Ákveðin samfélagsleg skylda að ræða eineltið Gunnþórunn Jónsdóttir skrifar 22. nóvember 2018 07:30 Salka Sól varð fyrir einelti á grunnskólaárum og fer senn með reynslusögu sína í skóla landsins. Fréttablaðið/Anton Leik- og söngkonan Salka Sól Eyfeld vinnur nú að forvarnarverkefni gegn einelti, Krakkar með krökkum, í samstarfi við Heimili og skóla og Vöndu Sigurgeirsdóttur, sérfræðing í eineltismálum. Verkefnið fer af stað eftir áramót. Salka Sól steig fram fyrir um ári og lýsti því að hún hefði orðið fyrir miklu einelti á grunnskólaaldri. „Það sem ég get gert til að sporna gegn einelti er að miðla reynslu minni og því hvernig ég vann úr mínum málum. Ég legg áherslu á það í þessu samstarfsverkefni. Það er mjög gott að hafa Vöndu með mér í þessu verkefni enda er hún sérfræðingur á sínu sviði, mjög fróð og búin að kynna sér þessi mál í víða. Við erum búin að fá afskaplega örláta styrki fyrir verkefninu og stefnum að því að fara af stað með það eftir áramót,“ segir Salka Sól. Sjálf hefur hún einnig verið með fyrirlestra í nokkrum grunn- og menntaskólum en einnig meðal foreldrafélaga til að vekja fólk til umhugsunar um einelti. „Við viljum með þessu verkefni einblína á einstaklinginn og að hann sé hluti af heildinni.“ Salka Sól segir að hún hefði viljað byrja að vinna fyrr í sjálfri sér en gerði það í raun ekki fyrr en 12 árum eftir að eineltið hætti þegar hún leitaði til sálfræðings. „Fyrir vikið átti ég í erfiðleikum með að mynda sambönd og finna mig. Eineltið gerist á þeim tíma á unglingsárunum, sem er viðkvæmur tími og allir að reyna að finna sig. Ég var eins og það kallast „late bloomer“ og stór hluti af því er þessi lífsreynsla.“ Salka Sól elti drauma sína um að verða leik- og söngkona og uppskar vel. Eftir að hún varð þekkt í þjóðfélaginu tók hún þá ákvörðun að ræða aldrei erfiða reynslu sína af einelti. „Það var skömm sem fylgdi því að hafa orðið fyrir einelti. Ég sagði engum frá þessu lengi vel. Foreldrar mínir og fjölskylda vissu þetta en enginn í seinni tíð. Ég skammaðist mín.“ Þegar hún fékk hlutverk í Þjóðleikhúsinu og kynntist nýju fólki hafi hún opnað sig og rætt sín mál við nokkra sem hún vann með. „Ég ræddi þetta við Stefán Karl, blessuð sé minning hans. Stefán Karl, besti maður í heimi, varð líka fyrir einelti. Þeir hjálpuðu mér mikið og það helltist yfir mig einhver tilfinning um að það væri mín samfélagslega skylda að gera eitthvað meira með þetta,“ segir Salka Sól. „Í stað þess að tönnlast alltaf á því sem gerðist og því sem var þá vil ég hamra á því að fagna fjölbreytileikanum og kenna krökkum að það eru ekki allir eins. Þetta er svo lítið land og ef það kemur einhver úlpa í tísku þá eiga allir hana og ef þú átt hana ekki þá getur það verið erfitt. Við erum öll skrítin á okkar hátt og það eru ekki allir eins, sem betur fer!“ Internetið var ekki orðið eins stór hluti af lífi samfélagsins á þeim tíma sem Salka Sól varð fyrir einelti. Hins vegar hafa gerendur í dag tekið tæknina í sína þjónustu sem veldur því að börn eru í ríkari mæli lögð í einelti með smáskilaboðum í gegnum síma og á samskiptasíðum á netinu. „Mér finnst ég nú þurfa að fjalla um það líka þó ég þekki það ekki af eigin reynslu en stór hluti af einelti í dag fer fram á netinu. Ég man reyndar eftir því þegar samfélagsmiðlar voru að ryðja sér til rúms þegar ég var í menntaskóla, þá var predikað yfir manni um að haga sér vel á netinu því það sem maður setti þar fram væri þar að eilífu. En svo sér maður hvernig margt fullorðið fólk hagar sér á netinu í dag, það ætti kannski að líta í eigin barm.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira
