Ásmundur Einar segist ekki hafa leynt gögnum í málinu Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 27. apríl 2018 21:35 Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, boðað Ásmund Einar Daðason ráðherra á fund nefndarinnar. Ásmundur Einar Daðason jafnréttis- og félagsmálaráðherra stendur við svar sitt að að hvorki Bragi né Barnaverndarstofa hafi gerst brotleg í starfi. Hann segist ekki hafa leynt gögnum um rannsókn á máli forstjóra Barnaverndarstofu. „Þvert á móti þá er það svo að ég hafði frumkvæði að því á sínum tíma að fá að hitta velferðarnefnd, til þess að ræða þessi mál,“ sagði Ásmundur í samtali við RÚV. Þar útilokaði hann ekki að gögn málsins verði afhent fjölmiðlum. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag hefur Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, boðað Ásmund á fund nefndarinnar. Telur Halldóra að Ásmundur hafi logið í svari við fyrirspurn hennar þann 26. febrúar á þessu ári um ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, í febrúar. Aðspurður í samtali við RÚV hvort það komi til greina að draga tilnefningu Braga til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna, svaraði Ásmundur að það væri ekki hægt að svara því fyrr en að loknum nefndarfundi velferðarsviðs á mánudag.Píratar sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þingflokkurinn krefst þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. Samfylkingin sendi svo einnig frá sér yfirlýsingu um málið nú í kvöld. „Alþingi hefur ríkt eftirlitshlutverk með störfum ráðherra. Komi það í ljós að félags- og jafnréttismálaráðherra eða ráðuneyti hans hafi leynt velferðarnefnd og Alþingi mikilvægum gögnum er varðar málefni Barnaverndarstofu og öryggi og velferð barna, hefur það ótvírætt áhrif á stöðu ráðherrans. Fulltrúar í velferðarnefnd munu um helgina fara ítarlega yfir trúnaðargögn um málið og stefnt er að því að nefndin fundi með ráðherra strax á mánudag. Að loknum þeim fundi verða vonandi öll kurl komin til grafar og staða ráðherra og aðkoma hans að málinu upplýst. Þingflokkur Samfylkingarinnar krefst þess að ríkisstjórnin setji velferð barna í forgang.“ Alþingi Tengdar fréttir Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38 Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Ásmundur Einar Daðason jafnréttis- og félagsmálaráðherra stendur við svar sitt að að hvorki Bragi né Barnaverndarstofa hafi gerst brotleg í starfi. Hann segist ekki hafa leynt gögnum um rannsókn á máli forstjóra Barnaverndarstofu. „Þvert á móti þá er það svo að ég hafði frumkvæði að því á sínum tíma að fá að hitta velferðarnefnd, til þess að ræða þessi mál,“ sagði Ásmundur í samtali við RÚV. Þar útilokaði hann ekki að gögn málsins verði afhent fjölmiðlum. Eins og kom fram á Vísi fyrr í dag hefur Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar, boðað Ásmund á fund nefndarinnar. Telur Halldóra að Ásmundur hafi logið í svari við fyrirspurn hennar þann 26. febrúar á þessu ári um ásakanir á hendur Braga Guðbrandssyni, forstjóra Barnaverndarstofu, í febrúar. Aðspurður í samtali við RÚV hvort það komi til greina að draga tilnefningu Braga til setu í Barnaréttarnefnd Sameinuðu þjóðanna, svaraði Ásmundur að það væri ekki hægt að svara því fyrr en að loknum nefndarfundi velferðarsviðs á mánudag.Píratar sendu frá sér yfirlýsingu þar sem þingflokkurinn krefst þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. Samfylkingin sendi svo einnig frá sér yfirlýsingu um málið nú í kvöld. „Alþingi hefur ríkt eftirlitshlutverk með störfum ráðherra. Komi það í ljós að félags- og jafnréttismálaráðherra eða ráðuneyti hans hafi leynt velferðarnefnd og Alþingi mikilvægum gögnum er varðar málefni Barnaverndarstofu og öryggi og velferð barna, hefur það ótvírætt áhrif á stöðu ráðherrans. Fulltrúar í velferðarnefnd munu um helgina fara ítarlega yfir trúnaðargögn um málið og stefnt er að því að nefndin fundi með ráðherra strax á mánudag. Að loknum þeim fundi verða vonandi öll kurl komin til grafar og staða ráðherra og aðkoma hans að málinu upplýst. Þingflokkur Samfylkingarinnar krefst þess að ríkisstjórnin setji velferð barna í forgang.“
Alþingi Tengdar fréttir Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38 Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10 Mest lesið „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Innlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Innlent Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni Innlent TikTok hólpið í bili Erlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent Fleiri fréttir „Kynjafræði er pólitísk í eðli sínu“ Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Sjá meira
Telur Ásmund hafa logið og boðar hann á opinn fund um barnaverndarmál Bragi Guðbrandsson forstjóri Barnaverndar hefur verið sakaður um óeðlileg afskipti af barnaverndum á höfuðborgarsvæðinu. 27. apríl 2018 14:38
Hafa „hylmt yfir í öðru máli tengdu barnaníði“ Píratar krefjast þess að ríkisstjórn Íslands setji nú réttindi barna í algjöran forgang í máli Braga Guðbrandssonar og sýni bæði frumkvæði sjálf og veiti einnig Alþingi og öðrum eftirlitsaðilum stuðning við að upplýsa málið að fullu og án tafa. 27. apríl 2018 18:10