Bæjarstjóra óheimilt að afsala sér launum sem bæjarfulltrúi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 15. ágúst 2018 05:00 Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar, fær alls 2,2 milljónir á mánuði samkvæmt nýjum ráðningarsamningi. Fréttablaðið/Anton Brink Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að mánaðarlaun Gunnars Einarssonar bæjarstjóra verði rúmar 2,2 milljónir króna. Gunnar hafði boðað það að hann myndi afsala sér launum sem bæjarfulltrúi á kjörtímabilinu en í ljós kom að það gat hann ekki gert. Þrátt fyrir að bæjarstjóralaunin hafi verið lækkuð á móti sat bæjarráðsfulltrúi Garðabæjarlistans hjá við afgreiðslu málsins í gær. Hann segir launin enn allt of há. „Við töldum okkur ekki geta samþykkt þessi ráðningarkjör. Þetta eru allt of há laun miðað við vinnu,“ segir Ingvar Arnarson, bæjarráðsfulltrúi Garðabæjarlistans, sem sat hjá við afgreiðslu málsins. Þá hafi hann einnig gert athugasemd við bifreiðahlunnindi bæjarstjórans, sem bærinn sér fyrir Toyota Land Cruiser-jeppa og greiðir af honum allan rekstrarkostnað. „Miðað við vegalengdir, umhverfissjónarmið og laun þá þykir okkur rétt að hann sjái um sín bílamál sjálfur, eða ef það á að vera bíll að hann verði þá umhverfisvænn,“ segir Ingvar og bætir við að hann hafi grínast með að best færi á því að bæjarstjórinn fengi rafhjól frá IKEA.Áslaug Hulda Jónsdóttir. Fréttablaðið/ValliSamkvæmt ráðningarsamningi Gunnars fær hann greiddar 1.282 þúsund krónur í grunnlaun fyrir dagvinnu sem bæjarstjóri, auk fastrar mánaðarlegrar yfirvinnu sem nemur 732.246 krónum. Ofan á þetta leggjast síðan rúmlega 199 þúsund krónur sem Gunnar fær greiddar sem bæjarfulltrúi. Mikil umræða var fyrir sveitarstjórnarkosningar um launakjör kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra, meðal annars vegna umfjöllunar Fréttablaðsins um miklar hækkanir til þeirra. Eftir kosningar kvaðst Gunnar ætla að afþakka bæjarfulltrúalaunin eftir að hafa náð inn sem aðalmaður. Í ráðningarsamningnum kemur fram að samkvæmt sveitarstjórnarlögum sé „bæjarstjóra óheimilt að afsala sér greiðslu launa fyrir setu í bæjarstjórn“. Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir að vegna þessa hafi bæjarstjóralaunin verið endurskoðuð og ákveðið að lækka þau. Bæði hafi föstum yfirvinnutímum bæjarstjóra verið fækkað og grunnlaunin lækkuð og að bæjarfulltrúalaunum meðtöldum nemi lækkunin um tíu prósentum. Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill lækka laun sín í 2,1 milljón eftir gagnrýni Laun bæjarstjóra Kópavogs sættu harðri gagnrýni fyrir kosningar eftir að hafa hækkað um 32 prósent milli ára. Leggur nú til að laun hans og bæjarfulltrúa Kópavogs lækki um 15 prósent. Verður áfram næstlaunahæsti bæjarstjórinn. 29. júní 2018 06:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Bæjarráð Garðabæjar samþykkti á fundi sínum í gærmorgun að mánaðarlaun Gunnars Einarssonar bæjarstjóra verði rúmar 2,2 milljónir króna. Gunnar hafði boðað það að hann myndi afsala sér launum sem bæjarfulltrúi á kjörtímabilinu en í ljós kom að það gat hann ekki gert. Þrátt fyrir að bæjarstjóralaunin hafi verið lækkuð á móti sat bæjarráðsfulltrúi Garðabæjarlistans hjá við afgreiðslu málsins í gær. Hann segir launin enn allt of há. „Við töldum okkur ekki geta samþykkt þessi ráðningarkjör. Þetta eru allt of há laun miðað við vinnu,“ segir Ingvar Arnarson, bæjarráðsfulltrúi Garðabæjarlistans, sem sat hjá við afgreiðslu málsins. Þá hafi hann einnig gert athugasemd við bifreiðahlunnindi bæjarstjórans, sem bærinn sér fyrir Toyota Land Cruiser-jeppa og greiðir af honum allan rekstrarkostnað. „Miðað við vegalengdir, umhverfissjónarmið og laun þá þykir okkur rétt að hann sjái um sín bílamál sjálfur, eða ef það á að vera bíll að hann verði þá umhverfisvænn,“ segir Ingvar og bætir við að hann hafi grínast með að best færi á því að bæjarstjórinn fengi rafhjól frá IKEA.Áslaug Hulda Jónsdóttir. Fréttablaðið/ValliSamkvæmt ráðningarsamningi Gunnars fær hann greiddar 1.282 þúsund krónur í grunnlaun fyrir dagvinnu sem bæjarstjóri, auk fastrar mánaðarlegrar yfirvinnu sem nemur 732.246 krónum. Ofan á þetta leggjast síðan rúmlega 199 þúsund krónur sem Gunnar fær greiddar sem bæjarfulltrúi. Mikil umræða var fyrir sveitarstjórnarkosningar um launakjör kjörinna fulltrúa og bæjarstjóra, meðal annars vegna umfjöllunar Fréttablaðsins um miklar hækkanir til þeirra. Eftir kosningar kvaðst Gunnar ætla að afþakka bæjarfulltrúalaunin eftir að hafa náð inn sem aðalmaður. Í ráðningarsamningnum kemur fram að samkvæmt sveitarstjórnarlögum sé „bæjarstjóra óheimilt að afsala sér greiðslu launa fyrir setu í bæjarstjórn“. Áslaug Hulda Jónsdóttir, formaður bæjarráðs, segir að vegna þessa hafi bæjarstjóralaunin verið endurskoðuð og ákveðið að lækka þau. Bæði hafi föstum yfirvinnutímum bæjarstjóra verið fækkað og grunnlaunin lækkuð og að bæjarfulltrúalaunum meðtöldum nemi lækkunin um tíu prósentum.
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Vill lækka laun sín í 2,1 milljón eftir gagnrýni Laun bæjarstjóra Kópavogs sættu harðri gagnrýni fyrir kosningar eftir að hafa hækkað um 32 prósent milli ára. Leggur nú til að laun hans og bæjarfulltrúa Kópavogs lækki um 15 prósent. Verður áfram næstlaunahæsti bæjarstjórinn. 29. júní 2018 06:00 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Innlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Fleiri fréttir Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Ríkið selur villu og vill tæpan milljarð Lengja opnunartímann aftur Ákærður fyrir að reyna að svipta tvo lífi Stefnir í annað metár í frávísunum Þáttaskil hafi orðið í skjálftavirkni í Ljósufjallakerfinu á föstudag Laumaði sér í vasa ferðamanns og hirti af honum kortin Börn niður í átta mánaða fá inni á leikskóla Jörð skelfur í Ljósufjöllum Umsóknum um alþjóðlega vernd fækkar verulega Öll börn fái leikskólapláss frá 18 mánaða aldri Gullbakka stolið á Skólavörðustíg: „Þetta eru galdramenn“ Frú Vigdís fagnar 95 ára afmæli Stærsti skjálfti sem mælst hefur á svæðinu frá því virkni hófst Tveir skjálftar yfir fjórum að stærð í Bárðarbungu Sjá meira
Vill lækka laun sín í 2,1 milljón eftir gagnrýni Laun bæjarstjóra Kópavogs sættu harðri gagnrýni fyrir kosningar eftir að hafa hækkað um 32 prósent milli ára. Leggur nú til að laun hans og bæjarfulltrúa Kópavogs lækki um 15 prósent. Verður áfram næstlaunahæsti bæjarstjórinn. 29. júní 2018 06:00