Herinn í viðbragðsstöðu vegna Brexit Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 18. desember 2018 23:51 Gert er ráð fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu 29. mars með eða án samnings og ríkisstjórnin býr sig undir það versta. vísir/ap Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að setja breska herinn í viðbragðsstöðu til að búa sig undir þann möguleika að Bretland fari úr Evrópusambandinu án samnings í lok mars á næsta ári en hvorki gengur né rekur að sigla Brexit-sáttmálanum í höfn. Á þriðjudaginn síðasta átti að fara fram atkvæðagreiðsla um samninginn en Theresa May forsætisráðherra Bretlands sló henni á frest því hún vissi að hann yrði felldur í þinginu. Á skyndifundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu í dag sammæltust ráðherrarnir um að ráðast að fullum krafti í að búa almenning og stofnanir landsins undir að takast á við þá erfiðleika sem gætu komið upp ef enginn samningur verður fyrir hendi í lok mars. Ríkisstjórnin hefur smíðað svokallaðar „varaáætlanir“ fari það svo að Bretland yfirgefi sambandið án samnings. Í áætlunum ríkisstjórnarinnar felst að 3500 hermenn verða í viðbragðsstöðu, upplýsingabæklingum verður dreift til fyrirtækja um hugsanlegra breytinga á landamærum og þannig á inn-og útflutningi að því er fram kemur á vef Sky News. Tveir milljarðar punda verða eyrnamerktir samningslausu Brexit, landsmenn munu fá upplýsingar um hvernig þeir eigi að undirbúa sig ef engir samningar nást og þá fer einnig auglýsingaherferð í gang. Auk þessa verður neyðarnefnd bresku ríkisstjórnarinnar COBRA virkjuð – en hún er virkjuð þegar neyðarástand skapast í landinu – og mun hún funda reglulega. Gert er ráð fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu 29. mars með eða án samnings. Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ætlar að leggja fram vantrauststillögu á May Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands,tilkynnti í dag að hann hygðist leggja fram vantrauststillögu gegn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanni Íhaldsflokksins. 17. desember 2018 21:26 Ríkisstjórn May býr sig undir að ganga úr ESB án samnings Talsmaður breska forsætisráðherrann segir hann tilbúinn að ganga úr ESB í lok mars án útgöngusamnings. 17. desember 2018 12:35 Fordæmir ákall Blair eftir nýrri Brexit atkvæðagreiðslu May segir Blair grafa undan BRexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 16. desember 2018 10:04 Bandamenn sagðir undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu án vitundar May Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. 16. desember 2018 19:06 Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við þjóðina May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun. 16. desember 2018 23:19 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Yfirvöld í Bretlandi hafa ákveðið að setja breska herinn í viðbragðsstöðu til að búa sig undir þann möguleika að Bretland fari úr Evrópusambandinu án samnings í lok mars á næsta ári en hvorki gengur né rekur að sigla Brexit-sáttmálanum í höfn. Á þriðjudaginn síðasta átti að fara fram atkvæðagreiðsla um samninginn en Theresa May forsætisráðherra Bretlands sló henni á frest því hún vissi að hann yrði felldur í þinginu. Á skyndifundi ríkisstjórnarinnar í hádeginu í dag sammæltust ráðherrarnir um að ráðast að fullum krafti í að búa almenning og stofnanir landsins undir að takast á við þá erfiðleika sem gætu komið upp ef enginn samningur verður fyrir hendi í lok mars. Ríkisstjórnin hefur smíðað svokallaðar „varaáætlanir“ fari það svo að Bretland yfirgefi sambandið án samnings. Í áætlunum ríkisstjórnarinnar felst að 3500 hermenn verða í viðbragðsstöðu, upplýsingabæklingum verður dreift til fyrirtækja um hugsanlegra breytinga á landamærum og þannig á inn-og útflutningi að því er fram kemur á vef Sky News. Tveir milljarðar punda verða eyrnamerktir samningslausu Brexit, landsmenn munu fá upplýsingar um hvernig þeir eigi að undirbúa sig ef engir samningar nást og þá fer einnig auglýsingaherferð í gang. Auk þessa verður neyðarnefnd bresku ríkisstjórnarinnar COBRA virkjuð – en hún er virkjuð þegar neyðarástand skapast í landinu – og mun hún funda reglulega. Gert er ráð fyrir því að Bretar gangi úr Evrópusambandinu 29. mars með eða án samnings.
Bretland Brexit Evrópusambandið Tengdar fréttir Ætlar að leggja fram vantrauststillögu á May Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands,tilkynnti í dag að hann hygðist leggja fram vantrauststillögu gegn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanni Íhaldsflokksins. 17. desember 2018 21:26 Ríkisstjórn May býr sig undir að ganga úr ESB án samnings Talsmaður breska forsætisráðherrann segir hann tilbúinn að ganga úr ESB í lok mars án útgöngusamnings. 17. desember 2018 12:35 Fordæmir ákall Blair eftir nýrri Brexit atkvæðagreiðslu May segir Blair grafa undan BRexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 16. desember 2018 10:04 Bandamenn sagðir undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu án vitundar May Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. 16. desember 2018 19:06 Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við þjóðina May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun. 16. desember 2018 23:19 Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Banaslys á Þingvallavegi Innlent Fleiri fréttir Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Taldi sig vera að drepa Palestínubúa sem reyndust vera Ísraelar Sjá meira
Ætlar að leggja fram vantrauststillögu á May Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokks Bretlands,tilkynnti í dag að hann hygðist leggja fram vantrauststillögu gegn Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanni Íhaldsflokksins. 17. desember 2018 21:26
Ríkisstjórn May býr sig undir að ganga úr ESB án samnings Talsmaður breska forsætisráðherrann segir hann tilbúinn að ganga úr ESB í lok mars án útgöngusamnings. 17. desember 2018 12:35
Fordæmir ákall Blair eftir nýrri Brexit atkvæðagreiðslu May segir Blair grafa undan BRexit viðræðum með því að kalla eftir annarri atkvæðagreiðslu um útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu. 16. desember 2018 10:04
Bandamenn sagðir undirbúa þjóðaratkvæðagreiðslu án vitundar May Tveir af nánustu bandamönnum Theresu May forsætisráðherra Bretlands eru sagðir taka þátt baktjaldamakki með þingmönnum Verkamannaflokksins um nýja þjóðaratkvæðagreiðslu um Brexit án vitundar forsætisráðherrans. 16. desember 2018 19:06
Önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við þjóðina May segir að önnur þjóðaratkvæðagreiðsla væri svik við bresku þjóðina sem hafi nú þegar sagt sína meiningu í atkvæðagreiðslunni árið 2015. Þetta segir May í forsíðuviðtali hjá The Guardian sem verður birt á morgun. 16. desember 2018 23:19