Íslenskt „golfeinvígi“ í Ástralíu í lok febrúar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2018 16:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni GSÍ/Seth Íslensku atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni keppa báðar á sama móti á evrópsku LET Evrópumótaröðinni undir lok þessa mánaðar. Golfsamband Íslands segir frá því að þær verði báðar meðal keppenda á Classic Bonville mótinu í Ástralíu sem fer fram 22. til 25. febrúar. Bonville golfvöllurinn er á austurströnd Ástralíu mitt á milli Sydney og Brisbane. Mótið er eins og áður sagði hluti af LET Evrópumótaröðinni og er Ólafía með keppnisrétt á þeirri mótaröð samhliða keppnisréttinum á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Valdís Þóra er stödd út í Ástralíu þessa dagana en hún er að keppa á Oates Vic mótinu norður af Melbourne og spilaði á tveimur höggum yfir pari á fyrsta hringnum. Það er fyrsta mót ársins hjá Valdísi Þóru en Ólafía Þórunn náði 26. sæti á sínu fyrsta LPGA-móti á tímabilinu sem var Pure Silk mótið á Bahamaeyjum. Classic Bonville mótið verður þriðja mótið hjá Ólafíu Þórunni á tímabilinu því vikuna á undan keppir hún á ISPS Handa mótinu í Adelaide í Ástralíu sem fram fer 12. til 18. febrúar næstkomandi. Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Íslensku atvinnukylfingarnir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir úr GR og Valdís Þóra Jónsdóttir úr Leyni keppa báðar á sama móti á evrópsku LET Evrópumótaröðinni undir lok þessa mánaðar. Golfsamband Íslands segir frá því að þær verði báðar meðal keppenda á Classic Bonville mótinu í Ástralíu sem fer fram 22. til 25. febrúar. Bonville golfvöllurinn er á austurströnd Ástralíu mitt á milli Sydney og Brisbane. Mótið er eins og áður sagði hluti af LET Evrópumótaröðinni og er Ólafía með keppnisrétt á þeirri mótaröð samhliða keppnisréttinum á LPGA mótaröðinni í Bandaríkjunum. Valdís Þóra er stödd út í Ástralíu þessa dagana en hún er að keppa á Oates Vic mótinu norður af Melbourne og spilaði á tveimur höggum yfir pari á fyrsta hringnum. Það er fyrsta mót ársins hjá Valdísi Þóru en Ólafía Þórunn náði 26. sæti á sínu fyrsta LPGA-móti á tímabilinu sem var Pure Silk mótið á Bahamaeyjum. Classic Bonville mótið verður þriðja mótið hjá Ólafíu Þórunni á tímabilinu því vikuna á undan keppir hún á ISPS Handa mótinu í Adelaide í Ástralíu sem fram fer 12. til 18. febrúar næstkomandi.
Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira