Staða WOW air hafi verið verst geymda leyndarmál íslensks efnahagslífs Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 6. nóvember 2018 18:43 Jóhannes Þór Skúlason formaður Samtaka ferðaþjónustunnar segir að kaup Icelandair Group á WOW air hafi að mestu eytt óvissuástandi innan ferðaþjónustunnar á Íslandi. Samsett mynd Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að erfið staða WOW air hafi verið verst geymda leyndarmál íslensks efnahagslífs. Kaup Icelandair Group á WOW air, sem tilkynnt var um gær, hafi því verið ákveðinn léttir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi því samruninn, gangi hann eftir, eyðir þeirri óvissu sem verið hefur í ferðaþjónustunni á Íslandi. „Það kom greinilega í ljós um síðustu mánaðamót að staðan væri jafnvel verri en menn voru að vonast til,“ segir Jóhannes Þór sem var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis í dag.Hefði þýtt stórt áfall fyrir efnahagslífið Án samrunans hefði staðan geta orðið mun verri fyrir ferðaþjónustuna hér á landi. „Hinn kosturinn í stöðunni var það að WOW hyrfi af markaði og það hefði þýtt mjög mikið og stórt áfall fyrir ferðaþjónustuna og þar með íslenskt efnahagslíf í heild sinni.“ Hann tekur mið af greiningu samráðshóps Stjórnarráðsins sem hafi gert ráð fyrir afdrifaríkum afleiðingum eins og atvinnuleysi og lækkun á hagvexti hefði annað hvort flugfélaganna farið í þrot.Kaup Icelandair Group á WOW air voru tillkynnt í gær.Óvissunni að mestu eytt „Menn horfa þá inn í næsta vetur og sumar með vissu um hvernig þetta muni verða. Svo verðum við að sjá hvernig aðrir hlutir þróast í þessu, hvernig Icelandair ætlar að haga þessum samruna og hvaða leiðir þeir ætla að leggja áherslu á og svo framvegis,“ segir Jóhannes Þór. Hann segir að ferðaþjónustufyrirtæki hafi þurft að glíma við mikinn kostnað að undanförnu, bæði vegna gengis-og launaþróunar og að fyrirsjáanleiki sé því kærkominn fyrir efnahagslífið. Tímaspursmál hvenær miðaverð hækkar Jóhannes Þór segir að það sé eðlilegt að landsmenn séu að velta fyrir sér mögulegum áhrifum samrunans fyrir hinn almenna neytanda. Hann segir að það sé nær óhjákvæmilegt að flumiðaverð muni hækka með tíð og tíma bæði í ljósi þess að aukin samkeppni hafi keyrt niður miðaverð og vegna hás olíuverðs. „Það er bara tímaspursmál hvenær það [miðaverð hækki] gerist og það á ekki bara við um Ísland og íslensk flugfélög, það á við í rauninni um flugfargjöld yfir Atlantshafið og í heiminum yfir höfuð,“ segir Jóhannes Þór sem bætir við að ein af undirrótum vanda WOW air hafi verið hvað flugfargjöld hafi lækkað mikið á undanförnum árum. Jóhannes Þór telur því óhætt að áætla að farmiðaverð muni hækka upp að einhverju marki en bætir við að það sé að öllum líkindum óþarfi að hafa áhyggjur af því að það muni hækka upp í rjáfur.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar í heild. Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25 Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52 Segir óþarft að óttast fákeppni eftir samrunann Sameining Icelandair og WOW eru frábær tíðindi að mati hagfræðingsins Heiðars Guðjónssonar. 6. nóvember 2018 12:15 Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Jóhannes Þór Skúlason framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar segir að erfið staða WOW air hafi verið verst geymda leyndarmál íslensks efnahagslífs. Kaup Icelandair Group á WOW air, sem tilkynnt var um gær, hafi því verið ákveðinn léttir fyrir ferðaþjónustufyrirtæki á Íslandi því samruninn, gangi hann eftir, eyðir þeirri óvissu sem verið hefur í ferðaþjónustunni á Íslandi. „Það kom greinilega í ljós um síðustu mánaðamót að staðan væri jafnvel verri en menn voru að vonast til,“ segir Jóhannes Þór sem var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis í dag.Hefði þýtt stórt áfall fyrir efnahagslífið Án samrunans hefði staðan geta orðið mun verri fyrir ferðaþjónustuna hér á landi. „Hinn kosturinn í stöðunni var það að WOW hyrfi af markaði og það hefði þýtt mjög mikið og stórt áfall fyrir ferðaþjónustuna og þar með íslenskt efnahagslíf í heild sinni.