Deyfð og drungi á hlutabréfamarkaði Kristinn Ingi Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 05:00 Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur lækkað um þrjú prósent það sem af er ári en hún hefur ekki verið lægri síðan á haustmánuðum 2015. Fréttablaðið/Stefán Á meðan úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur lækkað um hátt í ellefu prósent á síðustu tólf mánuðum hafa helstu hlutabréfavísitölur heims og nágrannalanda Íslands verið á uppleið. Minnkandi umsvif lífeyrissjóða, sem hafa meira selt en keypt af íslenskum hlutabréfum undanfarna mánuði, eru veigamikil ástæða að baki verðlækkununum að mati viðmælenda Markaðarins. „Lífeyrissjóðirnir hafa haldið að sér höndum á hlutabréfamarkaði og einbeitt sér fremur að erlendum fjárfestingum og sjóðfélagalánum,“ segir Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur í eignastýringu Kviku banka. Minni þátttaka lífeyrissjóðanna birtist einnig í minnkandi veltu á hlutabréfamarkaði. Þannig nam samanlögð velta á markaðinum ríflega 260 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs en til samanburðar var hún 367 milljarðar á sama tíma í fyrra og 290 milljarðar á fyrri helmingi ársins 2016. „Lífeyrissjóðirnir hafa hætt að sýna hlutabréfamarkaðinum áhuga,“ segir sérfræðingur sem Markaðurinn ræddi við. Það sé áhyggjuefni í ljósi þess hve mikið sjóðirnir eiga undir því að markaðurinn sé virkur. „Þegar svo stórir aðilar, sem varðveita megnið af sparnaði almennings, beina sjónum sínum annað þá hefur það eðli máls samkvæmt áhrif á skilvirkni markaðarins,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Einn viðmælandi Markaðarins nefnir að vegna stífara regluverks í kjölfar falls fjármálakerfisins fylgi því meira umstang fyrir lífeyrissjóðina en áður að stunda hlutabréfaviðskipti. Flækjustigið sé meira. „Ég held að margir á markaði myndu vilja að lífeyrissjóðirnir væru virkari, til dæmis í því að leggja fram sölu- og kauptilboð, til þess að markaðurinn yrði dýpri og þar af leiðandi betri. En um leið felur það í sér heilmikla vinnu af þeirra hálfu.“Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka.Erfitt að finna kaupendur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur um þessar mundir ekki verið lægri í tæp þrjú ár eða síðan í september árið 2015. Hlutabréf flestra skráðra félaga eru undirverðlögð að mati greinenda og er nú svo komið að markaðsvirði nokkurra félaga, til dæmis Arion banka, Heimavalla og Icelandair Group, er lægra en virði eigin fjár þeirra. Hafa greinendur ráðgjafafyrirtækisins Capacent sem dæmi bent á að það gæti borgað sig fyrir hluthafa Heimavalla að leysa leigufélagið einfaldlega upp og selja eignir eða fyrir fjárfesta að kaupa félagið og selja fasteignir þess. Í tilfelli fasteignafélaganna Eikar, Regins og Reita er markaðsvirði þeirra að meðaltali jafnt bókfærðu virði, samkvæmt útreikningum Capacent. Viðmælendur Markaðarins lýsa sumir hverjir stöðunni sem grafalvarlegri. Seljendur eigi frumkvæði að flestum viðskiptum á markaðinum og að jafnaði sé erfitt, ef ekki ómögulegt, að finna kaupendur að bréfum. Ekki hjálpi til hve litla veltu þurfi til þess að hreyfa við gengi hlutabréfa og breyta markaðsvirði félaga um marga milljarða króna. Þrátt fyrir að ýmsar blikur séu á lofti – til dæmis vegna minni vaxtar ferðaþjónustunnar, kólnunar hagkerfisins og komandi kjaraviðræðna – telja sérfræðingar sem Markaðurinn ræddi við erfitt að halda því fram að markaðurinn sé yfirverðlagður. Vandamálið tengist fremur flæðinu: Meiri fjármunir hafa streymt út af markaðinum en hafa komið inn. „Menn fara ekki inn á markaðinn því aðrir eru ekki að fara inn,“ segir einn viðmælandi.Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur í eignastýringu Kviku.Íslenski markaðurinn sker sig úr Íslenski markaðurinn sker sig úr þegar horft er á þróun vísitalna annarra ríkja. Þannig hefur úrvalsvísitala Kauphallarinnar fallið um 10,7 prósent á undanförnum tólf mánuðum en á sama tíma hefur S&P 500 í Bandaríkjunum rokið upp um 17 prósent, FTSE 100 í Bretlandi hækkað um 4,3 prósent, OMX 30 í Stokkhólmi farið upp um fjögur prósent og DAX í Þýskalandi hækkað um 1,4 prósent. Það ætti því vart að koma á óvart að þeir hlutabréfasjóðir í stýringu íslenskra sjóðastýringarfélaga sem hafa skilað hvað mestri ávöxtun á undanförnum tólf mánuðum séu sjóðir sem fjárfesta að meginstefnu til í erlendum hlutabréfum. Nær allir hlutabréfasjóðir sem fjárfesta í innlendum hlutabréfum hafa á sama tíma skilað neikvæðri ávöxtun en þar sem ávöxtunin er lökust er hún neikvæð um 17 prósent. Eggert Þór segir hlutabréfamarkaðinn hafa átt undir högg að sækja á undanförnum mánuðum. Hann hafi einkennst af töluverðum verðlækkunum og minnkandi veltu. „Júlímánuður var líkast til almennt sá versti sem við höfum séð eftir að markaðurinn var endurreistur,“ nefnir hann en úrvalsvísitalan lækkaði um sjö prósent í mánuðinum. Dróst veltan saman um þrjú prósent á milli ára en 33 prósent sé leiðrétt fyrir 11 milljarða króna kaupum Samherja á fjórðungshlut Yucaipa í Eimskip. „Það má segja að bölmóður hafi tekið völdin þegar slæmar fregnir fóru að berast af Icelandair Group,“ nefnir Eggert Þór. „Við bætist óvissa vegna kjaraviðræðna á seinni hluta ársins – en umræðan virðist benda til þess að himinn og haf sé á milli viðsemjenda – og almennur skortur á kaupendum á markaðinum,“ útskýrir Eggert Þór. Lífeyrissjóðirnir hafi haldið að sér höndum. Almennt séð vanti fleiri einkafjárfesta inn á markaðinn. Þó megi benda á að kaup Samherja í Eimskip hafi vakið mikla athygli.Minni umsvif lífeyrissjóða Bein hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna í skráðum félögum nam 38,4 prósentum af heildarmarkaðsvirði félaganna í lok síðasta mánaðar, samkvæmt gögnum sem Kauphöllin tók saman fyrir Markaðinn, og hefur hlutfallið farið lítillega minnkandi á undanförnum misserum en það var til samanburðar 41,6 prósent í lok árs 2016. Nokkrir viðmælendur Markaðarins á fjármálamarkaði segja það vekja furðu hve lítið lífeyrissjóðirnir hafi látið til sín taka á hlutabréfamarkaðinum, sér í lagi í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem þeir hafa sjálfir að gæta að markaðurinn sé virkur og flæði fjármagns inn á hann stöðugt. „Spurningin sem fjárfestar velta nú fyrir sér er hvað lífeyrissjóðirnir ætli sér að gera á hlutabréfamarkaðinum,“ nefnir einn viðmælandi og bætir við: „Sjóðirnir komu á sínum tíma að endurreisn hlutabréfamarkaðarins í gegnum Framtakssjóðinn. Þá þótti mikilvægt að markaðurinn næði flugi. Nú spyrja menn sig hins vegar: Hvað verður um markaðinn ef Marel fer rétt eins og Össur gerði í fyrra? Hvað verður þá eiginlega eftir?“ Stefán Broddi segir það rétt að lífeyrissjóðirnir séu ekki eins áberandi á verðbréfamarkaðinum og áður. Þegar svo stórir fjárfestar, sem varðveita megnið af sparnaði almennings, beini sjónum sínum annað hafi það eðli máls samkvæmt áhrif á skilvirkni markaðarins. „Verðbréfamarkaðurinn er mikilvægur fyrir alla eignamyndun á Íslandi. Hann er í raun grunnur að verðlagningu á nær öllum eignum hér landi og því er mikilvægt að hann virki vel. Þarna er ég ekki að tala um verðbreytingar á einstökum hlutabréfum heldur verðmyndun á skuldabréfum ríkisins og fyrirtækja og verðmyndun á eigin fé í krónum yfirhöfuð,“ nefnir Stefán Broddi.Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar.Minna innflæði erlendis frá Árin 2016 og 2017 vó innflæði erlendra fjárfesta inn á íslenska hlutabréfamarkaðinn að hluta til á móti útflæði innlendra fjárfesta, þar á meðal lífeyrissjóðanna, en á þessu ári hefur innflæðið dregist verulega saman. Samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands nam innflæði erlendra fjárfesta í innlend hlutabréf, vegna nýfjárfestinga, tæpum 11 milljörðum króna á fyrri helmingi þessa árs borið saman við 33 milljarða á seinni helmingi síðasta árs. Bein hlutabréfaeign erlendra fjárfesta var 18,8 prósent af heildarmarkaðsvirði skráðra félaga í lok síðasta mánaðar, að því er fram kemur í gögnum Kauphallarinnar, en til samanburðar var hlutfallið 21 prósent í september í fyrra og 17,8 prósent í lok árs 2016. Þess má þó geta að afskráning Össurar úr Kauphöllinni í nóvember á síðasta ári hefur áhrif á samanburð á milli ára. Þeir erlendu fjárfestar sem hófu innreið sína á hlutabréfamarkaðinn á árunum 2015 til 2017 – til dæmis bandarísku sjóðastýringarfélögin Eaton Vance og Wellington og breski vogunarsjóðurinn Lansdowne Partners – hafa lítið bætt við sig í skráðum félögum það sem af er árinu og þá hafa fáir erlendir sjóðir komið nýir inn í hluthafahóp Kauphallarfélaga. Bandaríska fjárfestingafélagið American Funds, dótturfélag Capital Group, er þó undanskilið en sjóður í stýringu þess komst í júní í hóp tuttugu stærstu hluthafa Marels með 1,16 prósenta hlut. Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar, segist eiga von á því að á næstu misserum muni þátttaka erlendra fjárfesta á markaðinum aukast enn frekar. „Hún hefur vitaskuld verið að aukast undanfarið og eiga erlendir fjárfestar nú vænan hlut í flestum skráðum félögum og teljum við að áframhald verði á þeirri þróun. Við förum jafnframt vonandi inn í FTSE-vísitölumengið í haust og gæti það hjálpað okkur á þessari vegferð,“ segir Magnús.Mikilvægt að fjölga fjárfestum Hann bætir við að stóra hagsmunamálið til framtíðar sé að fjölga fjárfestum, bæði almenningi sem og erlendum fjárfestum, á hlutabréfamarkaðinum. „Skráning Arion banka, sem tókst að mörgu leyti ágætlega, hjálpaði okkur á báðum þessum sviðum. Þetta er eitthvað sem við vinnum ötullega að en framhaldið mun að stórum hluta velta á því hvernig okkur gengur að styrkja og bæta umgjörð markaðarins,“ segir Magnús. Stefán Broddi segir að kaup Brims á ríflega þriðjungshlut í HB Granda og Samherja á fjórðungshlut í Eimskip séu á meðal þess sem stendur upp úr á hlutabréfamarkaðinum. „Þetta eru líkast til stærstu fjárfestingar einkafjárfesta í skráðum félögum frá endurreisn markaðarins. Það hefur í mörg ár verið kallað eftir því að aðrir innlendir fjárfestar en lífeyrissjóðir, sem hafa verið gagnrýndir fyrir að vera alltumlykjandi á hlutabréfamarkaðinum, fjárfesti í skráðum félögum. Þetta eru því stórtíðindi.