Erlent

Vilja að Trump skeri úr um hvort krónprinsinn hafi komið að morðinu á Khashoggi

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Krónprinsinn í Sádi-Arabíu hefur sagst ekkert vita um morðið á  Khashoggi.
Krónprinsinn í Sádi-Arabíu hefur sagst ekkert vita um morðið á Khashoggi. vísir/epa
Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur verið beðinn um að skera úr um á formlegan hátt, hvort krónprins Sádí Arabíu, Mohamed Bin Salman, hafi komið að morðinu á blaðamanninum Jamal Khashoggi.

Þetta gera leiðtogar Repúblikana og Demókrata í utanríkismálanefnd Öldungadeildar Bandaríkjaþings, þeir Bob Corker og Bob Mendez. Þeir fara fram á að forsetinn geri ítarlega rannsókn á aðkomu prinsins og fær forsetinn 120 daga til að skila af sér skýrslu til öldungadeildarinnar.

Sádar hafa sagt að Khashoggi hafi verið drepinn af mönnum sem fóru út fyrir heimildir sínar en leyniþjónustan CIA telur hinsvegar að krónprinsinn valdamikli hafi fyrirskipað morðið.

Beiðni þingmannanna kemur á sama tíma og Trump sendi frá sér bréf þar sem hann virðist verja krónprinsinn og undirstrika mikilvægi Sáda sem vinaþjóðar Bandaríkjanna.

Forsetinn segir þó að prinsinn hafi mögulega fyrirskipað morðið, en bætir síðan við að mögulega hafi hann ekki gert það.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×