Um þrjú hundruð kaþólskir prestar í Pennsylvaníu sakaðir um barnaníð Atli Ísleifsson skrifar 14. ágúst 2018 20:34 Josh Shapiro, dómsmálaráðherra Pennsylvaníu, kynnti efni skýrslunnar í dag. Vísir/AP Rúmlega þrjú hundruð prestar kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum eru taldir hafa brotið kynferðislega gegn rúmlega þúsund börnum á síðustu áratugum. Þetta er niðurstaða umfangsmikillar rannsóknar yfirvalda sem kynnt var fyrr í dag. Washington Post segir frá. Brotin eiga að hafa verið framin á sjötíu ára tímabili og verið þögguð niður af kaþólsku kirkjunni í ríkinu að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Skýrslan byggir á tugum viðtala við fórnarlömb og um hálfa milljón skjala úr fórum kirkjunnar. „Við teljum að raunverulegur fjöldi barna, upplýsingar hverra hafa horfið eða sem voru of hrædd til að stíga fram, sé nokkur þúsund,“ segir í skýrslunni sem er um 1.400 síður að lengd.Sú umfangsmesta frá Boston-skýrslunni Rannsóknin var framkvæmd að beiðni ríkissaksóknaraembættisins í Pennsylvaníu. Þetta er ein umfangsmesta rannsóknin á kynferðisbrotum þjóna kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum frá því að upp komst um brot presta í Boston í Massachusetts fyrir um tuttugu árum. Ekki er ljóst hvað mörg brot í Pennsylvaníu komi til með að leiða til málaferla. Vegna þöggunnar kirkjunnar er ljóst að mörg brotin séu fyrnd. Í skýrslunni er þó tiltekið að tveir prestar hafi brotið gegn börnum síðasta áratuginn.Í skýrslunni kemur ennfremur fram að flest fórnarlömb prestanna hafi ekki verið orðin kynþroska þegar brotið var gegn þeim og þeim hafi verið stjórnað, meðal annars með hjálp áfengis og kláms.Vörðu kirkjuna Leiðtogar kaþólsku kirkjunnar eiga að hafa skipulega þaggað niður brotin og varið þjóna kirkjunnar og kirkjuna sjálfa gegn öllum þeim ásökunum sem á þau voru borin. Bandarískir fjölmiðlar greina einnig frá því að fjölmargir grunaðra hafi reynt að koma í veg fyrir birtingu skýrslunnar. Saksóknarar, fjölmiðlar og fórnarlömb hafi þrýst á að skýrslan verði gerð opinber, en æðsti dómstóll ríkisins úrskurðaði í síðasta mánuði að svo skyldi vera. Nokkur þeirra nafna sem fram koma í skýrslunni hafa þó verið afmáð. Bandaríkin Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Rúmlega þrjú hundruð prestar kaþólsku kirkjunnar í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum eru taldir hafa brotið kynferðislega gegn rúmlega þúsund börnum á síðustu áratugum. Þetta er niðurstaða umfangsmikillar rannsóknar yfirvalda sem kynnt var fyrr í dag. Washington Post segir frá. Brotin eiga að hafa verið framin á sjötíu ára tímabili og verið þögguð niður af kaþólsku kirkjunni í ríkinu að því er fram kemur í skýrslu rannsóknarnefndarinnar. Skýrslan byggir á tugum viðtala við fórnarlömb og um hálfa milljón skjala úr fórum kirkjunnar. „Við teljum að raunverulegur fjöldi barna, upplýsingar hverra hafa horfið eða sem voru of hrædd til að stíga fram, sé nokkur þúsund,“ segir í skýrslunni sem er um 1.400 síður að lengd.Sú umfangsmesta frá Boston-skýrslunni Rannsóknin var framkvæmd að beiðni ríkissaksóknaraembættisins í Pennsylvaníu. Þetta er ein umfangsmesta rannsóknin á kynferðisbrotum þjóna kaþólsku kirkjunnar í Bandaríkjunum frá því að upp komst um brot presta í Boston í Massachusetts fyrir um tuttugu árum. Ekki er ljóst hvað mörg brot í Pennsylvaníu komi til með að leiða til málaferla. Vegna þöggunnar kirkjunnar er ljóst að mörg brotin séu fyrnd. Í skýrslunni er þó tiltekið að tveir prestar hafi brotið gegn börnum síðasta áratuginn.Í skýrslunni kemur ennfremur fram að flest fórnarlömb prestanna hafi ekki verið orðin kynþroska þegar brotið var gegn þeim og þeim hafi verið stjórnað, meðal annars með hjálp áfengis og kláms.Vörðu kirkjuna Leiðtogar kaþólsku kirkjunnar eiga að hafa skipulega þaggað niður brotin og varið þjóna kirkjunnar og kirkjuna sjálfa gegn öllum þeim ásökunum sem á þau voru borin. Bandarískir fjölmiðlar greina einnig frá því að fjölmargir grunaðra hafi reynt að koma í veg fyrir birtingu skýrslunnar. Saksóknarar, fjölmiðlar og fórnarlömb hafi þrýst á að skýrslan verði gerð opinber, en æðsti dómstóll ríkisins úrskurðaði í síðasta mánuði að svo skyldi vera. Nokkur þeirra nafna sem fram koma í skýrslunni hafa þó verið afmáð.
Bandaríkin Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira