Annar strokufangi var tekinn eftir 9 daga leit Ólöf Skaftadóttir skrifar 18. apríl 2018 06:30 Mikael Már Pálsson hafðist við á Vernd. Vísir/GVA Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær Mikael Má Pálsson sem leitað hefur verið að síðan 9. apríl síðastliðinn eftir að hann skilaði sér ekki á tilteknum tíma á áfangaheimilið Vernd þar sem hann var að ljúka afplánun refsidóms. Ekki var lýst eftir Mikael í fjölmiðlum en hann sat í fangelsi fyrir fíkniefnabrot, vopnalagabrot og hlutdeild í ráni í skartgripaverslun. Sakaferill Mikaels spannar rúm 20 ár og hann á að baki hátt á annan tug refsidóma, í flestum tilvikum fyrir fíkniefnabrot, þjófnaði og umferðarlagabrot. Þyngsta dóminn hlaut hann árið 2006 þegar var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á tæplega hálfu kílói af kókaíni og tæpum fjórum kílóum af amfetamíni. Mikael hefur ítrekað brotið skilyrði reynslulausnar og þá verið gert að afplána eftirstöðvar dóma sinna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vistmaður á Vernd strýkur án þess að lýst sé eftir honum í fjölmiðlum. Árið 2007 hafði dæmds morðingja verið saknað í fimm daga þegar fjölmiðlar greindu frá því að lögregla leitaði hans, en hann var þá að ljúka afplánun 16 ára dóms fyrir morð sem hann framdi í Heiðmörk ásamt bróður sínum. „Þegar fólk skilar sér ekki á Vernd, þá er litið á það sem strok úr afplánun og lýst eftir viðkomandi eða gefin út handtökubeiðni,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Þetta er ekki hættulegur maður og við sáum ekki ástæðu til þess,“ segir Páll aðspurður um ástæður þess að ekki var lýst eftir manninum í fjölmiðlum og áréttar að hann hafi ekki strokið úr fangelsi heldur af áfangaheimili. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Forsætisráðherra og strokufanginn tóku sama flug til Svíþjóðar Katrín Jakobsdóttir var á almennu farrými. 17. apríl 2018 17:09 Telja að Sindri hafi átt sér vitorðsmann við flóttann Í skoðun hvort Sindri hafi flogið beint til annars lands frá Svíþjóð. 17. apríl 2018 17:00 Sindri Þór flúði til Svíþjóðar Var kominn í flugvél þegar lögreglunni barst tilkynning um flóttann um áttaleytið í morgun. 17. apríl 2018 16:01 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók í gær Mikael Má Pálsson sem leitað hefur verið að síðan 9. apríl síðastliðinn eftir að hann skilaði sér ekki á tilteknum tíma á áfangaheimilið Vernd þar sem hann var að ljúka afplánun refsidóms. Ekki var lýst eftir Mikael í fjölmiðlum en hann sat í fangelsi fyrir fíkniefnabrot, vopnalagabrot og hlutdeild í ráni í skartgripaverslun. Sakaferill Mikaels spannar rúm 20 ár og hann á að baki hátt á annan tug refsidóma, í flestum tilvikum fyrir fíkniefnabrot, þjófnaði og umferðarlagabrot. Þyngsta dóminn hlaut hann árið 2006 þegar var hann dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir innflutning á tæplega hálfu kílói af kókaíni og tæpum fjórum kílóum af amfetamíni. Mikael hefur ítrekað brotið skilyrði reynslulausnar og þá verið gert að afplána eftirstöðvar dóma sinna. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem vistmaður á Vernd strýkur án þess að lýst sé eftir honum í fjölmiðlum. Árið 2007 hafði dæmds morðingja verið saknað í fimm daga þegar fjölmiðlar greindu frá því að lögregla leitaði hans, en hann var þá að ljúka afplánun 16 ára dóms fyrir morð sem hann framdi í Heiðmörk ásamt bróður sínum. „Þegar fólk skilar sér ekki á Vernd, þá er litið á það sem strok úr afplánun og lýst eftir viðkomandi eða gefin út handtökubeiðni,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar. „Þetta er ekki hættulegur maður og við sáum ekki ástæðu til þess,“ segir Páll aðspurður um ástæður þess að ekki var lýst eftir manninum í fjölmiðlum og áréttar að hann hafi ekki strokið úr fangelsi heldur af áfangaheimili.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Forsætisráðherra og strokufanginn tóku sama flug til Svíþjóðar Katrín Jakobsdóttir var á almennu farrými. 17. apríl 2018 17:09 Telja að Sindri hafi átt sér vitorðsmann við flóttann Í skoðun hvort Sindri hafi flogið beint til annars lands frá Svíþjóð. 17. apríl 2018 17:00 Sindri Þór flúði til Svíþjóðar Var kominn í flugvél þegar lögreglunni barst tilkynning um flóttann um áttaleytið í morgun. 17. apríl 2018 16:01 Mest lesið Stórir pollar leika bílstjóra grátt Innlent Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Erlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Erlent Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Innlent Vonskuveður framundan Innlent Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Erlent Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Innlent Hellisheiði opin á ný Innlent Dómur Sigmars fyrir að nauðga stúlku á göngustíg stendur Innlent Fleiri fréttir Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Daði óskar eftir tillögum frá almenningi um blessað brennivínið Óvissustig vegna hugsanlegrar snjóflóðahættu Fyrsti fulltrúi Íslands á minningarathöfninni í Auschwitz Refur með fuglainflúensu Kröfu foreldranna vísað frá Halda herberginu og ekkert verður úr setuverkfalli Ósakhæfur þegar hann olli árekstri og lagði líf konu í rúst „Við erum ekki að horfa á Excel-skjöl, við erum að horfa á börn“ Framkvæmdir stöðvaðar að hluta Kennarar óttist vanefndir „Búumst við hinu versta en vonum það besta“ Kennarar melta tillögu ríkissáttasemjara Minningargreinamálið fer ekki fyrir Hæstarétt Lá við árekstri á meðan flugumferðarstjórar horfðu á úrslitaleikinn Bein útsending: Er aukin kjöt- og próteinneysla leiðin að bættri heilsu? Lítið sem ekkert flug framundan Vilhjálmur stýrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis Gagnrýna að einkarekstri leikskóla hafi verið haldið frá bæjarstjórn Þorsteinn Skúli tekur formannsslaginn Sjá meira
Forsætisráðherra og strokufanginn tóku sama flug til Svíþjóðar Katrín Jakobsdóttir var á almennu farrými. 17. apríl 2018 17:09
Telja að Sindri hafi átt sér vitorðsmann við flóttann Í skoðun hvort Sindri hafi flogið beint til annars lands frá Svíþjóð. 17. apríl 2018 17:00
Sindri Þór flúði til Svíþjóðar Var kominn í flugvél þegar lögreglunni barst tilkynning um flóttann um áttaleytið í morgun. 17. apríl 2018 16:01