Litla hafpulsan í tjörninni vekur athygli Andri Eysteinsson skrifar 27. október 2018 16:38 Hér sést Litla Hafpulsan á Reykjavíkurtjörn. Vísir/Andri Magnús Eysteinsson Listakonan Steinunn Gunnlaugsdóttir afhjúpaði í gær verk sitt, Litlu hafpulsuna, sem er framlag Steinunnar til Cycle listahátíðarinnar sem fer fram að mestu í Kópavogi. Litla hafpulsan er staðsett í Tjörninni og hefur vakið athygli miðbæjargesta í dag. Borið hefur á því á samfélagsmiðlum að fólk velti því fyrir sér hvað sé þarna komið í tjörnina. Á vef Listahátíðarinnar segir að verkið sé Framlag Steinunnar til 100 ára fullveldisafmælis Íslendinga.Pulsan hefur verið viðfangsefni Steinunnar í þónokkrum verkum hennar en árið 2009 sýndi hún myndbandsverkið Lýðræðið er Pulsa. Í samtali við blaðamann Vísis sagði Steinunn að Pulsan, þjóðarréttur Íslendinga, sé myndlíking hennar við lýðræðið. Steinunn hugðist sýna verkið ásamt innsetningum eða öðrum listformum við hverjar alþingiskosningar. Kosningarnar segir hún samsvara því þegar álegg eru valin á pulsu. Sinnep, remúlaði eða tómatsósa, allt sé þetta svipað og „cheap“.Situr eins og litla danska hafmeyjan á brauðbollu Steinunn segir litlu hafpulsuna hafa komið til hennar sem teikning. „Mér fannst þetta vera fullveldið, sæti eins og litla danska hafmeyjan á svona lítilli brauðbollu og yrði að vera í tjörninni í Reykjavík“ sagði Steinunn og sagði Litlu hafpulsuna vísa í dönsku hafmeyjuna. Sem væri agnarsmá en vekur mikla athygli.Einnig sagði Steinunn aðra túlkunarmöguleika í Hafpulsunni. Kynusli er einn þeirra, reðurtáknið, pulsan sé þarna stert í kvenlegu hafmeyjustellingunni, enda séu hafmeyjur yfirleitt konur í sögum og skáldaminnum.Vonast eftir því að stytta verði í tjörninni það sem eftir er Steinunn segist vonast eftir því að skúlptúrinn verði steyptur í brons og fái að vera í tjörninni það sem eftir er. Reykjavíkurborg hefur þó eingöngu gefið leyfi til að styttan standi í einn til tvo mánuði. Steinunn segir þó erfitt að segja til um það hversu lengi verkið fái að standa enda sé það í almenningsrými og aldrei að vita hvað gerist, hvort sem það sé af mannavöldum eða vegna veðurs. Spurð um athyglina sem Litla Hafpulsan hefur fengið segir Steinunn ekki hafa áttað sig á því hversu áberandi verkið væri fyrr en hulunni var svipt af því í gærkvöldi. Enn fremur sé listin óútreiknanleg að því leyti að það sé aldrei hægt að vita hvort list veki athygli eður ei.Hluti listahátíðarinnar Cycle Eins og áður sagði er Litla Hafpulsan framlag Steinunnar til listahátíðarinnar Cycle ásamt minjagripum sem hún hefur gert, litlar keramikstyttur í líkingu hafpulsunnar og plaggöt. Steinunn segir minjagripina gera pulsuna líkari Litlu hafmeyjunni enda víða hægt að finna styttur myndir og plaggöt með ásjónu hennar. Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir „Náttúruníðingur“ meðal sýnenda á listahátíðinni Cycle Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða. 23. október 2018 15:38 Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
