Skamma Fjarðabyggð fyrir steinristur á Stöðvarfirði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 4. október 2018 06:15 Bæjarráð Fjarðabyggðar ásamt nýjum bæjarstjóra, Karli Óttari Péturssyni. Mynd/fjarðabyggð Fjarðabyggð fór út fyrir valdmörk sín þegar listamaðurinn Kevin Sudeith fékk leyfi til að gera listaverk í kletta á Stöðvarfirði. Þegar Sudeith óskaði eftir leyfinu benti umhverfisstjóri sveitarfélagsins á að fyrir því þyrfti framkvæmdaleyfi sem meðal annars væri háð samþykki Umhverfisstofnunar (UST). Við meðferð málsins kvað skipulagsstjóri Fjarðabyggðar hins vegar upp úr með að ekkert slíkt leyfi þyrfti. Umhverfisnefndin gerði enga athugasemd við erindið í apríl og fékk Sudeith grænt ljós á listgjörninginn. Eftir bréfaskipti UST og Fjarðabyggðar um málið hefur stofnunin nú undirstrikað í nýju bréfi að sveitarfélagið hafi farið út fyrir valdmörk sín og veitt leyfi sem ekki sé unnt að veita samkvæmt lögum. Sveitarfélagið er sagt hafa brugðist leiðbeiningarskyldu sinni gagnvart Kevin Sudeith sem framið hafi refsiverð brot á náttúruverndarlögum með „áletrunum í náttúrumyndanir“. Algerlega er hafnað þeim rökum Fjarðabyggðar að umræddir klettar séu ekki náttúrumyndanir. „[UST] lítur svo á að skortur á vönduðum stjórnsýsluháttum sveitarfélagsins hafi stuðlað að því að umræddur listamaður skrapaði í og málaði á umræddar náttúrumyndanir.“ Þá vill UST að vafaatriði verði framvegis borin undir stofnunina. „Um nauðsyn þess stendur nú varanlegur minnisvarði í klettunum í landi Landa í Stöðvarfirði.“ Ekki náðist í Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar. Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira
Fjarðabyggð fór út fyrir valdmörk sín þegar listamaðurinn Kevin Sudeith fékk leyfi til að gera listaverk í kletta á Stöðvarfirði. Þegar Sudeith óskaði eftir leyfinu benti umhverfisstjóri sveitarfélagsins á að fyrir því þyrfti framkvæmdaleyfi sem meðal annars væri háð samþykki Umhverfisstofnunar (UST). Við meðferð málsins kvað skipulagsstjóri Fjarðabyggðar hins vegar upp úr með að ekkert slíkt leyfi þyrfti. Umhverfisnefndin gerði enga athugasemd við erindið í apríl og fékk Sudeith grænt ljós á listgjörninginn. Eftir bréfaskipti UST og Fjarðabyggðar um málið hefur stofnunin nú undirstrikað í nýju bréfi að sveitarfélagið hafi farið út fyrir valdmörk sín og veitt leyfi sem ekki sé unnt að veita samkvæmt lögum. Sveitarfélagið er sagt hafa brugðist leiðbeiningarskyldu sinni gagnvart Kevin Sudeith sem framið hafi refsiverð brot á náttúruverndarlögum með „áletrunum í náttúrumyndanir“. Algerlega er hafnað þeim rökum Fjarðabyggðar að umræddir klettar séu ekki náttúrumyndanir. „[UST] lítur svo á að skortur á vönduðum stjórnsýsluháttum sveitarfélagsins hafi stuðlað að því að umræddur listamaður skrapaði í og málaði á umræddar náttúrumyndanir.“ Þá vill UST að vafaatriði verði framvegis borin undir stofnunina. „Um nauðsyn þess stendur nú varanlegur minnisvarði í klettunum í landi Landa í Stöðvarfirði.“ Ekki náðist í Karl Óttar Pétursson, bæjarstjóra Fjarðabyggðar.
Birtist í Fréttablaðinu Fjarðabyggð Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Stöðugt gos og engir skjálftar Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Fleiri fréttir Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Sjá meira