Haukur Heiðar Hauksson spilaði tíu mínútur í dag þegar lið hans AIK vann nauman sigur á Elfsborg í sænsku knattspyrnunni.
Fyrir leikinn í dag voru Haukur og félagar í 1.sæti deildarinnar með 36 stig, jafn mörg stig og Hammarby sem sátu í 2.sætinu.
Það var fátt um fínadrætti í fyrri hálfleiknum og því markalaust í leikhléinu.
Í seinni hálfleiknum sótti AIK ennþá meira og komust yfir á 58. mínútu þegar Henok Goitom skoraði. Þetta reyndist eina mark leiksins og því AIK komið með 39 stig á toppi deildarinnar en þó búið að spila einum leik meira. Elfsborg er í 13.sæti með 16 stig.

