Erlent

Börðu þriggja ára barn til bana með hafnaboltakylfu í refsingarskyni

Samúel Karl Ólason skrifar
Þegar lögreglu bar að garði voru sjúkraflutningamenn að gera endurlífgunartilraunir á drengnum. Þeir sögðu lögregluþjónum að útlit væri fyrir að hann hefði ekki andað um nokkuð skeið.
Þegar lögreglu bar að garði voru sjúkraflutningamenn að gera endurlífgunartilraunir á drengnum. Þeir sögðu lögregluþjónum að útlit væri fyrir að hann hefði ekki andað um nokkuð skeið. Vísir/Getty
Tvær systur í Atlanta í Bandaríkjunum hafa verið ákærðar fyrir morð og eru sakaðar um að berja þriggja ára dreng til bana með hafnaboltakylfu. Þær voru að refsa drengnum fyrir að hafa stolist til að borða bollaköku. Drengurinn dó í október en konurnar voru ekki ákærðar fyrr en á þriðjudaginn.

Það var gert eftir að krufning leiddi í ljós að drengurinn, Kejuan Mason, hefði dáið vegna högga í höfuð og búk hans. Hann var þakinn marblettum en önnur af systrunum Glenndria og LaShirley Morris, rassskellti hann á meðan hin barði hann í skrokkinn með hafnaboltakylfu.

Glenndria var forráðamaður drengsins.



Þær héldu því upprunalega fram að drengurinn hefði kafnað á bollakökunni. Önnur systirin, Glenndria Morris, breytti svo sögu sinni og sagði að hann kakan hefði staðið í honum en tekist hefði að losa hana. Svo hafi drengurinn verið settur í háttinn og næst þegar kíkt var á hann hafi hann ekki andað.

Þegar lögreglu bar að garði voru sjúkraflutningamenn að gera endurlífgunartilraunir á drengnum. Þeir sögðu lögregluþjónum að útlit væri fyrir að hann hefði ekki andað um nokkuð skeið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×