Arnór: Ólýsanlegt að sjá boltann í netinu en skrýtið inni í klefanum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 23. desember 2018 19:30 Arnór Sigurðsson í leik með CSKA Moskvu. vísir/getty Arnór Sigurðsson verður tvítugur þann 15. maí næstkomandi en engu að síður hefur hann afrekað það sem enginn annar Íslendingur hefur gert - að skora gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu. Það gerði hann í 3-0 sigri CSKA Moskvu á Evrópumeisturunum í Meistaradeild Evrópu fyrr í þessum mánuði. Arnór gaf einnig stoðsendingu í leiknum en hann segir að það hafi verið einstök tilfinning að skora á þessum fornfræga velli. „Það var ólýsanleg tilfinning að sjá boltann í netinu og að vinna 3-0 á Bernabeu er ekki leiðinlegra,“ sagði Arnór en þrátt fyrir sigurinn dugði hann CSKU Moskvu ekki til að komast áfram, hvorki í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar né heldur 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. CSKA hafnaði neðst í riðlinum með sjö stig og er úr leik í Evrópukeppnunum í ár.Klippa: Arnór skorar gegn Real „Það var gríðarlega svekkjandi. Við þurftum að fara á Bernabeu til að sækja þrjú stig og okkur tókst það. Það var skrýtin tilfinning inni í klefa eftir leik þar sem okkur tókst ekki einu sinni að komast í Evrópudeildina eftir 3-0 sigur á Real Madrid,“ sagði Arnór. CSKA Moskva er stórlið og Arnór finnur vel fyrir því. Hann nýtur góðs af því að annar Íslendingur er í liðinu, miðvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon, sem hefur hjálpað honum að aðlagast vel á skömmum tíma. „Það er mikil pressa á okkur og þetta er stór klúbbur. Maður finnur það í rússnesku deildinni að það er ekkert kjaftæði í boði þar. Það er mikil pressa á okkur, en það er gaman,“ sagði Arnór.Klippa: Arnór: Einstakt að skora á Santiago Bernabeu Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór: Lykilatriði að hafa trú á draumunum sínum Arnór Sigurðsson hefur átt ótrúlegt ár 2018 sem náði hápunkti á Santiago Bernabeu fyrr í þessum mánuði, er hann skoraði og lagði upp í 3-0 sigri á Evrópumeisturum Real Madrid. 21. desember 2018 20:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Arnór Sigurðsson verður tvítugur þann 15. maí næstkomandi en engu að síður hefur hann afrekað það sem enginn annar Íslendingur hefur gert - að skora gegn Real Madrid á Santiago Bernabeu. Það gerði hann í 3-0 sigri CSKA Moskvu á Evrópumeisturunum í Meistaradeild Evrópu fyrr í þessum mánuði. Arnór gaf einnig stoðsendingu í leiknum en hann segir að það hafi verið einstök tilfinning að skora á þessum fornfræga velli. „Það var ólýsanleg tilfinning að sjá boltann í netinu og að vinna 3-0 á Bernabeu er ekki leiðinlegra,“ sagði Arnór en þrátt fyrir sigurinn dugði hann CSKU Moskvu ekki til að komast áfram, hvorki í 16-liða úrslit Meistaradeildarinnar né heldur 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar. CSKA hafnaði neðst í riðlinum með sjö stig og er úr leik í Evrópukeppnunum í ár.Klippa: Arnór skorar gegn Real „Það var gríðarlega svekkjandi. Við þurftum að fara á Bernabeu til að sækja þrjú stig og okkur tókst það. Það var skrýtin tilfinning inni í klefa eftir leik þar sem okkur tókst ekki einu sinni að komast í Evrópudeildina eftir 3-0 sigur á Real Madrid,“ sagði Arnór. CSKA Moskva er stórlið og Arnór finnur vel fyrir því. Hann nýtur góðs af því að annar Íslendingur er í liðinu, miðvörðurinn Hörður Björgvin Magnússon, sem hefur hjálpað honum að aðlagast vel á skömmum tíma. „Það er mikil pressa á okkur og þetta er stór klúbbur. Maður finnur það í rússnesku deildinni að það er ekkert kjaftæði í boði þar. Það er mikil pressa á okkur, en það er gaman,“ sagði Arnór.Klippa: Arnór: Einstakt að skora á Santiago Bernabeu
Fótbolti Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Arnór: Lykilatriði að hafa trú á draumunum sínum Arnór Sigurðsson hefur átt ótrúlegt ár 2018 sem náði hápunkti á Santiago Bernabeu fyrr í þessum mánuði, er hann skoraði og lagði upp í 3-0 sigri á Evrópumeisturum Real Madrid. 21. desember 2018 20:30 Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Fleiri fréttir Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Celta sótti jafntefli gegn tíu Börsungum Haraldur Árni áfram með Grindavík Sveindís funheit inn af bekknum og setti tvö Bodø/Glimt með langþráðan sigur Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Gamla konan áfram taplaus Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Stefan ætlar að koma Keflavík í deild þeirra bestu Jóhann lagði upp langþráð mark Ævintýri Róberts og félaga heldur áfram Ingibjörg og Hafrún nálgast Emilíu Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Albert kemur til greina sem sá besti á Ítalíu Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Sjá meira
Arnór: Lykilatriði að hafa trú á draumunum sínum Arnór Sigurðsson hefur átt ótrúlegt ár 2018 sem náði hápunkti á Santiago Bernabeu fyrr í þessum mánuði, er hann skoraði og lagði upp í 3-0 sigri á Evrópumeisturum Real Madrid. 21. desember 2018 20:30