkisráðherrar EES-ríkjanna auk fulltrúa framkvæmdastjórnar og ráðherraráðs ESB. Ráðherrann segist hafa lagt áherslu á að hagsmunir Íslands í orkumálum yrðu áfram tryggðir. „Það komu fram spurningar í þingmannanefndinni frá norskum þingmönnum. Þeir spurðu út í stöðu málsins og það varð nokkur umræða um þetta og um EES-málin. Ég notaði tækifærið til þess að vekja athygli á því sem snýr að okkur og okkar hagsmunum. Það er tveggja stoða kerfið og það eru þessi mál sem eru í umræðunni og fleiri,“ segir Guðlaugur Þór. Utanríkisráðherra kveðst hafa lagt áherslu á það að EES-samningurinn hafi gengið mjög vel og styrkt Íslendinga mikið en það skipti máli að framkvæmdin á honum sé eins góð og mögulegt er. „Við höfum verið að efla mjög hagsmunagæsluna í Brussel. Það er mjög mikilvægt að við gætum hagsmuna okkar og það er best gert á fyrstu stigum þegar kemur að þeim innleiðingum sem við þurfum að taka inn í EES-samninginn en það er alls ekki bundið bara við það.“ Utanríkisráðherrar EES-ríkjanna ræddu líka stöðuna í Brexit og voru sammála um að það væri fagnaðarefni að náðst hefði samkomulag um útgönguskilmála Bretlands úr ESB. „Það hefur farið mikil vinna af hálfu EFTA-ríkjanna í Brexit-málin, bæði sameiginlega og síðan hafa ríkin verið að undirbúa sig fyrir þær stöður sem geta komið upp. Málinu er ekki lokið en það eru komnir stórir áfangar,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Birtist í Fréttablaðinu Orkumál Utanríkismál Tengdar fréttir Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45 Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Orkupakkinn sem allir eru að tala um en fáir virðast skilja Þriðji orkupakkinn opnaður. 21. nóvember 2018 16:45