Rannsókn á vettvangi stórbrunans við Hvaleyrarbraut í Hafnarfirði heldur áfram í dag. Skúli Jónsson aðstoðaryfirlögregluþjónn í Hafnarfirði segir enn ekkert hafa komið í ljós um eldsupptök. Þá hafi einhver vitni gefið sig fram eftir auglýsingu frá lögreglu.
Eldurinn kom upp í húsnæði Glugga- og hurðasmiðju SB við Hvaleyrarbraut 39 í Hafnarfirði síðastliðið föstudagskvöld. Slökkvistarf var erfitt og er vettvangurinn afar illa farinn, sem gæti gert lögreglu erfitt fyrir við rannsókn málsins.
Skúli segir í samtali við Vísi að ekkert nýtt hafi komið fram varðandi rannsókn á brunanum síðan síðdeis í gær.
„Það er ekkert frá neinu að segja frá því klukkan fjögur í gær. Þetta tekur allt sinn tíma.“
Lögregla sendi frá sér tilkynningu í gær þar sem óskað var eftir að ná tali af fólki sem var á ferðinni nærri brunanum á föstudagskvöld. Skúli segir aðspurður að einhverjir hafi gefið sig fram eftir auglýsinguna.
„Það var nú komið eitthvað þarna í gær, einhver. Þannig að fólk er eitthvað að bregðast við.“
Nokkur vitni komið til lögreglu eftir auglýsingu

Tengdar fréttir

Lögreglan óskar eftir að ná tali af fólki sem sést á myndefni
Segja mikilvægt að fólkið hafi samband sem fyrst.

Sjóvá sendir frá sér afkomuviðvörun eftir brunann í Hafnarfirði
Tryggingafélagið Sjóvá sendi í gærkvöldi frá sér afkomuviðvörun eftir að atvinnuhúsnæði hjá viðskiptavinum félagsins við Hvaleyrarbraut brann til grunna í Hafnarfirði á föstudaginn.

Sjaldgæft að slökkvistarf taki yfir fjörutíu stundir
Slökkviliðinu á Höfuðborgarsvæðinu tókst að ná niðurlögum eldsins í iðnaðarhúsnæði í Hafnarfirði á þriðja tímanum í dag. Þá hafði logað þar í yfir fjörutíu stundir. Sjaldgæft er að slökkvistarf taki svo langan tíma en ástæðan er sú að mikið plast var geymt í húsnæðinu að sögn varðstjóra.