“ Hann tekur mið af greiningu samráðshóps Stjórnarráðsins sem hafi gert ráð fyrir afdrifaríkum afleiðingum eins og atvinnuleysi og lækkun á hagvexti hefði annað hvort flugfélaganna farið í þrot.Kaup Icelandair Group á WOW air voru tillkynnt í gær.Óvissunni að mestu eytt „Menn horfa þá inn í næsta vetur og sumar með vissu um hvernig þetta muni verða. Svo verðum við að sjá hvernig aðrir hlutir þróast í þessu, hvernig Icelandair ætlar að haga þessum samruna og hvaða leiðir þeir ætla að leggja áherslu á og svo framvegis,“ segir Jóhannes Þór. Hann segir að ferðaþjónustufyrirtæki hafi þurft að glíma við mikinn kostnað að undanförnu, bæði vegna gengis-og launaþróunar og að fyrirsjáanleiki sé því kærkominn fyrir efnahagslífið. Tímaspursmál hvenær miðaverð hækkar Jóhannes Þór segir að það sé eðlilegt að landsmenn séu að velta fyrir sér mögulegum áhrifum samrunans fyrir hinn almenna neytanda. Hann segir að það sé nær óhjákvæmilegt að flumiðaverð muni hækka með tíð og tíma bæði í ljósi þess að aukin samkeppni hafi keyrt niður miðaverð og vegna hás olíuverðs. „Það er bara tímaspursmál hvenær það [miðaverð hækki] gerist og það á ekki bara við um Ísland og íslensk flugfélög, það á við í rauninni um flugfargjöld yfir Atlantshafið og í heiminum yfir höfuð,“ segir Jóhannes Þór sem bætir við að ein af undirrótum vanda WOW air hafi verið hvað flugfargjöld hafi lækkað mikið á undanförnum árum. Jóhannes Þór telur því óhætt að áætla að farmiðaverð muni hækka upp að einhverju marki en bætir við að það sé að öllum líkindum óþarfi að hafa áhyggjur af því að það muni hækka upp í rjáfur.Í spilaranum hér að neðan er hægt að hlusta á viðtalið við framkvæmdastjóra Samtaka ferðaþjónustunnar í heild.
Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair WOW Air Tengdar fréttir Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25 Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52 Segir óþarft að óttast fákeppni eftir samrunann Sameining Icelandair og WOW eru frábær tíðindi að mati hagfræðingsins Heiðars Guðjónssonar. 6. nóvember 2018 12:15 Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15 Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30 Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Skúli Mogensen: Einhverjir erfiðustu 72 tímar í lífi mínu Skúli Mogensen, stofnandi WOW Air, segir að síðustu þrír sólarhringar hafi verið einhverjir þeir erfiðustu í lífi hans. Ákvörðunin um að selja flugfélagið til Icelandair hafi verið honum þungbær en um leið segist hann telja að það hafi verið rétt ákvörðun. 6. nóvember 2018 14:25
Icelandair kaupir WOW air Stjórn Icelandair Group hefur gert kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í flugfélaginu WOW air. Kaupin eru m.a. gerð með fyrirvara um samþykki hluthafafundar Icelandair Group, samþykki Samkeppniseftirlitsins og niðurstöðu áreiðanleikakönnunar. 5. nóvember 2018 11:52
Segir óþarft að óttast fákeppni eftir samrunann Sameining Icelandair og WOW eru frábær tíðindi að mati hagfræðingsins Heiðars Guðjónssonar. 6. nóvember 2018 12:15
Með flóknari samrunamálum hér á landi Samkvæmt reglum samkeppnisréttar getur samruni fyrirtækis á fallanda fæti, til dæmis fyrirtækis á barmi gjaldþrots, verið heimilaður þrátt fyrir að samruninn sé skaðlegur samkeppni. 6. nóvember 2018 07:15
Þurfti að ráða „hálfa þjóðina“ í vinnu til að fólk færi að hafa trú á WOW Einn af fyrstu starfsmönnum WOW Air segir fólk hafa haft litla trú á flugfélagi Skúla Mogensen til að byrja með. 6. nóvember 2018 15:30