Trump í mótsögn við sjálfan sig um brottrekstur FBI-forstjórans Kjartan Kjartansson skrifar 18. apríl 2018 19:15 Trump sagði í viðtali í fyrra að hann hafi ætlað að reka Comey óháð ráðleggingum dómsmálaráðuneytisins. Vísir/AFP Nú tæpu ári eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því hvernig hann rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, vegna Rússarannsóknarinnar hefur Trump vent kvæði sínu í kross. Trump tísti í dag um að hann hefði ekki rekið Comey vegna rannsóknarinnar. Þegar Comey var rekinn í maí í fyrra byggðist ákvörðun Trump formlega á minnisblaði sem Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, skrifaði. Í því var vísað til mistaka sem Comey hafi gert við meðhöndlun á rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton frá þeim tíma þegar hún var utanríkisráðherra. Ekki leið hins vegar á löngu þangað til Trump kastaði því yfirskini fyrir róða og lýsti því fyrir fréttamanni NBC-sjónvarpsstöðvarinnar að það hafi í raun og veru verið rannsókn FBI á meintu samráði forsetaframboðs hans við rússnesk stjórnvöld sem hafi orðið til þess að hann hafi ákveðið að reka Comey. „Reyndar þegar ég ákvað að gera það bara þá sagði ég við sjálfan mig, ég sagði: „Þú veist, þetta Rússlandsmál með Trump og Rússland er skálduð saga. Þetta er afsökun demókrata fyrir því að hafa tapað kosningum sem þeir hefðu átt að vinna,“ sagði Trump í viðtalinu við NBC. Það var var brottrekstur Comey sem varð til þess að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins og falið að halda Rússarannsókninni áfram.Hefur kallað Comey „óþokka“ og „útsmoginn“ Comey hefur verið mikið í fréttum síðustu daga en æviminningar hans komu út á bók í gær. Í henni gagnrýnir Comey Trump harðlega og segir hann ekki siðferðislega hæfan til að gegna embætti. Trump hefur farið mikinn gegn Comey á Twitter og kallað hann „óþokka“ og „lygara“ og „útsmoginn“. Áfram hélt Trump í dag en í mótsögn við það sem hann hafði áður sagt um ástæður þess að hann rak Comey. „Útsmogni James Comey, versti FBI-forstjóri sögunnar, var ekki rekinn út af gervi-Rússrannsókninni þar sem, vel á minnst, það var ekkert SAMRÁÐ (nema hjá demókrötum)!“ tísti Trump.Slippery James Comey, the worst FBI Director in history, was not fired because of the phony Russia investigation where, by the way, there was NO COLLUSION (except by the Dems)!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 2018 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur gefið misvísandi lýsingar á atburðunum sem leiddu til þess að hann rak Comey. Á meðal þess sem kom fram í vitnisburði Comey fyrir þingnefnd í fyrra var að Trump hefði beðið hann um að láta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans, falla niður. Flynn hafði verið rekinn strax í febrúar í fyrra eftir að í ljós kom að hann hefði ekki greint satt og rétt frá samskiptum sínum við rússneskan sendiherra. Trump hafði sagt að Flynn hefði logið að Mike Pence, varaforseta, og því hefði hann þurft að fara. Í tísti í desember sagði Trump hins vegar að Flynn hefði bæði logið að Pence og alríkislögreglunni FBI og því hafi hann verið rekinn. Flynn hafði þá verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni. Hafi Trump vitað af því að Flynn hafi gerst sekur um lögbrot með því að ljúga að FBI á þeim tíma þegar hann rak Comey þótti það vísbending um að ákvörðun hans um að reka Comey hafi verið tilraun til að hindra framgang réttvísinnar.Hér fyrir neðan má sjá viðtal NBC við Trump frá því í fyrra þar sem hann vísar til Rússarannsóknarinnar sem ástæðu fyrir brottrekstri Comey. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar Comey Fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI er útsmoginn óþokki sem er ekki mjög gáfaður, að mati forseta Bandaríkjanna. 15. apríl 2018 14:53 Comey talaði í fyrirsögnum James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, var ekkert að skafa af því í fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem birtist eftir að endurminningar hans, A Higher Loyalty, komu út vestanhafs. 16. apríl 2018 06:49 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira
