Það er fjör í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229. Þá mætir Conor McGregor á Rolls Royce á æfingu og sækir einnig keppnisbúnaðinn fyrir stóra kvöldið.
Þjálfari Conors, John Kavanagh, segir að það séu sífelldir endurtekningar á æfingum og lofar því að boxið hans sé betra en síðast. Hann hafi lært það mikið af Mayweather-bardaganum.
Khabib Nurmagomedov fer í myndatöku fyrir kvöldið og fær einnig gefins skartgripi.
Einnig er kíkt í heimsókn til þungavigtarkappanna sem berjast um kvöldið og Tony Ferguson skellir sér í ljós. Eðlilega.
Conor kominn með keppnisbúnaðinn og segist vera tilbúinn í stríð
Tengdar fréttir
Geggjuð heimildarmynd um Conor og Khabib
UFC frumsýndi í gær frábæra heimildarmynd um Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov sem mætast í stærsta bardaga í sögu UFC um næstu helgi.
Hinn umdeildi umboðsmaður Khabib grillar ofan í sína menn
Í nýjasta upphitunarþættinum fyrir UFC 229 er víða komið við enda bæði Conor og Khabib mættir til Las Vegas.
Khabib: Allir munu elska mig þegar að ég rota „kjúklinginn“ Conor
Baulað var á Dagestanann á opnu æfingunni í gærkvöldi.
Conor ætlar að sanna að hann sé sá besti pund fyrir pund
Fyrsti upphitunarþátturinn fyrir UFC 229, Embedded, er lentur en þar fáum við að fylgjast með Conor McGregor og Khabib Nurmagomedov æfa sig fyrir bardagann.