Stjarna sýpur seyðið Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. janúar 2018 06:38 Logan Paul, sem sést hér í skóginum með gulgræna húfu, hefur mátt þola harða gagnrýni eftir myndbandsbirtinguna. Skjáskot Myndbandaveitan YouTube hefur lagt stein í götu hins bandaríska Logan Paul eftir að bloggarinn birti myndband af líki manns sem framið hafði sjálfsmorð. Logan var ein alvinsælasta Youtube-stjarnan en hefur átt í vök að verjast eftir myndbandsbirtinguna. Til að bregðast við gagnrýninni hafa yfirmenn hjá Youtube ákveðið að takmarka möguleika hans til að öðlast auglýsingatekjur á síðunni. Að sögn breska ríkisútvarpsins mun bloggarinn ekki geta birt ný myndbönd á næstunni og þá verður dregið úr dreifingu á fyrri myndböndum hans. Í hinu umdeilda myndbandi, sem Logan birti á gamlársdag, mátti sjá hann og félaga hans á gangi um skóg í Japan sem alræmdur er sem vettvangur sjálfsvíga. Þar gengu þeir fram á lík og mátti sjá að hópnum brá í brún. Engu að síður gerðu þeir grín að málinu. Fjölmargir brugðust ævareiðir við, enda Logan einn vinsælasti bloggarinn á Youtube sem fyrr segir. Myndbandið var að endingu tekið út, eftir að milljónir höfðu barið það augum.Lélegar afsakanir Meðal þeirra sem gagnrýnu Logan var leikarinn Stefán Karl Stefánsson sem sagði að bloggarinn ætti að skammast sín.Logan hefur síðan þá ítrekað beðist afsökunar á öllum miðlum en netverjum hefur lítið þótt til tilrauna hans koma. Hefur mörgum þótt afsökunarbeiðnirnar einkennast af sjálfhverfu og eftiráspeki. Sjálfsmorðstíðni í Japan er ein sú hæsta í heimi. Í skóginum alræmda má víða finna skilti þar sem fólk er hvatt til að leita sér aðstoðar, hyggist það svipta sig lífi. Ekki er greint opinberlga frá fjölda sjálfsvíga í skóginum af ótta við að fleiri kunni að leita þangað til að fremja sjálfsmorð.Sorry, stupidity has consequences and it always good to keep that behind your ear.https://t.co/jP01lcMmZ3— Stefankarl (@stefanssonkarl) January 11, 2018 Tengdar fréttir YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34 Stefán Karl segir bandarískri YouTube-stjörnu að skammast sín Stefán Karl bætist í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 3. janúar 2018 21:50 Youtube-stjarna dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Leikarinn Stefán Karl er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Paul Logan fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 4. janúar 2018 18:53 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Myndbandaveitan YouTube hefur lagt stein í götu hins bandaríska Logan Paul eftir að bloggarinn birti myndband af líki manns sem framið hafði sjálfsmorð. Logan var ein alvinsælasta Youtube-stjarnan en hefur átt í vök að verjast eftir myndbandsbirtinguna. Til að bregðast við gagnrýninni hafa yfirmenn hjá Youtube ákveðið að takmarka möguleika hans til að öðlast auglýsingatekjur á síðunni. Að sögn breska ríkisútvarpsins mun bloggarinn ekki geta birt ný myndbönd á næstunni og þá verður dregið úr dreifingu á fyrri myndböndum hans. Í hinu umdeilda myndbandi, sem Logan birti á gamlársdag, mátti sjá hann og félaga hans á gangi um skóg í Japan sem alræmdur er sem vettvangur sjálfsvíga. Þar gengu þeir fram á lík og mátti sjá að hópnum brá í brún. Engu að síður gerðu þeir grín að málinu. Fjölmargir brugðust ævareiðir við, enda Logan einn vinsælasti bloggarinn á Youtube sem fyrr segir. Myndbandið var að endingu tekið út, eftir að milljónir höfðu barið það augum.Lélegar afsakanir Meðal þeirra sem gagnrýnu Logan var leikarinn Stefán Karl Stefánsson sem sagði að bloggarinn ætti að skammast sín.Logan hefur síðan þá ítrekað beðist afsökunar á öllum miðlum en netverjum hefur lítið þótt til tilrauna hans koma. Hefur mörgum þótt afsökunarbeiðnirnar einkennast af sjálfhverfu og eftiráspeki. Sjálfsmorðstíðni í Japan er ein sú hæsta í heimi. Í skóginum alræmda má víða finna skilti þar sem fólk er hvatt til að leita sér aðstoðar, hyggist það svipta sig lífi. Ekki er greint opinberlga frá fjölda sjálfsvíga í skóginum af ótta við að fleiri kunni að leita þangað til að fremja sjálfsmorð.Sorry, stupidity has consequences and it always good to keep that behind your ear.https://t.co/jP01lcMmZ3— Stefankarl (@stefanssonkarl) January 11, 2018
Tengdar fréttir YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34 Stefán Karl segir bandarískri YouTube-stjörnu að skammast sín Stefán Karl bætist í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 3. janúar 2018 21:50 Youtube-stjarna dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Leikarinn Stefán Karl er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Paul Logan fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 4. janúar 2018 18:53 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
YouTube-stjarna harðlega gagnrýnd fyrir myndband af fórnarlambi sjálfsvígs Stjarnan hafði ráðgert að mynda ferð þeirra um Aokigahara-skóginn við rætur fjallsins Fuji en skógurinn er þekktur fyrir að vera vettvangur fjölda sjálfsvíga. 2. janúar 2018 16:34
Stefán Karl segir bandarískri YouTube-stjörnu að skammast sín Stefán Karl bætist í hóp fjölmargra sem hafa harðlega gagnrýnt Logan Paul fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 3. janúar 2018 21:50
Youtube-stjarna dregur sig í hlé í kjölfar gagnrýni Leikarinn Stefán Karl er einn þeirra sem hefur gagnrýnt Paul Logan fyrir að birta myndband af líki manneskju sem hafði fyrirfarið sér. 4. janúar 2018 18:53