Netníðingar áreita ráðherra fyrir meinta nýrnagjöf frá múslima Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júní 2018 10:44 Sushma Swaraj nær eyra Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands Vísir/Getty Indverskar konur verða fyrir sífellt meira áreiti á netinu og nokkur nýleg dæmi eru um að fjöldi net-trölla taki sig saman til að áreita þekktar konur í indversku samfélagi. Á það ekki síst við konur sem þykja hallar undir múslima með einhverjum hætti – 80% Indverja eru hindúar en múslimar eru tæp 15% og eru langstærsti minnihlutahópur landsins. Breska dagblaðið The Guardian greinir frá því að nýjasta fórnarlambið sé utanríkisráðherra Indlands, Sushma Swaraj. Hún var brautryðjandi í notkun stjórnmálamanna á samfélagsmiðlum og er með tæplega 12 milljón fylgjendur á Twitter. Swaraj hefur meðal annars vakið athygli fyrir að bregðast skjótt við og blanda sér sjálf í málin þegar Indverjar í vanda á erlendri grundu hafa sent henni beiðni um aðstoð í gegnum Twitter. Á dögunum bárust fregnir af því að ríkisstarfsmaður, sem er strangtrúaður hindúi, hefði neitað að gefa út vegabréf fyrir hindúakonu sem er gift múslima. Swaraj blandaði sér í málið og aðstoðaði konuna við að fá vegabréf en það vakti mikla reiði meðal harðlínu-hindúa sem vildu meina að ráðherrann væri að láta undan þrýstingi múslima. Þúsundir indverskra hindúa úthúðuðu henni á Twitter og dreifðu furðulegum orðrómi um að hún væri með nýra úr múslima. Swaraj þurfti að fá nýtt nýra eftir veikindi fyrir nokkrum árum og vilja sumir meina að það hafi komið úr múslima, sem óhreinki hana og skýri þessa hegðun. Stutt er síðan indverska fréttakonan Rana Ayyub varð fyrir áreiti og fékk fjölda hótana um morð og nauðgun. Það var vegna falsaðra Twitter pósta sem virtust sýna hana móðga hindúa en hún er sjálf múslimi. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti indversk stjórnvöld til að veita Ayyub aukna vernd í kjölfarið. Hluti af vandamálinu er að net-tröllin eru mörg fylgjendur Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Hann er harðlínumaður, þjóðernissinni og strangtrúaður hindúi. Modi var mikið gagnrýndur fyrir þremur árum þegar hann bauð 150 vinsælum Twitter notendum úr þessum hópi til fundar á heimili sínu. Í þeim hópi voru menn sem höfðu beitt konur grófu kynferðislegu áreiti á samfélagsmiðlum. Modi er næstvinsælasti stjórnmálamaður heims á Twitter, með 43 rúmlega milljónir fylgjenda. Í heimi stjórnmálanna er aðeins Donald Trump með fleiri fylgjendur, rúmar 53 milljónir. Tengdar fréttir Ríkisstjóri segir Indverja hafa fundið upp internetið fyrir þúsundum ára Biplab Deb, ríkisstjóri í Tripura á Indlandi, hefur uppskorið bæði reiði og háð vegna þeirra ummæla sinna að internetið hafi verið fundið upp af Indverjum til forna. 18. apríl 2018 12:26 Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04 Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Indverskar konur verða fyrir sífellt meira áreiti á netinu og nokkur nýleg dæmi eru um að fjöldi net-trölla taki sig saman til að áreita þekktar konur í indversku samfélagi. Á það ekki síst við konur sem þykja hallar undir múslima með einhverjum hætti – 80% Indverja eru hindúar en múslimar eru tæp 15% og eru langstærsti minnihlutahópur landsins. Breska dagblaðið The Guardian greinir frá því að nýjasta fórnarlambið sé utanríkisráðherra Indlands, Sushma Swaraj. Hún var brautryðjandi í notkun stjórnmálamanna á samfélagsmiðlum og er með tæplega 12 milljón fylgjendur á Twitter. Swaraj hefur meðal annars vakið athygli fyrir að bregðast skjótt við og blanda sér sjálf í málin þegar Indverjar í vanda á erlendri grundu hafa sent henni beiðni um aðstoð í gegnum Twitter. Á dögunum bárust fregnir af því að ríkisstarfsmaður, sem er strangtrúaður hindúi, hefði neitað að gefa út vegabréf fyrir hindúakonu sem er gift múslima. Swaraj blandaði sér í málið og aðstoðaði konuna við að fá vegabréf en það vakti mikla reiði meðal harðlínu-hindúa sem vildu meina að ráðherrann væri að láta undan þrýstingi múslima. Þúsundir indverskra hindúa úthúðuðu henni á Twitter og dreifðu furðulegum orðrómi um að hún væri með nýra úr múslima. Swaraj þurfti að fá nýtt nýra eftir veikindi fyrir nokkrum árum og vilja sumir meina að það hafi komið úr múslima, sem óhreinki hana og skýri þessa hegðun. Stutt er síðan indverska fréttakonan Rana Ayyub varð fyrir áreiti og fékk fjölda hótana um morð og nauðgun. Það var vegna falsaðra Twitter pósta sem virtust sýna hana móðga hindúa en hún er sjálf múslimi. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti indversk stjórnvöld til að veita Ayyub aukna vernd í kjölfarið. Hluti af vandamálinu er að net-tröllin eru mörg fylgjendur Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Hann er harðlínumaður, þjóðernissinni og strangtrúaður hindúi. Modi var mikið gagnrýndur fyrir þremur árum þegar hann bauð 150 vinsælum Twitter notendum úr þessum hópi til fundar á heimili sínu. Í þeim hópi voru menn sem höfðu beitt konur grófu kynferðislegu áreiti á samfélagsmiðlum. Modi er næstvinsælasti stjórnmálamaður heims á Twitter, með 43 rúmlega milljónir fylgjenda. Í heimi stjórnmálanna er aðeins Donald Trump með fleiri fylgjendur, rúmar 53 milljónir.
Tengdar fréttir Ríkisstjóri segir Indverja hafa fundið upp internetið fyrir þúsundum ára Biplab Deb, ríkisstjóri í Tripura á Indlandi, hefur uppskorið bæði reiði og háð vegna þeirra ummæla sinna að internetið hafi verið fundið upp af Indverjum til forna. 18. apríl 2018 12:26 Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04 Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
Ríkisstjóri segir Indverja hafa fundið upp internetið fyrir þúsundum ára Biplab Deb, ríkisstjóri í Tripura á Indlandi, hefur uppskorið bæði reiði og háð vegna þeirra ummæla sinna að internetið hafi verið fundið upp af Indverjum til forna. 18. apríl 2018 12:26
Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04
Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55