Segir enga starfsemi fara fram að Dalsmynni Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 15. ágúst 2018 18:43 Fyrrverandi hundaræktandi Dalsmynnis segist langþreyttur á orðrómi um fyrirtækið. Þrátt fyrir sölu hunda á heimasíðu Dalsmynnis segir hann að þar sé engin starfsemi á ferð, en Matvælastofnun stöðvaði starfsemi ræktunarinnar vegna slæms aðbúnaðar. Þann 17. apríl birti Matvælastofnun þá ákvörðun að stöðva starfsemi hundaræktarinnar að Dalsmynni. Ástæða ákvörðunarinnar var sú að kröfur um hreinlæti, umönnun og umhirðu hundanna hafi ekki verið virtar. Á síðustu vikum hafa þó birst myndir af hvolpum á Facebook síðu Dalsmynnis. Þar spyrst fólk fyrir um verð á hvolpum og hvort að þeir séu seldir. Vegna þessa hefur MAST fengið fjölmargar fyrirspurnir þess efnis hvort starfsemi séþar enn í gangi. Í skriflegu svari frá MAST kemur fram að:„Matvælastofnun hafa borist ábendingar um áframhaldandi ræktun og sölu frá heimili fyrrum rekstraraðila hundaræktarinnar að Dalsmynni. Stofnunin skoðar nú hvort ræktunin og salan brjóti í bága við ákvörðun Matvælastofnunar um stöðvun dreifingar.“Ásta Margrét Sigurðardóttir, fyrrverandi hundaræktandi Dalsmynnis segir að engin starfsemi sé í gangi. „Ég er ekki með neitt. Ég er komin á aldur og er ekki heilsuhraust. Þess vegna hættum við með kennitöluna og erum meðörfáa hunda hérna inni hjá okkur,“ segir Ásta Margrét.En þeir eru ekki hluti af neinni starfsemi?„Nei,“ segir Ásta.DalsmynniSkjáskot úr fréttHún segir að Facebook síðuna noti hún til að aðstoða fólk við að selja hunda sína. Síðan sé því ákveðin milliganga seljanda og kaupanda. „Það eru margir sem hafa samband við mig og biðja mig um að setja inn auglýsingu. Ég bið þá viðkomandi um að senda mér mynd. Svo bara gengur það þannig fyrir sig að ég bendi á fólkið sem er með hundana,“ segir Ásta.Þannig þessir hundar sem birtast á síðunni eru ekki í ykkar vörslu?„Nei, ekki neitt,“ segir Ásta. Hún segist langþreytt á meintum orðrómi um Dalsmynni. „Þetta hefur verið alltaf þessi leiðindar orðrómur um mig. Ég er komin með þykkan skráp. Ég bið fyrir fólkinu því það á bágt. Þetta eru einmanna sálir á netinu sem hefur ekkert um að tala,“ segir Ásta. Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira
Fyrrverandi hundaræktandi Dalsmynnis segist langþreyttur á orðrómi um fyrirtækið. Þrátt fyrir sölu hunda á heimasíðu Dalsmynnis segir hann að þar sé engin starfsemi á ferð, en Matvælastofnun stöðvaði starfsemi ræktunarinnar vegna slæms aðbúnaðar. Þann 17. apríl birti Matvælastofnun þá ákvörðun að stöðva starfsemi hundaræktarinnar að Dalsmynni. Ástæða ákvörðunarinnar var sú að kröfur um hreinlæti, umönnun og umhirðu hundanna hafi ekki verið virtar. Á síðustu vikum hafa þó birst myndir af hvolpum á Facebook síðu Dalsmynnis. Þar spyrst fólk fyrir um verð á hvolpum og hvort að þeir séu seldir. Vegna þessa hefur MAST fengið fjölmargar fyrirspurnir þess efnis hvort starfsemi séþar enn í gangi. Í skriflegu svari frá MAST kemur fram að:„Matvælastofnun hafa borist ábendingar um áframhaldandi ræktun og sölu frá heimili fyrrum rekstraraðila hundaræktarinnar að Dalsmynni. Stofnunin skoðar nú hvort ræktunin og salan brjóti í bága við ákvörðun Matvælastofnunar um stöðvun dreifingar.“Ásta Margrét Sigurðardóttir, fyrrverandi hundaræktandi Dalsmynnis segir að engin starfsemi sé í gangi. „Ég er ekki með neitt. Ég er komin á aldur og er ekki heilsuhraust. Þess vegna hættum við með kennitöluna og erum meðörfáa hunda hérna inni hjá okkur,“ segir Ásta Margrét.En þeir eru ekki hluti af neinni starfsemi?„Nei,“ segir Ásta.DalsmynniSkjáskot úr fréttHún segir að Facebook síðuna noti hún til að aðstoða fólk við að selja hunda sína. Síðan sé því ákveðin milliganga seljanda og kaupanda. „Það eru margir sem hafa samband við mig og biðja mig um að setja inn auglýsingu. Ég bið þá viðkomandi um að senda mér mynd. Svo bara gengur það þannig fyrir sig að ég bendi á fólkið sem er með hundana,“ segir Ásta.Þannig þessir hundar sem birtast á síðunni eru ekki í ykkar vörslu?„Nei, ekki neitt,“ segir Ásta. Hún segist langþreytt á meintum orðrómi um Dalsmynni. „Þetta hefur verið alltaf þessi leiðindar orðrómur um mig. Ég er komin með þykkan skráp. Ég bið fyrir fólkinu því það á bágt. Þetta eru einmanna sálir á netinu sem hefur ekkert um að tala,“ segir Ásta.
Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Sjá meira