Rúmlega 100 milljónir enn ósóttar Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. nóvember 2018 10:24 Það er af sem áður var. Vísir/Vilhelm Viðskiptavinir Spalar, félagsins sem sá um rekstur Hvalfjarðarganga, hafa sótt rúmlega helming þeirra fjármuna sem þeir áttu á áskriftarreikningum sínum þegar ríkið tók við rekstri ganganna. Alls áttu þeir um 231 milljón króna á reikningum sínum þegar afhending ganganna frá Speli til ríkisins átti sér stað í lok september en hafa síðan þá sótt um 120 milljónir króna. Í tilkynningu frá félaginu eru viðskiptavinir Spalar hvattir til að skila veglyklum og áskriftarmiðum fyrir lok nóvember, enda sé stefnt að því að ljúka uppgjöri við alla þá sem skiluðu lyklum og miðum fyrir áramót. Spölur tekur fram að félagið á umrædda veglykla og endurgreiðir viðskiptavinum sínum fyrir hvern lykil sem er skilað - auk innistæðnanna á áskriftarreikningum. Þeir sem af einhverjum ástæðum skila ekki veglyklum fái þannig engu að síður innistæður sínar greiddar, en ekki skilagjald.Renna til reksturs „Afsláttarmiðar hafa skilað sér hlutfallslega verr en veglyklar, eins og við var búist. Alls voru 111.000 ónotaðir miðar útistandandi í lok september, þegar Spölur hætti innheimtu veggjalda, að verðmæti um 71 milljón króna. Nú hefur Spölur greitt á átjándu milljón króna fyrir liðlega 27.000 miða,“ segir til upplýsingar í tilkynningu Spalar. Því er þó bætt við að þessar tölur eigi einungis við um frágengin uppgjörsmál en „mun fleiri“ veglyklar og afsláttarmiðar séu komnir í hús og bíða úrvinnslu. „Nokkurn tíma tekur að vinna úr því sem safnast hefur fyrir á skrifstofu Spalar og við bætist svo allt það sem á eftir að skila sér til mánaðarmóta.“ Unnið verður að lokauppgjöri Spalar og frágangi að ýmsu tagi fram á árið 2019. Félaginu verður síðan slitið. Ef einhverjir fjármunir verða eftir í fórum Spalar, eins og ósóttar innistæður viðskiptavina, munu þeir renna til verkefna í tengslum við rekstur Hvalfjarðarganga. Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir 36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44 Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. 9. nóvember 2018 10:02 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
Viðskiptavinir Spalar, félagsins sem sá um rekstur Hvalfjarðarganga, hafa sótt rúmlega helming þeirra fjármuna sem þeir áttu á áskriftarreikningum sínum þegar ríkið tók við rekstri ganganna. Alls áttu þeir um 231 milljón króna á reikningum sínum þegar afhending ganganna frá Speli til ríkisins átti sér stað í lok september en hafa síðan þá sótt um 120 milljónir króna. Í tilkynningu frá félaginu eru viðskiptavinir Spalar hvattir til að skila veglyklum og áskriftarmiðum fyrir lok nóvember, enda sé stefnt að því að ljúka uppgjöri við alla þá sem skiluðu lyklum og miðum fyrir áramót. Spölur tekur fram að félagið á umrædda veglykla og endurgreiðir viðskiptavinum sínum fyrir hvern lykil sem er skilað - auk innistæðnanna á áskriftarreikningum. Þeir sem af einhverjum ástæðum skila ekki veglyklum fái þannig engu að síður innistæður sínar greiddar, en ekki skilagjald.Renna til reksturs „Afsláttarmiðar hafa skilað sér hlutfallslega verr en veglyklar, eins og við var búist. Alls voru 111.000 ónotaðir miðar útistandandi í lok september, þegar Spölur hætti innheimtu veggjalda, að verðmæti um 71 milljón króna. Nú hefur Spölur greitt á átjándu milljón króna fyrir liðlega 27.000 miða,“ segir til upplýsingar í tilkynningu Spalar. Því er þó bætt við að þessar tölur eigi einungis við um frágengin uppgjörsmál en „mun fleiri“ veglyklar og afsláttarmiðar séu komnir í hús og bíða úrvinnslu. „Nokkurn tíma tekur að vinna úr því sem safnast hefur fyrir á skrifstofu Spalar og við bætist svo allt það sem á eftir að skila sér til mánaðarmóta.“ Unnið verður að lokauppgjöri Spalar og frágangi að ýmsu tagi fram á árið 2019. Félaginu verður síðan slitið. Ef einhverjir fjármunir verða eftir í fórum Spalar, eins og ósóttar innistæður viðskiptavina, munu þeir renna til verkefna í tengslum við rekstur Hvalfjarðarganga.
Neytendur Samgöngur Tengdar fréttir 36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44 Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. 9. nóvember 2018 10:02 Mest lesið Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Viðskipti innlent Dómari fellir aftur úr gildi 56 milljarða dala launapakka Musk Viðskipti erlent Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Viðskipti innlent Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Viðskipti innlent Ekki brenna út á aðventunni Atvinnulíf Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Viðskipti innlent Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Viðskipti innlent Gunnars loksins selt Viðskipti innlent Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað Viðskipti innlent 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja selja öll bílastæðahús borgarinnar Domino's hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Afgangur á viðskiptajöfnuði tæplega helmingi minni milli ára Níu teymi kynntu verkefni sín í Startup Tourism 2024 Leggja meiri áherslu á Prís og segja upp starfsmönnum Fjárfestingararmur Samherja bætir við sig í Högum Gunnars loksins selt Tveimur verslunum Krambúðarinnar lokað 75 sagt upp í þremur hópuppsögnum Kristjana nýr framkvæmdastjóri hjá Sýn Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Tryggja tólf milljarða króna fjármögnun Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Sekta Festi um 750 milljónir vegna N1-samrunans Verðbólga hjaðnaði minna en búist var við og útlitið er svartara Vill að Seðlabankinn boði til aukafundar og flýti stýrivaxtalækkun Lögreglan rannsaki ljúgvitni í Lyfjablómsmálinu Landsvirkjun kaupir vindmyllur fyrir tuttugu milljarða Tóku fyrstu skóflustunguna að einu stærsta vinnsluhúsi landsins Steyptu fyrsta gullmolann Verðbólgan komin undir fimm prósent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Sjá meira
36 milljónir bíla greiddu fyrir Hvalafjarðargöngin Viðskiptavinir eiga á bilinu eitt til tvö hundruð milljónir hjá fyrirtækinu. 28. september 2018 12:44
Stjórnendur Spalar: Við viljum að þið fáið það sem þið eigið Forsvarsmenn Spalar, sem rekið hafa Hvalfjarðargöng undanfarna tvo áratugi, leita nú allra leiða til að fá landsmenn til að nálgast peninga sem þeir eiga inni hjá fyrirtækinu. 9. nóvember 2018 10:02