Netníðingar áreita ráðherra fyrir meinta nýrnagjöf frá múslima Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 26. júní 2018 10:44 Sushma Swaraj nær eyra Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands Vísir/Getty Indverskar konur verða fyrir sífellt meira áreiti á netinu og nokkur nýleg dæmi eru um að fjöldi net-trölla taki sig saman til að áreita þekktar konur í indversku samfélagi. Á það ekki síst við konur sem þykja hallar undir múslima með einhverjum hætti – 80% Indverja eru hindúar en múslimar eru tæp 15% og eru langstærsti minnihlutahópur landsins. Breska dagblaðið The Guardian greinir frá því að nýjasta fórnarlambið sé utanríkisráðherra Indlands, Sushma Swaraj. Hún var brautryðjandi í notkun stjórnmálamanna á samfélagsmiðlum og er með tæplega 12 milljón fylgjendur á Twitter. Swaraj hefur meðal annars vakið athygli fyrir að bregðast skjótt við og blanda sér sjálf í málin þegar Indverjar í vanda á erlendri grundu hafa sent henni beiðni um aðstoð í gegnum Twitter. Á dögunum bárust fregnir af því að ríkisstarfsmaður, sem er strangtrúaður hindúi, hefði neitað að gefa út vegabréf fyrir hindúakonu sem er gift múslima. Swaraj blandaði sér í málið og aðstoðaði konuna við að fá vegabréf en það vakti mikla reiði meðal harðlínu-hindúa sem vildu meina að ráðherrann væri að láta undan þrýstingi múslima. Þúsundir indverskra hindúa úthúðuðu henni á Twitter og dreifðu furðulegum orðrómi um að hún væri með nýra úr múslima. Swaraj þurfti að fá nýtt nýra eftir veikindi fyrir nokkrum árum og vilja sumir meina að það hafi komið úr múslima, sem óhreinki hana og skýri þessa hegðun. Stutt er síðan indverska fréttakonan Rana Ayyub varð fyrir áreiti og fékk fjölda hótana um morð og nauðgun. Það var vegna falsaðra Twitter pósta sem virtust sýna hana móðga hindúa en hún er sjálf múslimi. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti indversk stjórnvöld til að veita Ayyub aukna vernd í kjölfarið. Hluti af vandamálinu er að net-tröllin eru mörg fylgjendur Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Hann er harðlínumaður, þjóðernissinni og strangtrúaður hindúi. Modi var mikið gagnrýndur fyrir þremur árum þegar hann bauð 150 vinsælum Twitter notendum úr þessum hópi til fundar á heimili sínu. Í þeim hópi voru menn sem höfðu beitt konur grófu kynferðislegu áreiti á samfélagsmiðlum. Modi er næstvinsælasti stjórnmálamaður heims á Twitter, með 43 rúmlega milljónir fylgjenda. Í heimi stjórnmálanna er aðeins Donald Trump með fleiri fylgjendur, rúmar 53 milljónir. Tengdar fréttir Ríkisstjóri segir Indverja hafa fundið upp internetið fyrir þúsundum ára Biplab Deb, ríkisstjóri í Tripura á Indlandi, hefur uppskorið bæði reiði og háð vegna þeirra ummæla sinna að internetið hafi verið fundið upp af Indverjum til forna. 18. apríl 2018 12:26 Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04 Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Indverskar konur verða fyrir sífellt meira áreiti á netinu og nokkur nýleg dæmi eru um að fjöldi net-trölla taki sig saman til að áreita þekktar konur í indversku samfélagi. Á það ekki síst við konur sem þykja hallar undir múslima með einhverjum hætti – 80% Indverja eru hindúar en múslimar eru tæp 15% og eru langstærsti minnihlutahópur landsins. Breska dagblaðið The Guardian greinir frá því að nýjasta fórnarlambið sé utanríkisráðherra Indlands, Sushma Swaraj. Hún var brautryðjandi í notkun stjórnmálamanna á samfélagsmiðlum og er með tæplega 12 milljón fylgjendur á Twitter. Swaraj hefur meðal annars vakið athygli fyrir að bregðast skjótt við og blanda sér sjálf í málin þegar Indverjar í vanda á erlendri grundu hafa sent henni beiðni um aðstoð í gegnum Twitter. Á dögunum bárust fregnir af því að ríkisstarfsmaður, sem er strangtrúaður hindúi, hefði neitað að gefa út vegabréf fyrir hindúakonu sem er gift múslima. Swaraj blandaði sér í málið og aðstoðaði konuna við að fá vegabréf en það vakti mikla reiði meðal harðlínu-hindúa sem vildu meina að ráðherrann væri að láta undan þrýstingi múslima. Þúsundir indverskra hindúa úthúðuðu henni á Twitter og dreifðu furðulegum orðrómi um að hún væri með nýra úr múslima. Swaraj þurfti að fá nýtt nýra eftir veikindi fyrir nokkrum árum og vilja sumir meina að það hafi komið úr múslima, sem óhreinki hana og skýri þessa hegðun. Stutt er síðan indverska fréttakonan Rana Ayyub varð fyrir áreiti og fékk fjölda hótana um morð og nauðgun. Það var vegna falsaðra Twitter pósta sem virtust sýna hana móðga hindúa en hún er sjálf múslimi. Mannréttindastjóri Sameinuðu þjóðanna hvatti indversk stjórnvöld til að veita Ayyub aukna vernd í kjölfarið. Hluti af vandamálinu er að net-tröllin eru mörg fylgjendur Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands. Hann er harðlínumaður, þjóðernissinni og strangtrúaður hindúi. Modi var mikið gagnrýndur fyrir þremur árum þegar hann bauð 150 vinsælum Twitter notendum úr þessum hópi til fundar á heimili sínu. Í þeim hópi voru menn sem höfðu beitt konur grófu kynferðislegu áreiti á samfélagsmiðlum. Modi er næstvinsælasti stjórnmálamaður heims á Twitter, með 43 rúmlega milljónir fylgjenda. Í heimi stjórnmálanna er aðeins Donald Trump með fleiri fylgjendur, rúmar 53 milljónir.
Tengdar fréttir Ríkisstjóri segir Indverja hafa fundið upp internetið fyrir þúsundum ára Biplab Deb, ríkisstjóri í Tripura á Indlandi, hefur uppskorið bæði reiði og háð vegna þeirra ummæla sinna að internetið hafi verið fundið upp af Indverjum til forna. 18. apríl 2018 12:26 Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04 Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Ríkisstjóri segir Indverja hafa fundið upp internetið fyrir þúsundum ára Biplab Deb, ríkisstjóri í Tripura á Indlandi, hefur uppskorið bæði reiði og háð vegna þeirra ummæla sinna að internetið hafi verið fundið upp af Indverjum til forna. 18. apríl 2018 12:26
Dauðarefsing við nauðgunum á Indlandi Ríkisstjórn Indlands hefur samþykkt dauðarefsingu fyrir nauðgara sem hafa nauðgað stúlkum yngri en 12 ára. Á sama tíma var lágmarksrefsing fyrir nauðganir hækkuð. 21. apríl 2018 22:04
Þrjár klukkustundir af hópnauðgun á Indlandi Þessi grimmúðlega árás er ein af fjölmörgum sem hefur átt sér stað á Indlandi og komið hefur illa við samvisku samfélagsins 23. júní 2018 23:55