Hátt núðluverð í Þrastalundi kom eigandanum á óvart Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. september 2018 14:45 Þrastalundur er eflaust einn nafntogaðasti söluskáli á Suðurlandi eftir reglulegar fréttir af viðskiptaháttum hans á síðustu misserum. Vísir Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar í Grímsnesi, kom af fjöllum þegar blaðamaður spurðist fyrir um verðið á núðlum sem hægt er að fá í kjörbúð söluskálans. Um er að ræða Pot Noodle frá Knorr, núðlupakka sem hellt er heitu vatni yfir og hægt er að neyta beint upp úr plastöskjunni. Lesanda Vísis þótti uppsett verð, 750 krónur, vera óhóflegt því núðlur séu alla jafna með ódýrari matvælum. Því til staðfestingar megi fá sömu núðlutegund á 249 krónur í verslun Nettó á Selfossi, steinsnar frá Þrastalundi. Í samtali við Vísi tók Sverrir í sama streng. Í fljótu bragði þætti honum þetta hátt verð fyrir núðlur. Eftir að hafa spurst fyrir meðal starfsmanna Þrastalundar hafi niðurstaðan verið sú að um „mistök í verðlagningu“ hafi verið að ræða. Því hafi hann tekið ákvörðun um að lækka verðið í 450 krónur eftir ábendingu blaðamanns.Umræddar núðlur, fyrir og eftir verðbreytingu.Aðsendar„Ég er ánægður með að fólk sé að fylgjast með og passa upp á okkur, því markmiðið er svo sannarlega að bjóða upp á ljúffengan mat, góða þjónustu og gott úrval í versluninni á sanngjörnu verði,“ segir Sverrir. Hann vill jafnframt taka fram að í Þrastalundi sé búið að koma upp aðstöðu fyrir ferðalanga - „hér er snyrting sem er ekki rukkað fyrir notkun, fólk getur svo keypt sér mat í versluninni okkar og borðað í notalegu umhverfi. Hér er frítt íslenskt vatn eins og menn geta í sig látið, frítt internet og svo framvegis,“ segir Sverrir. Fólk sé því ekki aðeins að greiða fyrir vörurnar í Þrastalundi heldur einnig aðgengi að þessari aðstöðu.Sjá einnig: Brönsinn í Þrastalundi milli tannanna á fólkiÞetta er í annað sinn á þessu ári sem verð í Þrastalundi hefur verið lækkað eftir símhringingu blaðamanns. Það gerðist síðast í upphafi árs þegar verðið á hálfslítra vatnsflösku var lækkað hressilega. Athygli vekur að vatnsflöskuverðlækkunin, úr 750 krónum í 450, er sú sama og í tilfelli núðluréttarins. Lækkunin á vatninu og núðlunum nemur því 40 prósentum. Þrastalundur er vinsæll áningarstaður á Suðurlandi, þangað sem ferðamenn og áhrifavaldar leggja reglulega leið sína. Staðurinn hefur ítrekað ratað í fréttirnar, ekki aðeins fyrir verðlag og sýnileika á samfélagsmiðlum heldur einnig fyrir auðvelt aðgengi að áfengi í kjörbúð Þrastalundar. Þá hefur eigandinn, Sverrir Einar, einnig fangað athygli fjölmiðla fyrir margvísleg viðskipti, til að mynda með íbúðir, pizzur og gull. Neytendur Tengdar fréttir Lækkuðu verðið um 40 prósent eftir símtal frá blaðamanni 750 mL vatnsflaska kostaði 750 krónur í Þrastarludni þar til eigandanum barst símtal. 14. janúar 2018 23:38 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00 Mest lesið Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Viðskipti innlent Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Indó ríður aftur á vaðið Neytendur Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Neytendur Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Sjá meira
Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar í Grímsnesi, kom af fjöllum þegar blaðamaður spurðist fyrir um verðið á núðlum sem hægt er að fá í kjörbúð söluskálans. Um er að ræða Pot Noodle frá Knorr, núðlupakka sem hellt er heitu vatni yfir og hægt er að neyta beint upp úr plastöskjunni. Lesanda Vísis þótti uppsett verð, 750 krónur, vera óhóflegt því núðlur séu alla jafna með ódýrari matvælum. Því til staðfestingar megi fá sömu núðlutegund á 249 krónur í verslun Nettó á Selfossi, steinsnar frá Þrastalundi. Í samtali við Vísi tók Sverrir í sama streng. Í fljótu bragði þætti honum þetta hátt verð fyrir núðlur. Eftir að hafa spurst fyrir meðal starfsmanna Þrastalundar hafi niðurstaðan verið sú að um „mistök í verðlagningu“ hafi verið að ræða. Því hafi hann tekið ákvörðun um að lækka verðið í 450 krónur eftir ábendingu blaðamanns.Umræddar núðlur, fyrir og eftir verðbreytingu.Aðsendar„Ég er ánægður með að fólk sé að fylgjast með og passa upp á okkur, því markmiðið er svo sannarlega að bjóða upp á ljúffengan mat, góða þjónustu og gott úrval í versluninni á sanngjörnu verði,“ segir Sverrir. Hann vill jafnframt taka fram að í Þrastalundi sé búið að koma upp aðstöðu fyrir ferðalanga - „hér er snyrting sem er ekki rukkað fyrir notkun, fólk getur svo keypt sér mat í versluninni okkar og borðað í notalegu umhverfi. Hér er frítt íslenskt vatn eins og menn geta í sig látið, frítt internet og svo framvegis,“ segir Sverrir. Fólk sé því ekki aðeins að greiða fyrir vörurnar í Þrastalundi heldur einnig aðgengi að þessari aðstöðu.Sjá einnig: Brönsinn í Þrastalundi milli tannanna á fólkiÞetta er í annað sinn á þessu ári sem verð í Þrastalundi hefur verið lækkað eftir símhringingu blaðamanns. Það gerðist síðast í upphafi árs þegar verðið á hálfslítra vatnsflösku var lækkað hressilega. Athygli vekur að vatnsflöskuverðlækkunin, úr 750 krónum í 450, er sú sama og í tilfelli núðluréttarins. Lækkunin á vatninu og núðlunum nemur því 40 prósentum. Þrastalundur er vinsæll áningarstaður á Suðurlandi, þangað sem ferðamenn og áhrifavaldar leggja reglulega leið sína. Staðurinn hefur ítrekað ratað í fréttirnar, ekki aðeins fyrir verðlag og sýnileika á samfélagsmiðlum heldur einnig fyrir auðvelt aðgengi að áfengi í kjörbúð Þrastalundar. Þá hefur eigandinn, Sverrir Einar, einnig fangað athygli fjölmiðla fyrir margvísleg viðskipti, til að mynda með íbúðir, pizzur og gull.
Neytendur Tengdar fréttir Lækkuðu verðið um 40 prósent eftir símtal frá blaðamanni 750 mL vatnsflaska kostaði 750 krónur í Þrastarludni þar til eigandanum barst símtal. 14. janúar 2018 23:38 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00 Mest lesið Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Neytendur Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Viðskipti innlent Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Neytendur Indó ríður aftur á vaðið Neytendur Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Neytendur Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Viðskipti innlent Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Viðskipti innlent Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hersir til Símans Furðar sig á að þurfa að stefna fyrrverandi ráðherra til vitnis Mariam til Wisefish Heinemann stilli innlendum birgjum upp við vegg Kaupir þróunarstarfsemi Xbrane á 3,6 milljarða Tekur við stöðu fjármálastjóra hjá Set ehf. Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Staðfesta umfangsmikil og alvarleg samráðsbrot Samskipa Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Bein útsending: Ársfundur Samorku – Framkvæmum fyrir framtíðina Sólrún tekur við af Kristínu Lindu Lára nýr samskiptastjóri Reita Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Vaxtalækkunarferli Seðlabankans heldur áfram Markaðsmála- og upplifunardeild Isavia lögð niður Ekki víst að Carbfix-verkefnið verði lagt fyrir bæjarstjórn Vill að hagkvæmni olíuleitar á Drekasvæðinu verði metin Nú er hægt að bjóða í fasteignir með smáforriti Kaupir Horn III út úr Líflandi Kvarta til Samkeppniseftirlitsins vegna meints ólöglegs samráðs SVEIT Ráðin til forystustarfa hjá Origo Versta kartöfluuppskeran í áratugi Ráðinn framkvæmdastjóri Dekkjahallarinnar Þúsundir íbúða í skammtímaleigu fari í langtímaleigu Niðurstaða um Carbfix í Hafnarfirði á næsta leiti Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Sjá meira
Lækkuðu verðið um 40 prósent eftir símtal frá blaðamanni 750 mL vatnsflaska kostaði 750 krónur í Þrastarludni þar til eigandanum barst símtal. 14. janúar 2018 23:38
Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30
Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00
Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent
Liv sakar Guðjón um sögufölsun: „Það stappar nærri siðblindu ef hann trúir þessu sjálfur“ Viðskipti innlent