Hátt núðluverð í Þrastalundi kom eigandanum á óvart Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. september 2018 14:45 Þrastalundur er eflaust einn nafntogaðasti söluskáli á Suðurlandi eftir reglulegar fréttir af viðskiptaháttum hans á síðustu misserum. Vísir Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar í Grímsnesi, kom af fjöllum þegar blaðamaður spurðist fyrir um verðið á núðlum sem hægt er að fá í kjörbúð söluskálans. Um er að ræða Pot Noodle frá Knorr, núðlupakka sem hellt er heitu vatni yfir og hægt er að neyta beint upp úr plastöskjunni. Lesanda Vísis þótti uppsett verð, 750 krónur, vera óhóflegt því núðlur séu alla jafna með ódýrari matvælum. Því til staðfestingar megi fá sömu núðlutegund á 249 krónur í verslun Nettó á Selfossi, steinsnar frá Þrastalundi. Í samtali við Vísi tók Sverrir í sama streng. Í fljótu bragði þætti honum þetta hátt verð fyrir núðlur. Eftir að hafa spurst fyrir meðal starfsmanna Þrastalundar hafi niðurstaðan verið sú að um „mistök í verðlagningu“ hafi verið að ræða. Því hafi hann tekið ákvörðun um að lækka verðið í 450 krónur eftir ábendingu blaðamanns.Umræddar núðlur, fyrir og eftir verðbreytingu.Aðsendar„Ég er ánægður með að fólk sé að fylgjast með og passa upp á okkur, því markmiðið er svo sannarlega að bjóða upp á ljúffengan mat, góða þjónustu og gott úrval í versluninni á sanngjörnu verði,“ segir Sverrir. Hann vill jafnframt taka fram að í Þrastalundi sé búið að koma upp aðstöðu fyrir ferðalanga - „hér er snyrting sem er ekki rukkað fyrir notkun, fólk getur svo keypt sér mat í versluninni okkar og borðað í notalegu umhverfi. Hér er frítt íslenskt vatn eins og menn geta í sig látið, frítt internet og svo framvegis,“ segir Sverrir. Fólk sé því ekki aðeins að greiða fyrir vörurnar í Þrastalundi heldur einnig aðgengi að þessari aðstöðu.Sjá einnig: Brönsinn í Þrastalundi milli tannanna á fólkiÞetta er í annað sinn á þessu ári sem verð í Þrastalundi hefur verið lækkað eftir símhringingu blaðamanns. Það gerðist síðast í upphafi árs þegar verðið á hálfslítra vatnsflösku var lækkað hressilega. Athygli vekur að vatnsflöskuverðlækkunin, úr 750 krónum í 450, er sú sama og í tilfelli núðluréttarins. Lækkunin á vatninu og núðlunum nemur því 40 prósentum. Þrastalundur er vinsæll áningarstaður á Suðurlandi, þangað sem ferðamenn og áhrifavaldar leggja reglulega leið sína. Staðurinn hefur ítrekað ratað í fréttirnar, ekki aðeins fyrir verðlag og sýnileika á samfélagsmiðlum heldur einnig fyrir auðvelt aðgengi að áfengi í kjörbúð Þrastalundar. Þá hefur eigandinn, Sverrir Einar, einnig fangað athygli fjölmiðla fyrir margvísleg viðskipti, til að mynda með íbúðir, pizzur og gull. Neytendur Tengdar fréttir Lækkuðu verðið um 40 prósent eftir símtal frá blaðamanni 750 mL vatnsflaska kostaði 750 krónur í Þrastarludni þar til eigandanum barst símtal. 