Nú tæpu ári eftir að Donald Trump Bandaríkjaforseti lýsti því hvernig hann rak James Comey, forstjóra alríkislögreglunnar FBI, vegna Rússarannsóknarinnar hefur Trump vent kvæði sínu í kross. Trump tísti í dag um að hann hefði ekki rekið Comey vegna rannsóknarinnar. Þegar Comey var rekinn í maí í fyrra byggðist ákvörðun Trump formlega á minnisblaði sem Rod Rosenstein, aðstoðardómsmálaráðherra, skrifaði. Í því var vísað til mistaka sem Comey hafi gert við meðhöndlun á rannsókn á tölvupóstum Hillary Clinton frá þeim tíma þegar hún var utanríkisráðherra. Ekki leið hins vegar á löngu þangað til Trump kastaði því yfirskini fyrir róða og lýsti því fyrir fréttamanni NBC-sjónvarpsstöðvarinnar að það hafi í raun og veru verið rannsókn FBI á meintu samráði forsetaframboðs hans við rússnesk stjórnvöld sem hafi orðið til þess að hann hafi ákveðið að reka Comey. „Reyndar þegar ég ákvað að gera það bara þá sagði ég við sjálfan mig, ég sagði: „Þú veist, þetta Rússlandsmál með Trump og Rússland er skálduð saga. Þetta er afsökun demókrata fyrir því að hafa tapað kosningum sem þeir hefðu átt að vinna,“ sagði Trump í viðtalinu við NBC. Það var var brottrekstur Comey sem varð til þess að Robert Mueller var skipaður sérstakur rannsakandi dómsmálaráðuneytisins og falið að halda Rússarannsókninni áfram.Hefur kallað Comey „óþokka“ og „útsmoginn“ Comey hefur verið mikið í fréttum síðustu daga en æviminningar hans komu út á bók í gær. Í henni gagnrýnir Comey Trump harðlega og segir hann ekki siðferðislega hæfan til að gegna embætti. Trump hefur farið mikinn gegn Comey á Twitter og kallað hann „óþokka“ og „lygara“ og „útsmoginn“. Áfram hélt Trump í dag en í mótsögn við það sem hann hafði áður sagt um ástæður þess að hann rak Comey. „Útsmogni James Comey, versti FBI-forstjóri sögunnar, var ekki rekinn út af gervi-Rússrannsókninni þar sem, vel á minnst, það var ekkert SAMRÁÐ (nema hjá demókrötum)!“ tísti Trump.Slippery James Comey, the worst FBI Director in history, was not fired because of the phony Russia investigation where, by the way, there was NO COLLUSION (except by the Dems)!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) April 18, 2018 Þetta er ekki í fyrsta skipti sem Trump hefur gefið misvísandi lýsingar á atburðunum sem leiddu til þess að hann rak Comey. Á meðal þess sem kom fram í vitnisburði Comey fyrir þingnefnd í fyrra var að Trump hefði beðið hann um að láta rannsókn á Michael Flynn, fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa forsetans, falla niður. Flynn hafði verið rekinn strax í febrúar í fyrra eftir að í ljós kom að hann hefði ekki greint satt og rétt frá samskiptum sínum við rússneskan sendiherra. Trump hafði sagt að Flynn hefði logið að Mike Pence, varaforseta, og því hefði hann þurft að fara. Í tísti í desember sagði Trump hins vegar að Flynn hefði bæði logið að Pence og alríkislögreglunni FBI og því hafi hann verið rekinn. Flynn hafði þá verið ákærður fyrir að ljúga að alríkislögreglunni. Hafi Trump vitað af því að Flynn hafi gerst sekur um lögbrot með því að ljúga að FBI á þeim tíma þegar hann rak Comey þótti það vísbending um að ákvörðun hans um að reka Comey hafi verið tilraun til að hindra framgang réttvísinnar.Hér fyrir neðan má sjá viðtal NBC við Trump frá því í fyrra þar sem hann vísar til Rússarannsóknarinnar sem ástæðu fyrir brottrekstri Comey.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30 Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35 Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar Comey Fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI er útsmoginn óþokki sem er ekki mjög gáfaður, að mati forseta Bandaríkjanna. 15. apríl 2018 14:53 Comey talaði í fyrirsögnum James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, var ekkert að skafa af því í fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem birtist eftir að endurminningar hans, A Higher Loyalty, komu út vestanhafs. 16. apríl 2018 06:49 Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Fleiri fréttir Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Stofnandi World Wrestling Entertainment verður menntamálaráðherra Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Sjá meira
Comey lýsir Trump sem siðlausum og óbundnum af sannleikanum Bandarískir fjölmiðlar eru byrjaðir að birta stutta útdrætti úr bók fyrrverandi forstjóra FBI sem er væntanleg á þriðjudag. 13. apríl 2018 12:30
Repúblikanar búa sig undir árásir á Comey Bók fyrrverandi forstjóra FBI sem Trump Bandaríkjaforseti rak er væntanleg á þriðjudag. Repúblikanar eru tilbúnir að heyja fjölmiðlastríð gegn honum. 12. apríl 2018 13:35
Bandaríkjaforseti fer af hjörunum vegna bókar Comey Fyrrverandi forstjóri alríkislögreglunnar FBI er útsmoginn óþokki sem er ekki mjög gáfaður, að mati forseta Bandaríkjanna. 15. apríl 2018 14:53
Comey talaði í fyrirsögnum James Comey, fyrrverandi forstjóri bandarísku alríkislögreglunnar, var ekkert að skafa af því í fyrsta sjónvarpsviðtalinu sem birtist eftir að endurminningar hans, A Higher Loyalty, komu út vestanhafs. 16. apríl 2018 06:49
Trump kallar fyrrverandi forstjóra FBI „óþokka“ Tísti Trump í garð James Comey eru sérstaklega heiftúðleg og harðorð, jafnvel á hans eigin mælikvarða. 13. apríl 2018 12:45