Tekist á um útgjaldafjárlög Heimir Már Pétursson skrifar 21. nóvember 2018 20:21 Bjarni Benediktsson í pontu Alþingis. Vísir/Arnar Atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarpið fór fram á Alþingi í kvöld og var frumvarpið afgreitt úr annarri umræðu. Næst fer það til fjárlaganefndar. Þótt mest hafi borið á ágreiningi varðandi útgjöld til málefna öryrkja, skortir ekki ágreiningsefnin en þau eru misjöfn eftir því hvaða flokkur á í hlut. Hér að neðan má sjá brot úr umræðunni við atkvæðagreiðsluna sem hófst klukkan fjögur í dag. Efnisatriði atkvæðagreiðslunnar ná yfir þrjátíu og þrjár síður. „Þessi fjárlög eru fjárlög hinna glötuðu tækifæra. Þar sem öryrkjar, eldri borgarar, ungt fólk og millistéttin eru skilin eftir,“ sagði Ágúst Ólafur, þingmaður Samfylkingarinnar í dag. „Ríkisstjórnin heldur markvisst áfram með þau áform sín að byggja upp innviði á Íslandi og auka þannig samkeppnishæfni þjóðarinnar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. „Við erum að sækja fram í innviðum öllum. Við erum að bæta þjónustu. Styrkja menntakerfið, heilbrigðisþjónustuna og velferðarþjónustuna. Leiðarstefið er alls staðar það sama; aukinn jöfnuður en samfélag sem einkennist af jöfnuði er betra samfélag fyrir alla,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. „Það er verulegur vöxtur frumgjalda og það er mjög ánægjulegt að geta styrkt þannig innviði. Bæði efnahagslega og félagslega innviði landsins. Á sama tíma og við skilum myndarlegum afgangi og styðjum við stöðugleika í landinu,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. „Þetta er mjög skýr forgangsröðun að hálfu stjórnarmeirihlutans. Hún er röng, hún er vond og öll sú forgangsröðun er á kostnað öryrkja, aldraðra, meðal annars heilbrigðiskerfis þar sem þar sem biðlistar byggjast á biðlista ofan,“ sagði Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar. „Það er ekki verið að bæta kjör öryrkja um eina einustu krónu. Þessi 3,4 prósent sem er verið að tala um í fjárlagafrumvarpinu er eingöngu lögbundin leiðrétting, vísitöluleiðrétting sem á að koma til árlega,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Þetta var almennt um frumvarpið en svo tjá þingmenn sig líka um einstakar greinar þess einis og álögur á eldsneyti. „Svo það er undarlegt að menn sem hafa lýst sig sósíalista eins og háttvirtur þingmaður Kolbeinn Óttarsson Proppé og hæstvirtur fjármálaráðherra skuli styðja skatt sem bitnar sérstaklega á hinum tekjulægri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. „Ég leyfi mér að efast um það að þetta bitni endilega ver á landsbyggðinni en einhverjum öðrum. Loftlagsbreytingar og þau viðbrögð sem við verðum að sýna til að draga úr þeim hörmungum sem eru fyrirséðar munu koma okkur öllum illa,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður PírataBeðið eftir frumvörpum um kjör öryrkja frá félagsmálaráðherra Umdeildasta málið í fjárlögunum eru framlögin til málefna öryrkja en hvað þá varðar er beðið eftir frumvörpum frá Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra um breytingar á almannatryggingakerfinu. Við endurskoðun laga um almannatryggingar varðandi öryrkja er meðal annars verið að skoða svo kallað starfsgetumat. „Hvernig við eflum fólk til virkni. Það hefur verið kallað mjög eftir því að þarna sé viðhaft gott samráð. Á það lagði ég áherslu á það og það tekur bara tíma,“ sagði Ásmundur Einar Daðason. Nú sé að störfum hópur með aðild Öryrkjabandalagsins, Þroskahjálpar, aðila vinnumarkaðarins og þingmanna úr stjórn og stjórnarandstöðu. Vonandi ljúki þeirri vinnu eins fljótt og auðið sé. „Og Öryrkjabandalagið hefur verið með athugasemdir inn í þeirri vinnu sem við höfum verið að skoða hvernig er hægt að mæta og með hvaða hætti. Það er þannig sem samráð og samvinna fer fram.“ Í dag sé þjóðfélagið að missa mikið af ungu fólki út af vinnumarkaði vegna örorku sem vilji sé til að koma til virkni á ný. Upphaflega var gert ráð fyrir að leiðrétting á krónu á móti krónu í lífeyriskerfi öryrkja tæki gildi um áramótin en framlög til þess voru lækkuð milli umræðna um fjárlagafrumvarpið þar sem nauðsynleg frumvörp verði ekki komin fram fyrr en á vormánuðum. „Í fyrsta lagi erum við að auka framlög á næsta ári um 2,9 milljarða króna auk þrjú til fjögur prósenta aukningu ofan á það til allra örorkulífeyrisþega. Hins vegar er gríðarlega mikilvægt að þessi vinna fái að vinnast vel áfram. Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp hafa meðal annars bent á mikilvægi þess að við flýtum okkur hægt við innleiðingu á nýju kerfi,“ sagði Ásmundur. En vonandi nái frumvörpin afgreiðslu á Alþingi á vorþingi. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2019 Fjárlög Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um fjárlagafrumvarpið fór fram á Alþingi í kvöld og var frumvarpið afgreitt úr annarri umræðu. Næst fer það til fjárlaganefndar. Þótt mest hafi borið á ágreiningi varðandi útgjöld til málefna öryrkja, skortir ekki ágreiningsefnin en þau eru misjöfn eftir því hvaða flokkur á í hlut. Hér að neðan má sjá brot úr umræðunni við atkvæðagreiðsluna sem hófst klukkan fjögur í dag. Efnisatriði atkvæðagreiðslunnar ná yfir þrjátíu og þrjár síður. „Þessi fjárlög eru fjárlög hinna glötuðu tækifæra. Þar sem öryrkjar, eldri borgarar, ungt fólk og millistéttin eru skilin eftir,“ sagði Ágúst Ólafur, þingmaður Samfylkingarinnar í dag. „Ríkisstjórnin heldur markvisst áfram með þau áform sín að byggja upp innviði á Íslandi og auka þannig samkeppnishæfni þjóðarinnar,“ sagði Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra. „Við erum að sækja fram í innviðum öllum. Við erum að bæta þjónustu. Styrkja menntakerfið, heilbrigðisþjónustuna og velferðarþjónustuna. Leiðarstefið er alls staðar það sama; aukinn jöfnuður en samfélag sem einkennist af jöfnuði er betra samfélag fyrir alla,“ sagði Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra. „Það er verulegur vöxtur frumgjalda og það er mjög ánægjulegt að geta styrkt þannig innviði. Bæði efnahagslega og félagslega innviði landsins. Á sama tíma og við skilum myndarlegum afgangi og styðjum við stöðugleika í landinu,“ sagði Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. „Þetta er mjög skýr forgangsröðun að hálfu stjórnarmeirihlutans. Hún er röng, hún er vond og öll sú forgangsröðun er á kostnað öryrkja, aldraðra, meðal annars heilbrigðiskerfis þar sem þar sem biðlistar byggjast á biðlista ofan,“ sagði Þorgerður Katrín, formaður Viðreisnar. „Það er ekki verið að bæta kjör öryrkja um eina einustu krónu. Þessi 3,4 prósent sem er verið að tala um í fjárlagafrumvarpinu er eingöngu lögbundin leiðrétting, vísitöluleiðrétting sem á að koma til árlega,“ sagði Inga Sæland, formaður Flokks fólksins. Þetta var almennt um frumvarpið en svo tjá þingmenn sig líka um einstakar greinar þess einis og álögur á eldsneyti. „Svo það er undarlegt að menn sem hafa lýst sig sósíalista eins og háttvirtur þingmaður Kolbeinn Óttarsson Proppé og hæstvirtur fjármálaráðherra skuli styðja skatt sem bitnar sérstaklega á hinum tekjulægri,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. „Ég leyfi mér að efast um það að þetta bitni endilega ver á landsbyggðinni en einhverjum öðrum. Loftlagsbreytingar og þau viðbrögð sem við verðum að sýna til að draga úr þeim hörmungum sem eru fyrirséðar munu koma okkur öllum illa,“ sagði Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður PírataBeðið eftir frumvörpum um kjör öryrkja frá félagsmálaráðherra Umdeildasta málið í fjárlögunum eru framlögin til málefna öryrkja en hvað þá varðar er beðið eftir frumvörpum frá Ásmundi Einari Daðasyni félagsmálaráðherra um breytingar á almannatryggingakerfinu. Við endurskoðun laga um almannatryggingar varðandi öryrkja er meðal annars verið að skoða svo kallað starfsgetumat. „Hvernig við eflum fólk til virkni. Það hefur verið kallað mjög eftir því að þarna sé viðhaft gott samráð. Á það lagði ég áherslu á það og það tekur bara tíma,“ sagði Ásmundur Einar Daðason. Nú sé að störfum hópur með aðild Öryrkjabandalagsins, Þroskahjálpar, aðila vinnumarkaðarins og þingmanna úr stjórn og stjórnarandstöðu. Vonandi ljúki þeirri vinnu eins fljótt og auðið sé. „Og Öryrkjabandalagið hefur verið með athugasemdir inn í þeirri vinnu sem við höfum verið að skoða hvernig er hægt að mæta og með hvaða hætti. Það er þannig sem samráð og samvinna fer fram.“ Í dag sé þjóðfélagið að missa mikið af ungu fólki út af vinnumarkaði vegna örorku sem vilji sé til að koma til virkni á ný. Upphaflega var gert ráð fyrir að leiðrétting á krónu á móti krónu í lífeyriskerfi öryrkja tæki gildi um áramótin en framlög til þess voru lækkuð milli umræðna um fjárlagafrumvarpið þar sem nauðsynleg frumvörp verði ekki komin fram fyrr en á vormánuðum. „Í fyrsta lagi erum við að auka framlög á næsta ári um 2,9 milljarða króna auk þrjú til fjögur prósenta aukningu ofan á það til allra örorkulífeyrisþega. Hins vegar er gríðarlega mikilvægt að þessi vinna fái að vinnast vel áfram. Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp hafa meðal annars bent á mikilvægi þess að við flýtum okkur hægt við innleiðingu á nýju kerfi,“ sagði Ásmundur. En vonandi nái frumvörpin afgreiðslu á Alþingi á vorþingi.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2019 Fjárlög Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Fleiri fréttir Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira