Innlent

Röð atvika leiddi til banaslyssins í húsnæði Háteigs

Atli Ísleifsson skrifar
Frá aðgerðum lögreglu við svefnskála fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi í febrúar 2017.
Frá aðgerðum lögreglu við svefnskála fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi í febrúar 2017. Vísir/Sindri
Röð atvika varð til þess að brennisteinsvetnismengun frá háhitaholu sem ekki var í nýtingu fór inn á neysluvatnskerfi í svefnsskála fiskverkunarfyrirtækisins Háteigs á Reykjanesi þann 3. febrúar á síðasta ári og leiddi til dauða manns.

Þetta er niðurstaða rannsóknar HS Orku, sem naut aðstoðar starfsmanna Vinnueftirlitsins. Í tilkynningu frá HS Orku segir að um leið og málið kom upp hafi starfsfólk HS Orku hafið að eigin frumkvæði að rannsaka málið og upplýsa.

„Í umsögn Vinnueftirlitsins eru gerðar athugasemdir í fjórum liðum sem snúa að HS Orku. Þegar hefur verið brugðist við þeim öllum, meðal annars hefur verið tryggt að gas eða önnur mengun geti ekki borist inn á í neysluvatnskerfi auk þess sem allir verkferlar og öryggisstjórnunarkerfi hafa verið yfirfarin til að fyrirbyggja að svona slys geti átt sér stað aftur.

Starfsfólk HS Orku tekur málið afskaplega nærri sér og er hugur þess hjá fjölskyldu mannsins sem lést í þessu hörmulega slysi,“ segir í tilkynningunni.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×