Síminn stoppar ekki hjá Neytendastofu: Þetta eru reglurnar sem áhrifavaldar þurfa að fylgja Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. október 2018 11:45 Hafi áhrifavaldurinn fengið þennan kaffibolla að gjöf frá kaffihúsinu verður hann að taka það fram í færslunni sinni. Vísir/getty Síminn hefur ekki stoppað hjá Neytendastofu síðan greint var frá því að tveimur bloggurum hafi verið bannað að birta duldar auglýsingar. Að sögn Þórunnar Önnu Árnadóttur, sviðsstjóra hjá Neytendastofu, hefur fjöldi fólks haft samband á síðustu dögum til að spyrjast fyrir um hvaða reglur gilda í þessum efnum - sem og til þess að benda á færslur áhrifavalda sem kunni að stangast á við téðar reglur. Neytendastofa hefur sætt gagnrýni frá því að úrskurðurinn birtist, en gagnrýnendum þykja leiðbeiningar stofnunarinnar um auglýsingar af þessu tagi vera óaðgengilegar. Það gerðu til að mynda fyrrnefndir bloggarar í bréfum sínum til stofnunarinnar - og nú síðast Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri samfélagsmiðlastofunnar Sahara.Leiðbeiningar sendar út Í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 sagði Davíð að reglur stofnunarinnar um auglýsingar áhrifavalda væru óskýrar, í raun hafi „enginn“ áhrifavaldur eða auglýsingastofa vitað hvernig ætti að stunda slíka markaðssetningu á réttan máta. Hann segist hafa gert dauðaleit að leiðbeiningum „um það hvernig maður eigi að haga sér sem áhrifavaldur eða auglýsingastofa. Það er ekkert til,“ sagði Davíð. Þórunn segir að leiðbeiningarnar hafi ætíð verið aðgengilegar á vef Neytendastofu og þá hafi stofnunin sent leiðbeiningarnar á fjölda fyrirtækja og einstaklinga sem starfi við markaðssetningu af þessu tagi. Þær má nú einnig nálgast hér neðar í fréttinni.Danskir áhrifavaldar fengu lánaða bíla frá fyrirtæki en tóku ekki fram í færslum sínum að um samstarf væri að ræða. Það er bannað.Vísir/gettyGjöf = Greiðsla Þórunn undirstrikar að Neytendastofa bannar ekki áhrifavaldamarkaðssetningu - það þurfi aðeins að standa rétt að henni. Ekki megi leika vafi á að vöruumfjallanir á samfélagsmiðlum eða bloggsíðum séu kostaðar með einhverjum hætti, sama hvort um sé að ræða gjöf frá fyrirtækjum eða að þegin hafi verið greiðsla fyrir umfjöllunina. Neytendastofa líti svo á að gjafir frá fyrirtækjum séu undir öllum kringumstæðum endurgjald. Hið sama megi segja um hvers kyns lán frá fyrirtækjum fyrir umfjöllun. Þórunn tekur dæmi af máli danskra áhrifavalda sem fengu bifreiðar að láni sem þeir svo dásömuðu án þess að taka fram að um samstarf við fyrirtæki væri að ræða. Það sé ekki leyfilegt, enda um endurgjald að ræða. Það þurfi þannig lítið til svo að áhrifavöldum sé gert að merkja færslur sínar sem auglýsingar. Á bloggum, vefsíðum og samfélagsmiðlum þarf til dæmis að hafa eftirfarandi í huga:Ef greitt er fyrir eða annað endurgjald veitt fyrir að setja inn mynd af vöru/þjónustu þá þarf að merkja það sem auglýsingu.Ef viðkomandi fékk sendar vörur og skrifar um það þá þarf að merkja það sem auglýsingu.Það sama gildir ef fólk fær lánaðar vörur til þess að fjalla um í innleggi.Það sama gildir óháð því hvort viðkomandi hafði samband við fyrirtækið eða fyrirtækið hafði samband við viðkomandi.Það skiptir ekki máli að engin skylda sé til þess að skrifa um vöruna/þjónustuna eða að umfjöllunin lýsi raunverulegum skoðunum þess sem skrifar.Ef fyrirtæki starfrækir og rekur eigin vefsíðu, bloggsíðu eða prófíl á samfélagsmiðli þá þarf að koma skýrt fram að það sé fyrirtækið sem starfrækir og rekur vefsvæðið.Þessi áhrifavaldur verður að taka fram í upphafi myndbandsins ef hún hefur fengið þessa skó að gjöf frá fyrirtæki.vísir/gettyVerði að koma fram skýrt í upphafi Þórunn segir að flestir flaski á því að taka ekki nógu snemma fram í færslunum að um kostaða umfjöllun sé að ræða. Það þurfi að koma fram í upphafi, þannig átti lesendur sig strax á því að um auglýsingu sé að ræða. Þar að auki megi ekki segja í upphafi, til dæmis, að tilteknar myndir séu teknar á ákveðna myndavél - en greina síðan ekki frá því fyrr en undir lokin að myndavélin hafi verið fengin að gjöf frá fyrirtækinu. Fyrirvararnir verði að haldast í hendur. Í leiðbeiningum sínum leggur Neytendastofa til eftirfarandi merkingar fyrir innlegg af þessum toga:„Auglýsing“„Kynning“„Kostuð umfjöllun“„Unnið í samstarfi við (fyrirtækið X)“„Ég fékk þessa (skó) að gjöf frá (fyrirtækinu X)“„Þessi umfjöllun er styrkt af (fyrirtækinu X)“„Ég fæ borgað frá (fyrirtækinu X) fyrir þessa umfjöllun“ Ef umfjöllunin er á samfélagsmiðlum, til dæmis á Instagram eða Facebook, þá þurfi textinn að vera í tengslum við myndina þannig að lesandinn fái tilkynninguna samtímis. Það nægi að merkja með #auglýsing eða segja frá því með öðrum hætti í textanum að greitt hafi verið fyrir umfjöllun eða endurgjald komið fyrir. Þórunn segir að það sé einnig mikilvægt að merkja allar kostaðar færslur. Það sé þannig ekki nóg að merkja eina ljósmynd af tíu þegar fjallað sé um sama efni. Hafi áhrifavaldur til dæmis gert samstarfsamning við hársnyrtistofu þá þarf að merkja hvert innlegg um hársnyrtistofuna sem auglýsingu. Hið sama má segja um fatnað, fái áhrifavaldur gefins jakka frá fataverslun þá þarf það að koma fram fremst í hverju innleggi þar sem fjallað er um jakkann.Leiðbeiningar Neytendastofu um auðþekkjanlegar auglýsingar má nálgast með því að smella hér. Fjölmiðlar Neytendur Tengdar fréttir Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43 Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ Neytendastofa hefur komist að því að Krónan og kökuverslunin 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi í desember í fyrra. 17. maí 2017 20:15 Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Síminn hefur ekki stoppað hjá Neytendastofu síðan greint var frá því að tveimur bloggurum hafi verið bannað að birta duldar auglýsingar. Að sögn Þórunnar Önnu Árnadóttur, sviðsstjóra hjá Neytendastofu, hefur fjöldi fólks haft samband á síðustu dögum til að spyrjast fyrir um hvaða reglur gilda í þessum efnum - sem og til þess að benda á færslur áhrifavalda sem kunni að stangast á við téðar reglur. Neytendastofa hefur sætt gagnrýni frá því að úrskurðurinn birtist, en gagnrýnendum þykja leiðbeiningar stofnunarinnar um auglýsingar af þessu tagi vera óaðgengilegar. Það gerðu til að mynda fyrrnefndir bloggarar í bréfum sínum til stofnunarinnar - og nú síðast Davíð Lúther Sigurðarson, framkvæmdastjóri samfélagsmiðlastofunnar Sahara.Leiðbeiningar sendar út Í samtali við Morgunútvarp Rásar 2 sagði Davíð að reglur stofnunarinnar um auglýsingar áhrifavalda væru óskýrar, í raun hafi „enginn“ áhrifavaldur eða auglýsingastofa vitað hvernig ætti að stunda slíka markaðssetningu á réttan máta. Hann segist hafa gert dauðaleit að leiðbeiningum „um það hvernig maður eigi að haga sér sem áhrifavaldur eða auglýsingastofa. Það er ekkert til,“ sagði Davíð. Þórunn segir að leiðbeiningarnar hafi ætíð verið aðgengilegar á vef Neytendastofu og þá hafi stofnunin sent leiðbeiningarnar á fjölda fyrirtækja og einstaklinga sem starfi við markaðssetningu af þessu tagi. Þær má nú einnig nálgast hér neðar í fréttinni.Danskir áhrifavaldar fengu lánaða bíla frá fyrirtæki en tóku ekki fram í færslum sínum að um samstarf væri að ræða. Það er bannað.Vísir/gettyGjöf = Greiðsla Þórunn undirstrikar að Neytendastofa bannar ekki áhrifavaldamarkaðssetningu - það þurfi aðeins að standa rétt að henni. Ekki megi leika vafi á að vöruumfjallanir á samfélagsmiðlum eða bloggsíðum séu kostaðar með einhverjum hætti, sama hvort um sé að ræða gjöf frá fyrirtækjum eða að þegin hafi verið greiðsla fyrir umfjöllunina. Neytendastofa líti svo á að gjafir frá fyrirtækjum séu undir öllum kringumstæðum endurgjald. Hið sama megi segja um hvers kyns lán frá fyrirtækjum fyrir umfjöllun. Þórunn tekur dæmi af máli danskra áhrifavalda sem fengu bifreiðar að láni sem þeir svo dásömuðu án þess að taka fram að um samstarf við fyrirtæki væri að ræða. Það sé ekki leyfilegt, enda um endurgjald að ræða. Það þurfi þannig lítið til svo að áhrifavöldum sé gert að merkja færslur sínar sem auglýsingar. Á bloggum, vefsíðum og samfélagsmiðlum þarf til dæmis að hafa eftirfarandi í huga:Ef greitt er fyrir eða annað endurgjald veitt fyrir að setja inn mynd af vöru/þjónustu þá þarf að merkja það sem auglýsingu.Ef viðkomandi fékk sendar vörur og skrifar um það þá þarf að merkja það sem auglýsingu.