Enski boltinn

Pochettino: City og Liverpool líklegust en við erum í góðri stöðu

Anton Ingi Leifsson skrifar
Pochettino líflegur á hliðarlínunni í kvöld.
Pochettino líflegur á hliðarlínunni í kvöld. vísir/getty
Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham, segir að hans menn eigi möguleika á titlinum en þó séu Liverpool og City líklegri til að taka þann stóra.

Tottenham lenti í engum vandræðum með Everton á útivelli í dag. Tottenham skoraði sex mörk gegn tveimur mörkum heimamanna. 6-2 stórsigur en Pochettino kastaði kveðju á konuna í leikslok.

„Þetta er gjöf fyrir konuna mína. Við giftum okkur fyrir 26 árum síðan og þetta er frábær leið til að fagna því,“ sagði Pochettino í samtali við fjölmiðla í leikslok.

„Við spiluðum mjög erfiðan leik á miðvikudaginn gegn Arsenal og í dag var liðið mjög ferskt með næga orku. Við spiluðum goðan fótbolta. Þetta var fra´bært. Þegar þú spilar svona ertu stoltur.“

„Everton er með mjög gott lið. Þeir skoruðu og við vorum undir en andinn í liðinu var frábær. Þetta var erfitt í byrjun en við réðum yfir leiknum allan tímann. Við erum í erfiðri leikjatörn en þetta er góð leið til að byrja hana.“

Aðspurður um hversu mikla möguleika Tottenham ætti á að vinna titilinn sagði Pochettino að það séu tvö lið sem standi þeim framar núna.

„Liverpool og City eru líklegust til að vinna titilinn en við erum í góðri stöðu. Það er þó nóg eftir af mótinu,“ sagði Argentínumaðurinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×