Eygló nýr stjórnarformaður LÍN Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 1. febrúar 2018 17:52 Eygló Harðardóttir vísir/ernir Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Eygló Harðardóttur stjórnarformann stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Eygló kemur inn í stjórnina ásamt Lárus Sigurði Lárussyni Sigrúnu Elsu Smáradóttur og Teiti Birni Einarssuni, tilnefndan af fjármála- og efnahagsráðherra, í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Hlutverk stjórnar sjóðsins er meðal annars að veita námslán, innheimta námslán, annast gagnasöfnun varðandi þörf námsmanna á námslánum, og annast fjármál sjóðsins og gerð fjárhagsáætlana. Stjórnin setur úthlutunarreglur sem eru lagðar fram til kynningar og staðfestar af ráðherra eigi síðar en 1. apríl ár hvert. Eygló er fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna 2013-2016. Hún var alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn frá 2009-2017 og sat meðal annars í menntamálanefnd 2009 – 2011, og allsherjar- og menntamálanefnd 2011 og 2017. Lárus Sigurður Lárusson er nýr varaformaður stjórnar en hann hefur meistarapróf í lögum auk málflutningsréttinda og starfar sem lögmaður hjá Lögmönnum Sundagörðum. Áður var hann lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu og þar áður hjá Persónuvernd. Sigrún Elsa Smáradóttir er matvæla og viðskiptafræðingur MBA. Sigrún starfaði sem markaðsstjóri 1996-2008 og var varaborgarfulltrúi og borgarfulltrúi 1998-2010. Sigrún Elsa hefur einnig setið í stjórn Sparisjóðs Bolungarvíkur, stjórn Lánatryggingarsjóðs Kvenna og var varamaður í bankaráði Seðlabankans. Í dag starfar Sigrún Elsa sem framkvæmdastjóri Iceland Exclusive Travel. Teitur Björn Einarsson er skipaður samkvæmt tilnefningu fjármála- og efnahagsráðherra. Hann hefur lokið prófi í lögum auk málflutningsréttinda. Teitur var alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn 2016-2017 og var aðstoðamaður fjármála- og efnahagsráðherra 2014-2016. Fyrir í stjórninni eru: Ragnar Auðun Árnason, tilnefndur af SHÍ Jóhann Gunnar Þórarinsson, tilnefndur af SÍNE Rebekka Rún Jóhannesdóttir, tilnefnd af BÍSN Hildur Björgvinsdóttir, tilnefnd af SÍF Vistaskipti Mest lesið Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira
Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra hefur skipað Eygló Harðardóttur stjórnarformann stjórnar Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Eygló kemur inn í stjórnina ásamt Lárus Sigurði Lárussyni Sigrúnu Elsu Smáradóttur og Teiti Birni Einarssuni, tilnefndan af fjármála- og efnahagsráðherra, í stjórn Lánasjóðs íslenskra námsmanna. Hlutverk stjórnar sjóðsins er meðal annars að veita námslán, innheimta námslán, annast gagnasöfnun varðandi þörf námsmanna á námslánum, og annast fjármál sjóðsins og gerð fjárhagsáætlana. Stjórnin setur úthlutunarreglur sem eru lagðar fram til kynningar og staðfestar af ráðherra eigi síðar en 1. apríl ár hvert. Eygló er fyrrverandi félags- og húsnæðismálaráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna 2013-2016. Hún var alþingismaður fyrir Framsóknarflokkinn frá 2009-2017 og sat meðal annars í menntamálanefnd 2009 – 2011, og allsherjar- og menntamálanefnd 2011 og 2017. Lárus Sigurður Lárusson er nýr varaformaður stjórnar en hann hefur meistarapróf í lögum auk málflutningsréttinda og starfar sem lögmaður hjá Lögmönnum Sundagörðum. Áður var hann lögfræðingur hjá Samkeppniseftirlitinu og þar áður hjá Persónuvernd. Sigrún Elsa Smáradóttir er matvæla og viðskiptafræðingur MBA. Sigrún starfaði sem markaðsstjóri 1996-2008 og var varaborgarfulltrúi og borgarfulltrúi 1998-2010. Sigrún Elsa hefur einnig setið í stjórn Sparisjóðs Bolungarvíkur, stjórn Lánatryggingarsjóðs Kvenna og var varamaður í bankaráði Seðlabankans. Í dag starfar Sigrún Elsa sem framkvæmdastjóri Iceland Exclusive Travel. Teitur Björn Einarsson er skipaður samkvæmt tilnefningu fjármála- og efnahagsráðherra. Hann hefur lokið prófi í lögum auk málflutningsréttinda. Teitur var alþingismaður fyrir Sjálfstæðisflokkinn 2016-2017 og var aðstoðamaður fjármála- og efnahagsráðherra 2014-2016. Fyrir í stjórninni eru: Ragnar Auðun Árnason, tilnefndur af SHÍ Jóhann Gunnar Þórarinsson, tilnefndur af SÍNE Rebekka Rún Jóhannesdóttir, tilnefnd af BÍSN Hildur Björgvinsdóttir, tilnefnd af SÍF
Vistaskipti Mest lesið Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Viðskipti erlent „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Viðskipti innlent Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Viðskipti innlent Hermann í Kemi: „Kom mér mjög á óvart að verða svona ástfanginn“ Atvinnulíf Allt eða ekkert gellan sem er sjúk í Love is Blind Atvinnulíf Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Að sporna við neikvæðum áhrifum neikvæðra frétta Atvinnulíf Fleiri fréttir Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjá meira