Viðskipti innlent

Stefán Ólafsson ráðinn til Eflingar

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, hefur verið ráðinn til starfa sem sérfræðingur í vinnumarkaðs-og lífskjararannsóknum hjá stéttarfélaginu Eflingu.
Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, hefur verið ráðinn til starfa sem sérfræðingur í vinnumarkaðs-og lífskjararannsóknum hjá stéttarfélaginu Eflingu. Efling stéttarfélag
Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, hefur verið ráðinn til starfa sem sérfræðingur í vinnumarkaðs-og lífskjararannsóknum hjá stéttarfélaginu Eflingu.

Hjá Eflingu mun Stefán leiða rannsóknar-og greiningarvinnu auk þess sem hann verður Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, og stjórn Eflingar til ráðgjafar um stefnumótun í kjaramálum. Hann verður í hálfu starfi meðfram því sem hann stundar áfram rannsóknir og kennslu.

Stefán á að baki afkastamikinn feril sem fræðimaður og er höfundur rita um lífskjör og velferð á Íslandi. Hann lauk doktorsprófi í félagsfræði árið 1982 frá Oxford háskóla og hefur verið fastráðinn við Háskóla Íslands síðan 1979.

Að því er fram kemur í tilkynningu frá stéttarfélaginu styrkir ráðningin mjög stöðu Eflingar þegar komi að getu til sjálfstæðrar rannsóknarvinnu og stefnumótunar.

„Það eru ekki margir fræðimenn sem hafa sérhæft sig í aðstæðum hinna verst settu á Íslandi og að einn sá fremsti þeirra sé kominn til starfa hjá Eflingu er gríðarlegur styrkur. Rannsóknir Stefáns á ójöfnuði eru sláandi og segja allt aðra sögu en málflutningur SA og ASÍ. Ég mun leggja mikla áherslu á baráttuna gegn ójöfnuði í komandi kjarasamningum og að hafa Stefán mér við hlið í þeirri baráttu verður ómetanlegt,“ segir Sólveig Anna, formaður Eflingar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×