Manchester United búið að reka Jose Mourinho Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2018 09:54 Jose Mourinho. Vísir/Getty Jose Mourinho lifði af sautjánda desember en ekki þann átjánda. Manchester United hefur ákveðið að reka knattspyrnustjóra sinn. Manchester United sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að portúgalski stjórinn hafi yfirgefið félagið. Manchester United þakkaði Mourinho fyrir vinnu sína sem stjóri Manchester United en hann tók við liðinu sumarið 2016. Honum er einnig óskað góðs gengis í framtíðinni. Manchester United has announced that Jose Mourinho has left the Club. We would like to thank him for his work during his time at Manchester United and wish him success in the future. #MUFC — Manchester United (@ManUtd) December 18, 2018 Manchester United er 19 stigum á eftir toppliði Liverpool eftir 3-1 tap á Anfield um síðustu helgi. Liverpool yfirspilaði United-liðið stærsta hluta leiksins. Það kemur fram í fréttatilkynningunni að Manchester United mun ekki ráða framtíðarstjóra strax heldur verður stjóri ráðinn tímabundið til að klára þetta tímabil. United vann aðeins einu sinni í síðustu sex deildarleikjum sínum undir stjórn Mourinho og gerði þar jafntefli við bæði Southampton og Crystal Palace. Manchester United er í sjötta sæti deildarinnar en það eru ellefu stig í fjórða og síðasta sætið sem hefur þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Manchester United er hinsvegar komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir franska liðinu Paris Saint Germain í febrúar og mars. 26 - Manchester United have picked up 26 points after their first 17 league games this season under Jose Mourinho; their worst points haul in the top-flight at this stage since 1990-91 (also 26 points). Dip. pic.twitter.com/I9iHo1uqVQ — OptaJoe (@OptaJoe) December 18, 2018Hinn 55 ára gamli Jose Mourinho var rekinn frá Chelsea 17. desember 2015 aðeins sjö mánuðum eftir að hann gerði félagið að Englandsmeisturum í þriðja sinn. Hann hafði áður hætt óvænt hjá Chelsea 20. september 2007 en það var sagt vera sameiginleg ákvörðun. Það munaði því aðeins einum degi að Mourinho hafi verið rekinn tvisvar frá ensku úrvalsdeildarliði á sama mánaðardegi. Ákvörðunin um þennan brottrekstur var þó væntanlega tekin í gær 17. desember 2018. Enski boltinn Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira
Jose Mourinho lifði af sautjánda desember en ekki þann átjánda. Manchester United hefur ákveðið að reka knattspyrnustjóra sinn. Manchester United sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem kemur fram að portúgalski stjórinn hafi yfirgefið félagið. Manchester United þakkaði Mourinho fyrir vinnu sína sem stjóri Manchester United en hann tók við liðinu sumarið 2016. Honum er einnig óskað góðs gengis í framtíðinni. Manchester United has announced that Jose Mourinho has left the Club. We would like to thank him for his work during his time at Manchester United and wish him success in the future. #MUFC — Manchester United (@ManUtd) December 18, 2018 Manchester United er 19 stigum á eftir toppliði Liverpool eftir 3-1 tap á Anfield um síðustu helgi. Liverpool yfirspilaði United-liðið stærsta hluta leiksins. Það kemur fram í fréttatilkynningunni að Manchester United mun ekki ráða framtíðarstjóra strax heldur verður stjóri ráðinn tímabundið til að klára þetta tímabil. United vann aðeins einu sinni í síðustu sex deildarleikjum sínum undir stjórn Mourinho og gerði þar jafntefli við bæði Southampton og Crystal Palace. Manchester United er í sjötta sæti deildarinnar en það eru ellefu stig í fjórða og síðasta sætið sem hefur þátttökurétt í Meistaradeildinni á næstu leiktíð. Manchester United er hinsvegar komið áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar þar sem liðið mætir franska liðinu Paris Saint Germain í febrúar og mars. 26 - Manchester United have picked up 26 points after their first 17 league games this season under Jose Mourinho; their worst points haul in the top-flight at this stage since 1990-91 (also 26 points). Dip. pic.twitter.com/I9iHo1uqVQ — OptaJoe (@OptaJoe) December 18, 2018Hinn 55 ára gamli Jose Mourinho var rekinn frá Chelsea 17. desember 2015 aðeins sjö mánuðum eftir að hann gerði félagið að Englandsmeisturum í þriðja sinn. Hann hafði áður hætt óvænt hjá Chelsea 20. september 2007 en það var sagt vera sameiginleg ákvörðun. Það munaði því aðeins einum degi að Mourinho hafi verið rekinn tvisvar frá ensku úrvalsdeildarliði á sama mánaðardegi. Ákvörðunin um þennan brottrekstur var þó væntanlega tekin í gær 17. desember 2018.
Enski boltinn Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Dagskráin: Pílan hefst aftur í dag Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út Fótbolti Fleiri fréttir Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Veltir því fyrir sér hvort nýja Liverpool þríeykið sé betra Cristiano Ronaldo: Ef ég ætti Man. United þá myndi ég leysa vandann Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Ófarir Spurs halda áfram Enduðu árið með stæl Kærkominn sigur City Ratcliffe áfram með niðurskurðarhnífinn á lofti Stefán Teitur og félagar kvöddu árið með sigri Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Skilaboð frá Klopp minntu hann á áfangann: „Við elskum hann“ „Ég var að skjóta“ Harmur hrokagikksins Haaland City ætlar að kaupa í janúar Gary sem stal jólunum Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Amorim hefur ekki hugmynd um hversu lengi hann verður að laga United Sjá meira