Íran gæti hætt þátttöku í banni við útbreiðslu kjarnavopna Kjartan Kjartansson skrifar 24. apríl 2018 10:27 Macron Frakklandsforseti (t.h.) reynir nú að tala um fyrir Trump Bandaríkjaforseta (t.v.) um kjarnorkusamninginn við Íran. Vísir/AFP Yfirmaður þjóðaröryggisráðs Írans hótar því að Íranir gætu dregið sig út úr samningnum um bann við útbreiðslu kjarnavopna ef Donald Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015. Trump hefur gert sig líklegan til að rifta samningnum sem fól í sér að refsiaðgerðum yrði aflétt af Íran gegn því að ráðamenn þar hættu við kjarnorkuframleiðslu sína. Hann hefur gefið Evrópuþjóðum frest til 12. maí til að lagfæra það sem hann telur „hræðilega galla“ á samningnum. Ali Shamkhani, formaður þjóðaröryggisráðs Írans, sagði á blaðamannafundi að það væri einn af þremur kostum sem írönsk stjórnvöld skoðuðu að hætta þátttöku í alþjóðlegu banni við útbreiðslu kjarnavopna ef Trump riftir kjarnorkusamningnum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Íran hefur átt aðild að samningnum um bann við útbreiðslu kjarnavopna frá 1970. Hassan Rouhani, forseti Írans, varaði Trump einnig við „alvarlegum afleiðingum“ þess að rifta samningnum frá 2015. Bandaríkin, Kína, Rússland, Bretland, Frakkland og Þýskaland gerðu samninginn við Íran. Bandamenn Bandaríkjamanna hafa undanfarið þrýst á Trump að rifta samningnum ekki. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og var búist við því að hann tæki málið upp við Trump. Eins er búist við þvi að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, geri slíkt það sama við Bandaríkjaforseta þegar þau hittast á föstudag. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Yfirmaður þjóðaröryggisráðs Írans hótar því að Íranir gætu dregið sig út úr samningnum um bann við útbreiðslu kjarnavopna ef Donald Trump Bandaríkjaforseti riftir kjarnorkusamningnum sem heimsveldin gerðu við Íran árið 2015. Trump hefur gert sig líklegan til að rifta samningnum sem fól í sér að refsiaðgerðum yrði aflétt af Íran gegn því að ráðamenn þar hættu við kjarnorkuframleiðslu sína. Hann hefur gefið Evrópuþjóðum frest til 12. maí til að lagfæra það sem hann telur „hræðilega galla“ á samningnum. Ali Shamkhani, formaður þjóðaröryggisráðs Írans, sagði á blaðamannafundi að það væri einn af þremur kostum sem írönsk stjórnvöld skoðuðu að hætta þátttöku í alþjóðlegu banni við útbreiðslu kjarnavopna ef Trump riftir kjarnorkusamningnum, að því er segir í frétt Reuters-fréttastofunnar. Íran hefur átt aðild að samningnum um bann við útbreiðslu kjarnavopna frá 1970. Hassan Rouhani, forseti Írans, varaði Trump einnig við „alvarlegum afleiðingum“ þess að rifta samningnum frá 2015. Bandaríkin, Kína, Rússland, Bretland, Frakkland og Þýskaland gerðu samninginn við Íran. Bandamenn Bandaríkjamanna hafa undanfarið þrýst á Trump að rifta samningnum ekki. Emmanuel Macron, forseti Frakklands, er nú í opinberri heimsókn í Bandaríkjunum og var búist við því að hann tæki málið upp við Trump. Eins er búist við þvi að Angela Merkel, kanslari Þýskalands, geri slíkt það sama við Bandaríkjaforseta þegar þau hittast á föstudag.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Innlent Nýtt met slegið í fjölda giftinga Innlent Fleiri fréttir Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Mæðgur alvarlega særðar eftir sprengingu í úthverfi Stokkhólms Rússar segjast hafa handsamað morðingja herforingjans Ökumaðurinn í Vancouver ákærður fyrir manndráp Sixtínsku kapellunni lokað vegna páfakjörs Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Kjördagur framundan í Kanada Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Ellefu manns látnir og talan gæti hækkað Rúmur helmingur óhress með Trump Eðlilegt að endurskoða sjálfstjórnarlögin Framtíðin sé járntjald frá Finnlandi niður að Svartahafi Gröf Frans páfa opin gestum Bréf ritað um borð í Titanic seldist á tugi milljóna Sprenging í Íran varð 25 að bana Níu létust í árásinni í Vancouver Úkraínskir hermenn séu farnir úr Kúrsk með hjálp Norður-Kóreu Segir Pútin ekki vilja enda stríðið Hittust í fyrsta sinn eftir að upp úr sauð Myndir: Ráðamenn heims fylgja Frans páfa til hinstu hvílu Virginia Giuffre er látin Bein útsending: Útför Frans Páfa Bandaríkin vilja láta meira undan Rússum en Evrópa Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Þrír látnir og tugir særðir Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Sjá meira
Hvetja Trump til að rifta ekki kjarnorkusamkomulaginu Trump hefur ítrekað hótað því að ef bandamenn Bandaríkjanna í Evrópu lagi ekki „hræðilega galla“ í samkomulaginu fyrir 12. maí muni hann beita viðskiptaþvingunum gegn Íran aftur. 23. apríl 2018 17:02