“ Stefán Broddi segir að þótt mörgum verði tíðrætt um að markaðurinn hafi verið daufur undanfarið hafi síðustu mánuðir verið nokkuð tíðindamiklir. Nærtækt sé að nefna skráningu Arion banka í júní. „Mörg skráð félög eru að vaxa um þessar mundir og nota Kauphöllina til þess að styðja við þann vöxt. Nefna mætti sameiningu N1 og Festar, kaup Regins á Fast-1 og þar á undan kaup Sýnar á eignum 365 og þá eru breytingar í farvatninu hjá Högum ef samkeppnisyfirvöld heimila yfirtöku félagsins á Olís. Marel, langstærsta félagið á markaðinum, hefur sýnt mjög góða og batnandi afkomu að undanförnu og hafa erlendir fjárfestar sýnt félaginu vaxandi áhuga enda skráning í erlenda kauphöll á dagskrá hjá Marel. Afkoma Icelandair Group og fleiri félaga hefur síðan valdið vonbrigðum og þau vonbrigði hafa átt sviðsljósið.“ Stefán Broddi varar við því að mæla gæði verðbréfamarkaða eftir því hvort verð sé að hækka eða lækka. Aðrir þættir séu mikilvægari. „Gæðin ráðast aðallega af því hvort markaðir virki sem tæki til þess að senda út skilaboð um verð og til þess þarf þátttöku og skoðanaskipti,“ segir Stefán Broddi.Ólík þróun heilbrigðismerki Magnús segist til lengri tíma litið ekki hafa áhyggjur af minnkandi veltu í Kauphöllinni undanfarna mánuði. „Við vitum að hugur lífeyrissjóðanna stendur um þessar mundir til þess að auka hlutdeild sína í erlendum eignum. Á meðan halda þeir nokkuð að sér höndum hér innanlands. En það er tímabundið verkefni og teljum við að veltan muni væntanlega taka við sér með haustinu,“ nefnir Magnús og bætir einnig við að von sé á því að þátttaka erlendra fjárfesta á hlutabréfamarkaðinum muni aukast enn frekar næstu misserin. Aðspurður segir Magnús að ekki sé einhlítt að benda á þá þætti sem mestu valda um lækkun úrvalsvísitölunnar undanfarið. Svo virðist sem verðþróun einstakra félaga ráðist að mestu af tíðindum úr rekstri félaganna. „Mér finnst það almennt vera heilbrigðismerki hve breytileg þróunin er eftir einstökum félögum. Ef við lítum til síðustu tólf mánaða hafa sum félög hækkað talsvert á meðan markaðurinn hefur brugðist verr við tíðindum af öðrum félögum sem hafa lækkað. Það er mikill breytileiki í verðþróun félaganna og það er ákveðið heilbrigðismerki.“ „Við teljum markaðinn annars vera í sjálfu sér á ágætum stað. Uppbyggingin gengur ágætlega. Þó svo að veltan hafi aðeins látið á sjá miðað við síðasta ár þarf ekki að fara mjög langt aftur í tímann til þess að sjá aukningu,“ nefnir Magnús. Spurður um þróunina á næstu mánuðum segir Eggert Þór að ýmislegt ráðist af því hvort lífeyrissjóðirnir verði aftur virkari á markaðinum. Samþykki Samkeppniseftirlitsins á yfirtöku Haga á Olís gæti jafnframt blásið lífi í markaðinn. Það sama megi segja ef gengi krónunnar veikist frá því sem nú er. Kjaramálin verði hins vegar stór óvissuþáttur – hangandi yfir fjárfestum – í vetur. Birtist í Fréttablaðinu Samherji og Seðlabankinn Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Fleiri fréttir Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Sjá meira
Á meðan úrvalsvísitala Kauphallar Íslands hefur lækkað um hátt í ellefu prósent á síðustu tólf mánuðum hafa helstu hlutabréfavísitölur heims og nágrannalanda Íslands verið á uppleið. Minnkandi umsvif lífeyrissjóða, sem hafa meira selt en keypt af íslenskum hlutabréfum undanfarna mánuði, eru veigamikil ástæða að baki verðlækkununum að mati viðmælenda Markaðarins. „Lífeyrissjóðirnir hafa haldið að sér höndum á hlutabréfamarkaði og einbeitt sér fremur að erlendum fjárfestingum og sjóðfélagalánum,“ segir Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur í eignastýringu Kviku banka. Minni þátttaka lífeyrissjóðanna birtist einnig í minnkandi veltu á hlutabréfamarkaði. Þannig nam samanlögð velta á markaðinum ríflega 260 milljörðum króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs en til samanburðar var hún 367 milljarðar á sama tíma í fyrra og 290 milljarðar á fyrri helmingi ársins 2016. „Lífeyrissjóðirnir hafa hætt að sýna hlutabréfamarkaðinum áhuga,“ segir sérfræðingur sem Markaðurinn ræddi við. Það sé áhyggjuefni í ljósi þess hve mikið sjóðirnir eiga undir því að markaðurinn sé virkur. „Þegar svo stórir aðilar, sem varðveita megnið af sparnaði almennings, beina sjónum sínum annað þá hefur það eðli máls samkvæmt áhrif á skilvirkni markaðarins,“ segir Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka. Einn viðmælandi Markaðarins nefnir að vegna stífara regluverks í kjölfar falls fjármálakerfisins fylgi því meira umstang fyrir lífeyrissjóðina en áður að stunda hlutabréfaviðskipti. Flækjustigið sé meira. „Ég held að margir á markaði myndu vilja að lífeyrissjóðirnir væru virkari, til dæmis í því að leggja fram sölu- og kauptilboð, til þess að markaðurinn yrði dýpri og þar af leiðandi betri. En um leið felur það í sér heilmikla vinnu af þeirra hálfu.“Stefán Broddi Guðjónsson, forstöðumaður greiningardeildar Arion banka.Erfitt að finna kaupendur Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hefur um þessar mundir ekki verið lægri í tæp þrjú ár eða síðan í september árið 2015. Hlutabréf flestra skráðra félaga eru undirverðlögð að mati greinenda og er nú svo komið að markaðsvirði nokkurra félaga, til dæmis Arion banka, Heimavalla og Icelandair Group, er lægra en virði eigin fjár þeirra. Hafa greinendur ráðgjafafyrirtækisins Capacent sem dæmi bent á að það gæti borgað sig fyrir hluthafa Heimavalla að leysa leigufélagið einfaldlega upp og selja eignir eða fyrir fjárfesta að kaupa félagið og selja fasteignir þess. Í tilfelli fasteignafélaganna Eikar, Regins og Reita er markaðsvirði þeirra að meðaltali jafnt bókfærðu virði, samkvæmt útreikningum Capacent. Viðmælendur Markaðarins lýsa sumir hverjir stöðunni sem grafalvarlegri. Seljendur eigi frumkvæði að flestum viðskiptum á markaðinum og að jafnaði sé erfitt, ef ekki ómögulegt, að finna kaupendur að bréfum. Ekki hjálpi til hve litla veltu þurfi til þess að hreyfa við gengi hlutabréfa og breyta markaðsvirði félaga um marga milljarða króna. Þrátt fyrir að ýmsar blikur séu á lofti – til dæmis vegna minni vaxtar ferðaþjónustunnar, kólnunar hagkerfisins og komandi kjaraviðræðna – telja sérfræðingar sem Markaðurinn ræddi við erfitt að halda því fram að markaðurinn sé yfirverðlagður. Vandamálið tengist fremur flæðinu: Meiri fjármunir hafa streymt út af markaðinum en hafa komið inn. „Menn fara ekki inn á markaðinn því aðrir eru ekki að fara inn,“ segir einn viðmælandi.Eggert Þór Aðalsteinsson, sérfræðingur í eignastýringu Kviku.Íslenski markaðurinn sker sig úr Íslenski markaðurinn sker sig úr þegar horft er á þróun vísitalna annarra ríkja. Þannig hefur úrvalsvísitala Kauphallarinnar fallið um 10,7 prósent á undanförnum tólf mánuðum en á sama tíma hefur S&P 500 í Bandaríkjunum rokið upp um 17 prósent, FTSE 100 í Bretlandi hækkað um 4,3 prósent, OMX 30 í Stokkhólmi farið upp um fjögur prósent og DAX í Þýskalandi hækkað um 1,4 prósent. Það ætti því vart að koma á óvart að þeir hlutabréfasjóðir í stýringu íslenskra sjóðastýringarfélaga sem hafa skilað hvað mestri ávöxtun á undanförnum tólf mánuðum séu sjóðir sem fjárfesta að meginstefnu til í erlendum hlutabréfum. Nær allir hlutabréfasjóðir sem fjárfesta í innlendum hlutabréfum hafa á sama tíma skilað neikvæðri ávöxtun en þar sem ávöxtunin er lökust er hún neikvæð um 17 prósent. Eggert Þór segir hlutabréfamarkaðinn hafa átt undir högg að sækja á undanförnum mánuðum. Hann hafi einkennst af töluverðum verðlækkunum og minnkandi veltu. „Júlímánuður var líkast til almennt sá versti sem við höfum séð eftir að markaðurinn var endurreistur,“ nefnir hann en úrvalsvísitalan lækkaði um sjö prósent í mánuðinum. Dróst veltan saman um þrjú prósent á milli ára en 33 prósent sé leiðrétt fyrir 11 milljarða króna kaupum Samherja á fjórðungshlut Yucaipa í Eimskip. „Það má segja að bölmóður hafi tekið völdin þegar slæmar fregnir fóru að berast af Icelandair Group,“ nefnir Eggert Þór. „Við bætist óvissa vegna kjaraviðræðna á seinni hluta ársins – en umræðan virðist benda til þess að himinn og haf sé á milli viðsemjenda – og almennur skortur á kaupendum á markaðinum,“ útskýrir Eggert Þór. Lífeyrissjóðirnir hafi haldið að sér höndum. Almennt séð vanti fleiri einkafjárfesta inn á markaðinn. Þó megi benda á að kaup Samherja í Eimskip hafi vakið mikla athygli.Minni umsvif lífeyrissjóða Bein hlutabréfaeign lífeyrissjóðanna í skráðum félögum nam 38,4 prósentum af heildarmarkaðsvirði félaganna í lok síðasta mánaðar, samkvæmt gögnum sem Kauphöllin tók saman fyrir Markaðinn, og hefur hlutfallið farið lítillega minnkandi á undanförnum misserum en það var til samanburðar 41,6 prósent í lok árs 2016. Nokkrir viðmælendur Markaðarins á fjármálamarkaði segja það vekja furðu hve lítið lífeyrissjóðirnir hafi látið til sín taka á hlutabréfamarkaðinum, sér í lagi í ljósi þeirra miklu hagsmuna sem þeir hafa sjálfir að gæta að markaðurinn sé virkur og flæði fjármagns inn á hann stöðugt. „Spurningin sem fjárfestar velta nú fyrir sér er hvað lífeyrissjóðirnir ætli sér að gera á hlutabréfamarkaðinum,“ nefnir einn viðmælandi og bætir við: „Sjóðirnir komu á sínum tíma að endurreisn hlutabréfamarkaðarins í gegnum Framtakssjóðinn. Þá þótti mikilvægt að markaðurinn næði flugi. Nú spyrja menn sig hins vegar: Hvað verður um markaðinn ef Marel fer rétt eins og Össur gerði í fyrra? Hvað verður þá eiginlega eftir?“ Stefán Broddi segir það rétt að lífeyrissjóðirnir séu ekki eins áberandi á verðbréfamarkaðinum og áður. Þegar svo stórir fjárfestar, sem varðveita megnið af sparnaði almennings, beini sjónum sínum annað hafi það eðli máls samkvæmt áhrif á skilvirkni markaðarins. „Verðbréfamarkaðurinn er mikilvægur fyrir alla eignamyndun á Íslandi. Hann er í raun grunnur að verðlagningu á nær öllum eignum hér landi og því er mikilvægt að hann virki vel. Þarna er ég ekki að tala um verðbreytingar á einstökum hlutabréfum heldur verðmyndun á skuldabréfum ríkisins og fyrirtækja og verðmyndun á eigin fé í krónum yfirhöfuð,“ nefnir Stefán Broddi.Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar.Minna innflæði erlendis frá Árin 2016 og 2017 vó innflæði erlendra fjárfesta inn á íslenska hlutabréfamarkaðinn að hluta til á móti útflæði innlendra fjárfesta, þar á meðal lífeyrissjóðanna, en á þessu ári hefur innflæðið dregist verulega saman. Samkvæmt tölum Seðlabanka Íslands nam innflæði erlendra fjárfesta í innlend hlutabréf, vegna nýfjárfestinga, tæpum 11 milljörðum króna á fyrri helmingi þessa árs borið saman við 33 milljarða á seinni helmingi síðasta árs. Bein hlutabréfaeign erlendra fjárfesta var 18,8 prósent af heildarmarkaðsvirði skráðra félaga í lok síðasta mánaðar, að því er fram kemur í gögnum Kauphallarinnar, en til samanburðar var hlutfallið 21 prósent í september í fyrra og 17,8 prósent í lok árs 2016. Þess má þó geta að afskráning Össurar úr Kauphöllinni í nóvember á síðasta ári hefur áhrif á samanburð á milli ára. Þeir erlendu fjárfestar sem hófu innreið sína á hlutabréfamarkaðinn á árunum 2015 til 2017 – til dæmis bandarísku sjóðastýringarfélögin Eaton Vance og Wellington og breski vogunarsjóðurinn Lansdowne Partners – hafa lítið bætt við sig í skráðum félögum það sem af er árinu og þá hafa fáir erlendir sjóðir komið nýir inn í hluthafahóp Kauphallarfélaga. Bandaríska fjárfestingafélagið American Funds, dótturfélag Capital Group, er þó undanskilið en sjóður í stýringu þess komst í júní í hóp tuttugu stærstu hluthafa Marels með 1,16 prósenta hlut. Magnús Harðarson, forstöðumaður viðskiptasviðs Kauphallarinnar, segist eiga von á því að á næstu misserum muni þátttaka erlendra fjárfesta á markaðinum aukast enn frekar. „Hún hefur vitaskuld verið að aukast undanfarið og eiga erlendir fjárfestar nú vænan hlut í flestum skráðum félögum og teljum við að áframhald verði á þeirri þróun. Við förum jafnframt vonandi inn í FTSE-vísitölumengið í haust og gæti það hjálpað okkur á þessari vegferð,“ segir Magnús.Mikilvægt að fjölga fjárfestum Hann bætir við að stóra hagsmunamálið til framtíðar sé að fjölga fjárfestum, bæði almenningi sem og erlendum fjárfestum, á hlutabréfamarkaðinum. „Skráning Arion banka, sem tókst að mörgu leyti ágætlega, hjálpaði okkur á báðum þessum sviðum. Þetta er eitthvað sem við vinnum ötullega að en framhaldið mun að stórum hluta velta á því hvernig okkur gengur að styrkja og bæta umgjörð markaðarins,“ segir Magnús. Stefán Broddi segir að kaup Brims á ríflega þriðjungshlut í HB Granda og Samherja á fjórðungshlut í Eimskip séu á meðal þess sem stendur upp úr á hlutabréfamarkaðinum. „Þetta eru líkast til stærstu fjárfestingar einkafjárfesta í skráðum félögum frá endurreisn markaðarins. Það hefur í mörg ár verið kallað eftir því að aðrir innlendir fjárfestar en lífeyrissjóðir, sem hafa verið gagnrýndir fyrir að vera alltumlykjandi á hlutabréfamarkaðinum, fjárfesti í skráðum félögum. Þetta eru því stórtíðindi.“ Stefán Broddi segir að þótt mörgum verði tíðrætt um að markaðurinn hafi verið daufur undanfarið hafi síðustu mánuðir verið nokkuð tíðindamiklir. Nærtækt sé að nefna skráningu Arion banka í júní. „Mörg skráð félög eru að vaxa um þessar mundir og nota Kauphöllina til þess að styðja við þann vöxt. Nefna mætti sameiningu N1 og Festar, kaup Regins á Fast-1 og þar á undan kaup Sýnar á eignum 365 og þá eru breytingar í farvatninu hjá Högum ef samkeppnisyfirvöld heimila yfirtöku félagsins á Olís. Marel, langstærsta félagið á markaðinum, hefur sýnt mjög góða og batnandi afkomu að undanförnu og hafa erlendir fjárfestar sýnt félaginu vaxandi áhuga enda skráning í erlenda kauphöll á dagskrá hjá Marel. Afkoma Icelandair Group og fleiri félaga hefur síðan valdið vonbrigðum og þau vonbrigði hafa átt sviðsljósið.“ Stefán Broddi varar við því að mæla gæði verðbréfamarkaða eftir því hvort verð sé að hækka eða lækka. Aðrir þættir séu mikilvægari. „Gæðin ráðast aðallega af því hvort markaðir virki sem tæki til þess að senda út skilaboð um verð og til þess þarf þátttöku og skoðanaskipti,“ segir Stefán Broddi.Ólík þróun heilbrigðismerki Magnús segist til lengri tíma litið ekki hafa áhyggjur af minnkandi veltu í Kauphöllinni undanfarna mánuði. „Við vitum að hugur lífeyrissjóðanna stendur um þessar mundir til þess að auka hlutdeild sína í erlendum eignum. Á meðan halda þeir nokkuð að sér höndum hér innanlands. En það er tímabundið verkefni og teljum við að veltan muni væntanlega taka við sér með haustinu,“ nefnir Magnús og bætir einnig við að von sé á því að þátttaka erlendra fjárfesta á hlutabréfamarkaðinum muni aukast enn frekar næstu misserin. Aðspurður segir Magnús að ekki sé einhlítt að benda á þá þætti sem mestu valda um lækkun úrvalsvísitölunnar undanfarið. Svo virðist sem verðþróun einstakra félaga ráðist að mestu af tíðindum úr rekstri félaganna. „Mér finnst það almennt vera heilbrigðismerki hve breytileg þróunin er eftir einstökum félögum. Ef við lítum til síðustu tólf mánaða hafa sum félög hækkað talsvert á meðan markaðurinn hefur brugðist verr við tíðindum af öðrum félögum sem hafa lækkað. Það er mikill breytileiki í verðþróun félaganna og það er ákveðið heilbrigðismerki.“ „Við teljum markaðinn annars vera í sjálfu sér á ágætum stað. Uppbyggingin gengur ágætlega. Þó svo að veltan hafi aðeins látið á sjá miðað við síðasta ár þarf ekki að fara mjög langt aftur í tímann til þess að sjá aukningu,“ nefnir Magnús. Spurður um þróunina á næstu mánuðum segir Eggert Þór að ýmislegt ráðist af því hvort lífeyrissjóðirnir verði aftur virkari á markaðinum. Samþykki Samkeppniseftirlitsins á yfirtöku Haga á Olís gæti jafnframt blásið lífi í markaðinn. Það sama megi segja ef gengi krónunnar veikist frá því sem nú er. Kjaramálin verði hins vegar stór óvissuþáttur – hangandi yfir fjárfestum – í vetur.
Birtist í Fréttablaðinu Samherji og Seðlabankinn Mest lesið „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Viðskipti innlent Bónus ódýrari en Prís í fjögur skipti af fimm hundruð Neytendur Enn deila Musk og Altman Viðskipti erlent „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf MrBeast gerir tilboð í TikTok Viðskipti erlent Íslandsbanki og VÍS skrifa undir samstarfssamning Neytendur Fleiri fréttir Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Hagnaðurinn dregst saman Hrönn stýrir Kríu Skoða að leita réttar síns vegna „óeðlilegra viðskiptahátta“ ríkisins Jónína tekur við af Elísabetu hjá BBA//Fjeldco Ráðinn forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Ofar Indó sigurvegari Ánægjuvogarinnar Bein útsending: Mannamót markaðsstofa landshlutanna Undirrituðu samstarfssamning við Southwest Airlines Brynja nýr fjármálastjóri LIVE Íslenska ánægjuvogin kynnt á Grand Hóteli Elísabet Hanna til Bara tala Heildarafli síðasta árs 28 prósent minni en 2023 Sjá meira