Listakonan Steinunn Gunnlaugsdóttir afhjúpaði í gær verk sitt, Litlu hafpulsuna, sem er framlag Steinunnar til Cycle listahátíðarinnar sem fer fram að mestu í Kópavogi. Litla hafpulsan er staðsett í Tjörninni og hefur vakið athygli miðbæjargesta í dag. Borið hefur á því á samfélagsmiðlum að fólk velti því fyrir sér hvað sé þarna komið í tjörnina. Á vef Listahátíðarinnar segir að verkið sé Framlag Steinunnar til 100 ára fullveldisafmælis Íslendinga.Pulsan hefur verið viðfangsefni Steinunnar í þónokkrum verkum hennar en árið 2009 sýndi hún myndbandsverkið Lýðræðið er Pulsa. Í samtali við blaðamann Vísis sagði Steinunn að Pulsan, þjóðarréttur Íslendinga, sé myndlíking hennar við lýðræðið. Steinunn hugðist sýna verkið ásamt innsetningum eða öðrum listformum við hverjar alþingiskosningar. Kosningarnar segir hún samsvara því þegar álegg eru valin á pulsu. Sinnep, remúlaði eða tómatsósa, allt sé þetta svipað og „cheap“.Situr eins og litla danska hafmeyjan á brauðbollu Steinunn segir litlu hafpulsuna hafa komið til hennar sem teikning. „Mér fannst þetta vera fullveldið, sæti eins og litla danska hafmeyjan á svona lítilli brauðbollu og yrði að vera í tjörninni í Reykjavík“ sagði Steinunn og sagði Litlu hafpulsuna vísa í dönsku hafmeyjuna. Sem væri agnarsmá en vekur mikla athygli.Einnig sagði Steinunn aðra túlkunarmöguleika í Hafpulsunni. Kynusli er einn þeirra, reðurtáknið, pulsan sé þarna stert í kvenlegu hafmeyjustellingunni, enda séu hafmeyjur yfirleitt konur í sögum og skáldaminnum.Vonast eftir því að stytta verði í tjörninni það sem eftir er Steinunn segist vonast eftir því að skúlptúrinn verði steyptur í brons og fái að vera í tjörninni það sem eftir er. Reykjavíkurborg hefur þó eingöngu gefið leyfi til að styttan standi í einn til tvo mánuði. Steinunn segir þó erfitt að segja til um það hversu lengi verkið fái að standa enda sé það í almenningsrými og aldrei að vita hvað gerist, hvort sem það sé af mannavöldum eða vegna veðurs. Spurð um athyglina sem Litla Hafpulsan hefur fengið segir Steinunn ekki hafa áttað sig á því hversu áberandi verkið væri fyrr en hulunni var svipt af því í gærkvöldi. Enn fremur sé listin óútreiknanleg að því leyti að það sé aldrei hægt að vita hvort list veki athygli eður ei.Hluti listahátíðarinnar Cycle Eins og áður sagði er Litla Hafpulsan framlag Steinunnar til listahátíðarinnar Cycle ásamt minjagripum sem hún hefur gert, litlar keramikstyttur í líkingu hafpulsunnar og plaggöt. Steinunn segir minjagripina gera pulsuna líkari Litlu hafmeyjunni enda víða hægt að finna styttur myndir og plaggöt með ásjónu hennar.
Reykjavík Styttur og útilistaverk Tengdar fréttir „Náttúruníðingur“ meðal sýnenda á listahátíðinni Cycle Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða. 23. október 2018 15:38 Mest lesið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Bíó og sjónvarp „Hann er það reiður að hann skaðar sjálfan sig“ Lífið Þetta heita „glöðustu hundar“ bræðranna Lífið Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Lífið Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Lífið Kastkonur eru kröfuhörðustu kúnnarnir Lífið Bleikur draumur í Hafnarfirði Lífið Emilia Pérez með met margar tilnefningar til Óskars Lífið Sveitapiltur úr Tungunum stýrir gullnámu á slóðum Eiríks rauða Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fleiri fréttir Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
„Náttúruníðingur“ meðal sýnenda á listahátíðinni Cycle Listahátíðin Cycle hefst á morgun og stendur yfir þar til á sunnudaginn. Yfirskrift hátíðarinnar í ár er Þjóð meðal þjóða. 23. október 2018 15:38