Alfreð: Við klöppuðum fyrir okkur sjálfum inn í klefa Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 26. júní 2018 21:39 Alfreð Finnbogason fékk frábært færi. Vísir/Vilhelm Alfreð Finnbogason fékk úrvalsfæri til að koma íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik á móti Króatíu en hafði ekki heppnina með sér. Ísland tapaði 2-1 á móti Króatíu í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. „Það er mikið svekkelsi en markmiðið okkar fyrir leikinn var að geta gengið stoltir frá borði eftir leik og ég held að við getum það svo sannarlega. Ég hef aldrei spilað landsleik þar sem við höfum skapað jafnmörg færi og tækifæri til að fá færi. Því miður nýttum við það ekki betur,“ sagði Alfreð Finnbogason, eftir leikinn. „Þetta er munurinn á þessu hæsta stigi. Þú verður að taka þessi móment þegar þú ert betri og nýta þau betur. Okkar var svo refsað í lokin þegar við hentum öllum fram,“ sagði Alfreð. hann fékk frábært færi rétt fyrir hálfleik. „Ég ætlaði að troða honum inn í nærhornið og ég veit ekki hvort ég hafði meiri tíma. Ég þarf að sjá það aftur. Mér fannst tilvalið að taka hann í fyrsta og það hefði verið skemmtilegt að skora,“ sagði Alfreð en hvernig var stemmningin inn í klefa eftir leikinn. „Í fimm mínútur þá voru menn svekktir en svo kom Heimir og hélt stutta tölu. Hann talaði bara um að við ættum að vera gríðarlega stoltir af okkar frammistöðu hér. Við áttum einn slakan hálfleik sem var seinni hálfleikurinn á móti Nígeríu. Restin fannst mér á okkar pari og jafnvel yfir pari í dag. Við klöppuðum bara fyrir okkur og ákváðum það að við ætlum bara að fagna þessum árangri sem við náðum í kvöld,“ sagði Alfreð. „Það er ekki alveg búið að sinka inn að þetta sé bara búið. Maður er ekki alveg tilbúinn að samþykkja það. Okkur langaði að vera lengur og vorum ekki tilbúnir að fara heim. Við erum búnir að sjá hina leikina og það er ekkert gefðu mér fimm lið í þessum riðli. Þetta var erfiður riðill og þetta réðast bara á lokamínútunum,“ sagði Alfreð „Að höfum átt möguleika, fimm mínútum fyrir leik, og vantaði bara að skora eitt mark sýnir hversu langt við erum komnir,“ sagði Alfreð en hann var ekki tekin útaf vegna þreytu. „Ég vildi vera áfram. Ég var með það á tilfinningunni að ég myndi skora og langaði að vera áfram inná. Þjálfarinn tók þessa ákvörðun en ég hefði klárlega viljað vera áfram inná. Ég var brjálaður yfir því að vera tekin útaf ef ég er alveg hreinskilinn en pólítíska svarið er að ég virði ákvörðun þjálfarans, “ sagði Alfreð brosandi. „Mér leið rosalega vel og var búinn að ná mér í auka vind síðasta korterið. Ég var ekki búinn að vera rosalega mikið í boltanum þá var ég alltag að bíða eftir þessu færi sem myndi koma. Ég hafði alltaf trú á því inn á vellinum að ég myndi skora. Við þurftum mark en ég er ekki að fara henda einhverjum öxum í menn í dag. Við erum stoltir af frammistöðu liðsins,“ sagði Alfreð. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira
Alfreð Finnbogason fékk úrvalsfæri til að koma íslenska liðinu yfir í fyrri hálfleik á móti Króatíu en hafði ekki heppnina með sér. Ísland tapaði 2-1 á móti Króatíu í lokaleik sínum á heimsmeistaramótinu í fótbolta í Rússlandi. „Það er mikið svekkelsi en markmiðið okkar fyrir leikinn var að geta gengið stoltir frá borði eftir leik og ég held að við getum það svo sannarlega. Ég hef aldrei spilað landsleik þar sem við höfum skapað jafnmörg færi og tækifæri til að fá færi. Því miður nýttum við það ekki betur,“ sagði Alfreð Finnbogason, eftir leikinn. „Þetta er munurinn á þessu hæsta stigi. Þú verður að taka þessi móment þegar þú ert betri og nýta þau betur. Okkar var svo refsað í lokin þegar við hentum öllum fram,“ sagði Alfreð. hann fékk frábært færi rétt fyrir hálfleik. „Ég ætlaði að troða honum inn í nærhornið og ég veit ekki hvort ég hafði meiri tíma. Ég þarf að sjá það aftur. Mér fannst tilvalið að taka hann í fyrsta og það hefði verið skemmtilegt að skora,“ sagði Alfreð en hvernig var stemmningin inn í klefa eftir leikinn. „Í fimm mínútur þá voru menn svekktir en svo kom Heimir og hélt stutta tölu. Hann talaði bara um að við ættum að vera gríðarlega stoltir af okkar frammistöðu hér. Við áttum einn slakan hálfleik sem var seinni hálfleikurinn á móti Nígeríu. Restin fannst mér á okkar pari og jafnvel yfir pari í dag. Við klöppuðum bara fyrir okkur og ákváðum það að við ætlum bara að fagna þessum árangri sem við náðum í kvöld,“ sagði Alfreð. „Það er ekki alveg búið að sinka inn að þetta sé bara búið. Maður er ekki alveg tilbúinn að samþykkja það. Okkur langaði að vera lengur og vorum ekki tilbúnir að fara heim. Við erum búnir að sjá hina leikina og það er ekkert gefðu mér fimm lið í þessum riðli. Þetta var erfiður riðill og þetta réðast bara á lokamínútunum,“ sagði Alfreð „Að höfum átt möguleika, fimm mínútum fyrir leik, og vantaði bara að skora eitt mark sýnir hversu langt við erum komnir,“ sagði Alfreð en hann var ekki tekin útaf vegna þreytu. „Ég vildi vera áfram. Ég var með það á tilfinningunni að ég myndi skora og langaði að vera áfram inná. Þjálfarinn tók þessa ákvörðun en ég hefði klárlega viljað vera áfram inná. Ég var brjálaður yfir því að vera tekin útaf ef ég er alveg hreinskilinn en pólítíska svarið er að ég virði ákvörðun þjálfarans, “ sagði Alfreð brosandi. „Mér leið rosalega vel og var búinn að ná mér í auka vind síðasta korterið. Ég var ekki búinn að vera rosalega mikið í boltanum þá var ég alltag að bíða eftir þessu færi sem myndi koma. Ég hafði alltaf trú á því inn á vellinum að ég myndi skora. Við þurftum mark en ég er ekki að fara henda einhverjum öxum í menn í dag. Við erum stoltir af frammistöðu liðsins,“ sagði Alfreð.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Fótbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn „Held að allir græði á því að hafa svona mann sem leikstjórnanda“ Körfubolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Fleiri fréttir Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Sjá meira