14. janúar 2018 23:38 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Sverrir Einar Eiríksson, eigandi Þrastalundar í Grímsnesi, kom af fjöllum þegar blaðamaður spurðist fyrir um verðið á núðlum sem hægt er að fá í kjörbúð söluskálans. Um er að ræða Pot Noodle frá Knorr, núðlupakka sem hellt er heitu vatni yfir og hægt er að neyta beint upp úr plastöskjunni. Lesanda Vísis þótti uppsett verð, 750 krónur, vera óhóflegt því núðlur séu alla jafna með ódýrari matvælum. Því til staðfestingar megi fá sömu núðlutegund á 249 krónur í verslun Nettó á Selfossi, steinsnar frá Þrastalundi. Í samtali við Vísi tók Sverrir í sama streng. Í fljótu bragði þætti honum þetta hátt verð fyrir núðlur. Eftir að hafa spurst fyrir meðal starfsmanna Þrastalundar hafi niðurstaðan verið sú að um „mistök í verðlagningu“ hafi verið að ræða. Því hafi hann tekið ákvörðun um að lækka verðið í 450 krónur eftir ábendingu blaðamanns.Umræddar núðlur, fyrir og eftir verðbreytingu.Aðsendar„Ég er ánægður með að fólk sé að fylgjast með og passa upp á okkur, því markmiðið er svo sannarlega að bjóða upp á ljúffengan mat, góða þjónustu og gott úrval í versluninni á sanngjörnu verði,“ segir Sverrir. Hann vill jafnframt taka fram að í Þrastalundi sé búið að koma upp aðstöðu fyrir ferðalanga - „hér er snyrting sem er ekki rukkað fyrir notkun, fólk getur svo keypt sér mat í versluninni okkar og borðað í notalegu umhverfi. Hér er frítt íslenskt vatn eins og menn geta í sig látið, frítt internet og svo framvegis,“ segir Sverrir. Fólk sé því ekki aðeins að greiða fyrir vörurnar í Þrastalundi heldur einnig aðgengi að þessari aðstöðu.Sjá einnig: Brönsinn í Þrastalundi milli tannanna á fólkiÞetta er í annað sinn á þessu ári sem verð í Þrastalundi hefur verið lækkað eftir símhringingu blaðamanns. Það gerðist síðast í upphafi árs þegar verðið á hálfslítra vatnsflösku var lækkað hressilega. Athygli vekur að vatnsflöskuverðlækkunin, úr 750 krónum í 450, er sú sama og í tilfelli núðluréttarins. Lækkunin á vatninu og núðlunum nemur því 40 prósentum. Þrastalundur er vinsæll áningarstaður á Suðurlandi, þangað sem ferðamenn og áhrifavaldar leggja reglulega leið sína. Staðurinn hefur ítrekað ratað í fréttirnar, ekki aðeins fyrir verðlag og sýnileika á samfélagsmiðlum heldur einnig fyrir auðvelt aðgengi að áfengi í kjörbúð Þrastalundar. Þá hefur eigandinn, Sverrir Einar, einnig fangað athygli fjölmiðla fyrir margvísleg viðskipti, til að mynda með íbúðir, pizzur og gull.
Neytendur Tengdar fréttir Lækkuðu verðið um 40 prósent eftir símtal frá blaðamanni 750 mL vatnsflaska kostaði 750 krónur í Þrastarludni þar til eigandanum barst símtal. 14. janúar 2018 23:38 Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30 Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00 Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf „Svarið er einfaldlega: Svona höfum við alltaf gert þetta“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Lækkuðu verðið um 40 prósent eftir símtal frá blaðamanni 750 mL vatnsflaska kostaði 750 krónur í Þrastarludni þar til eigandanum barst símtal. 14. janúar 2018 23:38
Skrautleg viðskiptasaga: Gullsala, demantaviðskipti, pítsastaður og 95 prósent fasteignalán Sverrir Einar Eiríksson, eigandi byggingafélagsins Þaks, á að baki ansi skrautlegan feril. 8. febrúar 2017 14:30
Brönsinn í Þrastalundi á milli tannanna á fólki Auglýsingaherferð Þrastalundar hefur verið umtöluð að undanförnu. 2. apríl 2017 09:00