Mannöld Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 15. ágúst 2018 05:34 Í jarðfræðilegum skilningi hófst nútíminn fyrir um 12 þúsund árum. Upphaf þessa tímabils má rekja til meiriháttar leysinga, þegar hinar miklu íshellur sem mótað höfðu landslag Evrópu og Norður-Evrópu í árþúsundir, bráðnuðu ört. Það að öll siðmenning mannsins– allar gjörðir hans, afrek og uppgötvanir; sigrar og ósigrar – rúmist innan þessa stutta tímabils hlýinda jaðrar við það að vera kvíðavekjandi. Það virðist lítið mega út af bregða; nútíminn virðist brothættur. Í raun eru margir sem telja að það tímabil sem kennt er við nútímann sé þegar liðið. Annað tímabil sé nú hafið. Tímabil sem einkennist af miklum og hröðum breytingum sem orðið hafa á grundvallarferlum í náttúru Jarðarinnar, í lofti, á láði og legi. Þetta nýja tímabil er kallað mannöld og það byggir á þeim afdrifaríku og umfangsmiklu breytingum sem gjörðir mannanna hafa haft á þau fjölmörgu ólíku kerfi sem gert hafa Jörðina lífvænlega og gert samfélagi mannanna kleift að dafna. Will Steffen og 15 meðhöfundar hans að yfirlitsgreininni „Trajectories of the Earth System in the Anthropocene“, sem birtist í vísindariti bandarísku vísindaakademíunnar (PNAS) á dögunum, draga upp sláandi mynd af þeim breytingum sem mögulega munu eiga sér stað á mannöld. Fáar vísindagreinar hafa vakið jafn mikla athygli og grein Steffens og co. á undanförnum árum. Ein möguleg ástæða fyrir því eru þær skelfilegu sviðsmyndir sem virðast bíða okkar að óbreyttu. Slík dramatík virðist vera það sem þarf til til að koma loftslagsmálum að í almennri umræðu. Ein af niðurstöðum greinarinnar tekur til sjálfstyrkjandi ferla eins og þiðnunar sífrera á norðurskautssvæðum, stórfelldrar gróðurvisnunar og bráðnunar íshellna á landi. Allt ferlar sem geta magnað og hraðað áhrifum loftslagsbreytinga. Höfundarnir telja að forðast megi slíka ferla með því að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum, miðað við tímabilið fyrir iðnbyltinguna. Við nálgumst nú þennan þröskuld – honum verður að óbreyttu náð um miðja öld – og sem stendur er fátt sem gefur til kynna að okkur takist að forðast hann. Sjálfstyrkjandi ferlar, eins og losun metans úr sífrera, gætu síðan tekið nokkrar aldir að raungerast. Grein Steffens og co. er yfirlitsgrein sem byggir á öðrum og einnig óbirtum vísindagreinum. Hún er fyrst og fremst heppileg til hugleiðinga um þá stöðu sem blasir við í loftslagsmálum. Engu að síður ættum við að taka mark á meginstefi greinarinnar, það er, að til þess að tryggja komandi kynslóðum sömu tækifæri og við og forfeður okkur fengum, þá þarf að grípa til aðgerða núna. Ekki eftir næstu kosningar, ekki eftir útgáfu næstu skýrslu Vísindanefndar um loftslagsmál, og sannarlega ekki eftir að við förum að finna fyrir raunverulegum áhrifum loftslagsbreytinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjartan Hreinn Njálsson Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Í jarðfræðilegum skilningi hófst nútíminn fyrir um 12 þúsund árum. Upphaf þessa tímabils má rekja til meiriháttar leysinga, þegar hinar miklu íshellur sem mótað höfðu landslag Evrópu og Norður-Evrópu í árþúsundir, bráðnuðu ört. Það að öll siðmenning mannsins– allar gjörðir hans, afrek og uppgötvanir; sigrar og ósigrar – rúmist innan þessa stutta tímabils hlýinda jaðrar við það að vera kvíðavekjandi. Það virðist lítið mega út af bregða; nútíminn virðist brothættur. Í raun eru margir sem telja að það tímabil sem kennt er við nútímann sé þegar liðið. Annað tímabil sé nú hafið. Tímabil sem einkennist af miklum og hröðum breytingum sem orðið hafa á grundvallarferlum í náttúru Jarðarinnar, í lofti, á láði og legi. Þetta nýja tímabil er kallað mannöld og það byggir á þeim afdrifaríku og umfangsmiklu breytingum sem gjörðir mannanna hafa haft á þau fjölmörgu ólíku kerfi sem gert hafa Jörðina lífvænlega og gert samfélagi mannanna kleift að dafna. Will Steffen og 15 meðhöfundar hans að yfirlitsgreininni „Trajectories of the Earth System in the Anthropocene“, sem birtist í vísindariti bandarísku vísindaakademíunnar (PNAS) á dögunum, draga upp sláandi mynd af þeim breytingum sem mögulega munu eiga sér stað á mannöld. Fáar vísindagreinar hafa vakið jafn mikla athygli og grein Steffens og co. á undanförnum árum. Ein möguleg ástæða fyrir því eru þær skelfilegu sviðsmyndir sem virðast bíða okkar að óbreyttu. Slík dramatík virðist vera það sem þarf til til að koma loftslagsmálum að í almennri umræðu. Ein af niðurstöðum greinarinnar tekur til sjálfstyrkjandi ferla eins og þiðnunar sífrera á norðurskautssvæðum, stórfelldrar gróðurvisnunar og bráðnunar íshellna á landi. Allt ferlar sem geta magnað og hraðað áhrifum loftslagsbreytinga. Höfundarnir telja að forðast megi slíka ferla með því að halda hlýnun jarðar undir tveimur gráðum, miðað við tímabilið fyrir iðnbyltinguna. Við nálgumst nú þennan þröskuld – honum verður að óbreyttu náð um miðja öld – og sem stendur er fátt sem gefur til kynna að okkur takist að forðast hann. Sjálfstyrkjandi ferlar, eins og losun metans úr sífrera, gætu síðan tekið nokkrar aldir að raungerast. Grein Steffens og co. er yfirlitsgrein sem byggir á öðrum og einnig óbirtum vísindagreinum. Hún er fyrst og fremst heppileg til hugleiðinga um þá stöðu sem blasir við í loftslagsmálum. Engu að síður ættum við að taka mark á meginstefi greinarinnar, það er, að til þess að tryggja komandi kynslóðum sömu tækifæri og við og forfeður okkur fengum, þá þarf að grípa til aðgerða núna. Ekki eftir næstu kosningar, ekki eftir útgáfu næstu skýrslu Vísindanefndar um loftslagsmál, og sannarlega ekki eftir að við förum að finna fyrir raunverulegum áhrifum loftslagsbreytinga.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar