Innlent

Sindri Þór úrskurðaður í nítján daga gæsluvarðhald

Birgir Olgeirsson skrifar
Sindri var handtekinn í götunni Damrak, sem er á milli Konungashallarinnar og lestarstöðvarinnar í miðborg Amsterdam.
Sindri var handtekinn í götunni Damrak, sem er á milli Konungashallarinnar og lestarstöðvarinnar í miðborg Amsterdam. Vísir/Getty
Sindri Þór Stefánsson hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald í nítján daga í Hollandi. Dómari í málinu úrskurðaði Sindra í sólarhringsgæsluvarðhald í gær á meðan hann tæki sér frest til að fara yfir öll gögn málsins.

Sindri var síðan leiddur fyrir dómarann aftur í Héraðsdómi Amsterdam í dag sem ákvað að Sindri skildi sæta gæsluvarðhaldi í nítján daga, samkvæmt upplýsingum frá fjölmiðlafulltrúa dómstólsins í Amsterdam.

Fjölmiðlafulltrúinn sagði í samtali við Vísi að ekki væri gefið upp að hvort Sindri hefði gefið upp afstöðu sína til framsals til Íslands.

Sindri Þór strauk úr fangelsinu að Sogni aðfaranótt þriðjudagsins 17. apríl síðastliðinn og flaug samdægurs til Stokkhólms í Svíþjóð. Hann var handtekinn í miðborg Amsterdam síðastliðið sunnudagskvöld eftir að vegfarandi hafði látið lögreglu vita af honum.

Sindri hafði verið í gæsluvarðhaldi á Íslandi frá því febrúar vegna gruns um stórfelldan þjófnað á tölvubúnaði sem var notaður til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin.  


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×