Stórauknar fjárheimildir til umhverfismála Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 25. apríl 2018 07:00 Dagur umhverfisins er í dag haldinn hátíðlegur í tuttugasta sinn. Því er ekki úr vegi að víkja að áskorunum og tækifærum sem fram undan eru í umhverfismálum. Ég hef einsett mér að setja nokkur mál á oddinn í ráðherratíð minni: Loftslagsmál, náttúruvernd, plastmengun, neyslumál og aukna aðkomu almennings að ákvarðanatöku í umhverfismálum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verða framlög til umhverfismála aukin um 35% á næstu fimm árum miðað við árið 2017. Hér geri ég loftslagsmál og náttúruvernd að umtalsefni. Stærsta áskorun samtímans er að halda meðalhlýnun jarðar á þessari öld innan við 2°C og helst innan við 1,5°C. Ríkisstjórn Íslands setur markið hátt og hyggst ná fram 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 og kolefnishlutleysi árið 2040. Í júní tekur Loftslagsráð til starfa, Loftslagssjóður verður settur á laggirnar á árinu til að styrkja nýsköpun og rannsóknir og unnið er að heildstæðri aðgerðaáætlun til að draga úr útlosun og binda kolefni í gróðri og jarðvegi. Á næstu fimm árum verður tæpum sjö milljörðum króna varið til loftslagsmála. Náttúruverndin mun skipa stóran sess á kjörtímabilinu. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar kveður á um átak í friðlýsingum og stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Nýverið skipaði ég þverpólitíska nefnd um miðhálendisþjóðgarð. Mörg tækifæri fyrir byggðaþróun eru fólgin í þessari ráðstöfun, enda hafa rannsóknir sýnt að þjóðgarðar skila miklum tekjum í þjóðarbúið og til hinna dreifðu byggða. Samtímis verður að hlúa að ferðamannastöðum sem eru undir stöðugu álagi ferðamanna. Um það vitna nauðsynlegar lokanir svæða nú þegar frost er að fara úr jörðu. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er áætlað að auka fjárframlög til náttúruverndar um rúma sjö milljarða króna á næstu fimm árum og fer stór hluti fjármunanna til uppbyggingar innviða til verndar náttúru á ferðamannastöðum, í landvörslu, þ.m.t. heilsárslandvörslu, og til uppbyggingar þjóðgarðs á miðhálendi Íslands svo eitthvað sé nefnt. Til hamingju með Dag umhverfisins.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Dagur umhverfisins er í dag haldinn hátíðlegur í tuttugasta sinn. Því er ekki úr vegi að víkja að áskorunum og tækifærum sem fram undan eru í umhverfismálum. Ég hef einsett mér að setja nokkur mál á oddinn í ráðherratíð minni: Loftslagsmál, náttúruvernd, plastmengun, neyslumál og aukna aðkomu almennings að ákvarðanatöku í umhverfismálum. Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar verða framlög til umhverfismála aukin um 35% á næstu fimm árum miðað við árið 2017. Hér geri ég loftslagsmál og náttúruvernd að umtalsefni. Stærsta áskorun samtímans er að halda meðalhlýnun jarðar á þessari öld innan við 2°C og helst innan við 1,5°C. Ríkisstjórn Íslands setur markið hátt og hyggst ná fram 40% samdrætti í losun gróðurhúsalofttegunda árið 2030 og kolefnishlutleysi árið 2040. Í júní tekur Loftslagsráð til starfa, Loftslagssjóður verður settur á laggirnar á árinu til að styrkja nýsköpun og rannsóknir og unnið er að heildstæðri aðgerðaáætlun til að draga úr útlosun og binda kolefni í gróðri og jarðvegi. Á næstu fimm árum verður tæpum sjö milljörðum króna varið til loftslagsmála. Náttúruverndin mun skipa stóran sess á kjörtímabilinu. Stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar kveður á um átak í friðlýsingum og stofnun þjóðgarðs á miðhálendi Íslands. Nýverið skipaði ég þverpólitíska nefnd um miðhálendisþjóðgarð. Mörg tækifæri fyrir byggðaþróun eru fólgin í þessari ráðstöfun, enda hafa rannsóknir sýnt að þjóðgarðar skila miklum tekjum í þjóðarbúið og til hinna dreifðu byggða. Samtímis verður að hlúa að ferðamannastöðum sem eru undir stöðugu álagi ferðamanna. Um það vitna nauðsynlegar lokanir svæða nú þegar frost er að fara úr jörðu. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar er áætlað að auka fjárframlög til náttúruverndar um rúma sjö milljarða króna á næstu fimm árum og fer stór hluti fjármunanna til uppbyggingar innviða til verndar náttúru á ferðamannastöðum, í landvörslu, þ.m.t. heilsárslandvörslu, og til uppbyggingar þjóðgarðs á miðhálendi Íslands svo eitthvað sé nefnt. Til hamingju með Dag umhverfisins.Höfundur er umhverfis- og auðlindaráðherra
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun