Erlent

Einn særður eftir skothríð í dómkirkjunni í Berlín

Gunnar Hrafn Jónsson skrifar
Dómkirkjan (Berliner Dom) er á Museumsinsel í Mitte
Dómkirkjan (Berliner Dom) er á Museumsinsel í Mitte
Lögreglumenn skutu mann í fótleggina eftir að hann gekk berserksgang og ógnaði fólki með hnífi í dómkirkjunni í Berlín síðdegis. Sjónarvottar segja að lögreglan hafi verið vopnuð hríðskotabyssum og að minnst einn lögreglumaður hafi legið særður eftir atvikið. Um hundrað manns voru í kirkjunni þegar þetta gerðist og hefur þeim verið boðin áfallahjálp.

Að sögn lögreglunnar er málið ekki talið tengjast hryðjuverkum. Frekari upplýsingar verði gefnar á blaðamannafundi seinna í dag.



Uppfært klukkan 17:45:

Lögreglan segir að árásarmaðurinn sé 53 ára gamall Austurríkismaður. Honum hafi tekist að særa einn lögreglumann með hnífnum áður en hann var sjálfur skotinn í fótleggina og fluttur á sjúkrahús. Maðurinn var í annarlegu ástandi að sögn sjónarvotta.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×