Það sama gildir ef fólk fær lánaðar vörur til þess að fjalla um í innleggi.Það sama gildir óháð því hvort viðkomandi hafði samband við fyrirtækið eða fyrirtækið hafði samband við viðkomandi.Það skiptir ekki máli að engin skylda sé til þess að skrifa um vöruna/þjónustuna eða að umfjöllunin lýsi raunverulegum skoðunum þess sem skrifar.Ef fyrirtæki starfrækir og rekur eigin vefsíðu, bloggsíðu eða prófíl á samfélagsmiðli þá þarf að koma skýrt fram að það sé fyrirtækið sem starfrækir og rekur vefsvæðið.Þessi áhrifavaldur verður að taka fram í upphafi myndbandsins ef hún hefur fengið þessa skó að gjöf frá fyrirtæki.vísir/gettyVerði að koma fram skýrt í upphafi Þórunn segir að flestir flaski á því að taka ekki nógu snemma fram í færslunum að um kostaða umfjöllun sé að ræða. Það þurfi að koma fram í upphafi, þannig átti lesendur sig strax á því að um auglýsingu sé að ræða. Þar að auki megi ekki segja í upphafi, til dæmis, að tilteknar myndir séu teknar á ákveðna myndavél - en greina síðan ekki frá því fyrr en undir lokin að myndavélin hafi verið fengin að gjöf frá fyrirtækinu. Fyrirvararnir verði að haldast í hendur. Í leiðbeiningum sínum leggur Neytendastofa til eftirfarandi merkingar fyrir innlegg af þessum toga:„Auglýsing“„Kynning“„Kostuð umfjöllun“„Unnið í samstarfi við (fyrirtækið X)“„Ég fékk þessa (skó) að gjöf frá (fyrirtækinu X)“„Þessi umfjöllun er styrkt af (fyrirtækinu X)“„Ég fæ borgað frá (fyrirtækinu X) fyrir þessa umfjöllun“ Ef umfjöllunin er á samfélagsmiðlum, til dæmis á Instagram eða Facebook, þá þurfi textinn að vera í tengslum við myndina þannig að lesandinn fái tilkynninguna samtímis. Það nægi að merkja með #auglýsing eða segja frá því með öðrum hætti í textanum að greitt hafi verið fyrir umfjöllun eða endurgjald komið fyrir. Þórunn segir að það sé einnig mikilvægt að merkja allar kostaðar færslur. Það sé þannig ekki nóg að merkja eina ljósmynd af tíu þegar fjallað sé um sama efni. Hafi áhrifavaldur til dæmis gert samstarfsamning við hársnyrtistofu þá þarf að merkja hvert innlegg um hársnyrtistofuna sem auglýsingu. Hið sama má segja um fatnað, fái áhrifavaldur gefins jakka frá fataverslun þá þarf það að koma fram fremst í hverju innleggi þar sem fjallað er um jakkann.Leiðbeiningar Neytendastofu um auðþekkjanlegar auglýsingar má nálgast með því að smella hér.
Fjölmiðlar Neytendur Tengdar fréttir Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43 Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ Neytendastofa hefur komist að því að Krónan og kökuverslunin 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi í desember í fyrra. 17. maí 2017 20:15 Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Svönu og Fanneyju bannað að nota duldar auglýsingar Neytendastofa hefur bannað tveimur bloggurum, þeim Svönu Lovísu Kristjánsdóttur og Fanneyju Ingvarsdóttur, að nota duldar auglýsingar. 2. október 2018 09:43
Krónan og 17 sortir notuðust við duldar auglýsingar: „Held ég haldi mig við kökudeigin í Krónunni“ Neytendastofa hefur komist að því að Krónan og kökuverslunin 17 sortir hafi notast við duldar auglýsingar í markaðssetningu sinni á kökudeigi í desember í fyrra. 17. maí 2017 20:15
Íslendingar blekktir: Duldar auglýsingar daglegt brauð á Snapchat Frægustu snappararnir taka að sér að auglýsa varning. 22. september 2016 10:00