Lífið

Pýþagórasarreglan hefði hjálpað Ross að koma sófanum upp

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ódauðlegt atriði úr Friends.
Ódauðlegt atriði úr Friends.
Það muna margir eftir atriðinu þegar Ross og vinirnir reyndu að bera glænýjan sófa upp nokkuð þröngan stigagang.

Atriðið var í gamanþáttunum vinsælu Friends og öskraði Ross ítrekað orðið „Pivot“ sem er í raun orðið þekkt slangur þegar fólk er að flytja hluti.

Nú hefur breski miðillinn Mirror  fengið stærðfræðinga til að meta hvernig best hefði verið að koma sófanum upp stigaganginn. Verkefnið er ekki ómögulegt en allt saman snýst þetta um hvernig sófanum er hallað og hvenær.

Nauðsynlegt er að reikna út hornareglu Pýþagórasar til að koma sófanum upp eins og sjá má á skýringarmyndinni hér að neðan.

Þar fyrir neðan má sjá atriðið fræga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.