Leik- og söngkonan Salka Sól Eyfeld vinnur nú að forvarnarverkefni gegn einelti, Krakkar með krökkum, í samstarfi við Heimili og skóla og Vöndu Sigurgeirsdóttur, sérfræðing í eineltismálum. Verkefnið fer af stað eftir áramót. Salka Sól steig fram fyrir um ári og lýsti því að hún hefði orðið fyrir miklu einelti á grunnskólaaldri. „Það sem ég get gert til að sporna gegn einelti er að miðla reynslu minni og því hvernig ég vann úr mínum málum. Ég legg áherslu á það í þessu samstarfsverkefni. Það er mjög gott að hafa Vöndu með mér í þessu verkefni enda er hún sérfræðingur á sínu sviði, mjög fróð og búin að kynna sér þessi mál í víða. Við erum búin að fá afskaplega örláta styrki fyrir verkefninu og stefnum að því að fara af stað með það eftir áramót,“ segir Salka Sól. Sjálf hefur hún einnig verið með fyrirlestra í nokkrum grunn- og menntaskólum en einnig meðal foreldrafélaga til að vekja fólk til umhugsunar um einelti. „Við viljum með þessu verkefni einblína á einstaklinginn og að hann sé hluti af heildinni.“ Salka Sól segir að hún hefði viljað byrja að vinna fyrr í sjálfri sér en gerði það í raun ekki fyrr en 12 árum eftir að eineltið hætti þegar hún leitaði til sálfræðings. „Fyrir vikið átti ég í erfiðleikum með að mynda sambönd og finna mig. Eineltið gerist á þeim tíma á unglingsárunum, sem er viðkvæmur tími og allir að reyna að finna sig. Ég var eins og það kallast „late bloomer“ og stór hluti af því er þessi lífsreynsla.“ Salka Sól elti drauma sína um að verða leik- og söngkona og uppskar vel. Eftir að hún varð þekkt í þjóðfélaginu tók hún þá ákvörðun að ræða aldrei erfiða reynslu sína af einelti. „Það var skömm sem fylgdi því að hafa orðið fyrir einelti. Ég sagði engum frá þessu lengi vel. Foreldrar mínir og fjölskylda vissu þetta en enginn í seinni tíð. Ég skammaðist mín.“ Þegar hún fékk hlutverk í Þjóðleikhúsinu og kynntist nýju fólki hafi hún opnað sig og rætt sín mál við nokkra sem hún vann með. „Ég ræddi þetta við Stefán Karl, blessuð sé minning hans. Stefán Karl, besti maður í heimi, varð líka fyrir einelti. Þeir hjálpuðu mér mikið og það helltist yfir mig einhver tilfinning um að það væri mín samfélagslega skylda að gera eitthvað meira með þetta,“ segir Salka Sól. „Í stað þess að tönnlast alltaf á því sem gerðist og því sem var þá vil ég hamra á því að fagna fjölbreytileikanum og kenna krökkum að það eru ekki allir eins. Þetta er svo lítið land og ef það kemur einhver úlpa í tísku þá eiga allir hana og ef þú átt hana ekki þá getur það verið erfitt. Við erum öll skrítin á okkar hátt og það eru ekki allir eins, sem betur fer!“ Internetið var ekki orðið eins stór hluti af lífi samfélagsins á þeim tíma sem Salka Sól varð fyrir einelti. Hins vegar hafa gerendur í dag tekið tæknina í sína þjónustu sem veldur því að börn eru í ríkari mæli lögð í einelti með smáskilaboðum í gegnum síma og á samskiptasíðum á netinu. „Mér finnst ég nú þurfa að fjalla um það líka þó ég þekki það ekki af eigin reynslu en stór hluti af einelti í dag fer fram á netinu. Ég man reyndar eftir því þegar samfélagsmiðlar voru að ryðja sér til rúms þegar ég var í menntaskóla, þá var predikað yfir manni um að haga sér vel á netinu því það sem maður setti þar fram væri þar að eilífu. En svo sér maður hvernig margt fullorðið fólk hagar sér á netinu í dag, það ætti kannski að líta í eigin barm.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Steindór Andersen er látinn Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Jónas Ingimundarson er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Innlent Fleiri fréttir „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Sjá meira