Asíuríki bregðast illa við verndartollum Trump Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2018 20:18 Trump var stoltur af því að hafa skrifað undir ákvörðun um verndartollana í gær. Hann hefur lýst stefnu sinni sem svo að hann setji Bandaríkin í fyrsta sæti. Ákvörðunin gæti þó leitt til þess að þúsundir starfa í sólarorkuiðnaði glatist. Vísir/AFP Kínverjar og Suður-Kóreumenn segjast ætla að leita réttar síns vegna ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um að leggja háa verndartolla á innfluttar sólarsellur og þvottavélar. Tollarnir koma harðast niður á þjóðunum tveimur en þeir geta í sumum tilfellum náð 50%. Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að leggja verndartollana á eftir að ráðgjafar hans í viðskiptamálum komust að þeirri niðurstöðu að innflutningur á ódýrum sólarsellum og þvottavélum skaðaði innlenda framleiðslu í gær. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að Suður-Kórea ætli að kvarta til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Kínverskir ráðamenn telja tollana ganga of langt og ætla að verja hagsmuni sína á vettvangi stofnunarinnar. Suður-kóresk tæknifyrirtæki eins og Samsung og LG fordæma tollana. Í yfirlýsingu kallaði Samsung tollana „skatt á alla neytendur sem vilja kaupa þvottavélar“. Samtök bandaríska sólarorkuiðnaðarins telja að 23.000 störf muni glatast í Bandaríkjunum vegna verndartollanna. Bandarískir framleiðir sólarsellna geti ekki annað eftirspurn og því verði minna að gera fyrir fyrirtæki sem setja sellurnar upp og selja þjónustu í kringum þær. Umhverfisverndarsinnar vara við því að tollarnir muni hægja á skipti Bandaríkjamanna úr jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega orkugjafa. Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Spá 43% vexti í endurnýjanlegum orkugjöfum til 2022 Vöxtur endurnýjanlegra raforkugjafa stefnir í að vera hraðari en Alþjóðaorkumálastofnunin spáði. 4. október 2017 17:41 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Kínverjar og Suður-Kóreumenn segjast ætla að leita réttar síns vegna ákvörðunar Bandaríkjastjórnar um að leggja háa verndartolla á innfluttar sólarsellur og þvottavélar. Tollarnir koma harðast niður á þjóðunum tveimur en þeir geta í sumum tilfellum náð 50%. Donald Trump Bandaríkjaforseti ákvað að leggja verndartollana á eftir að ráðgjafar hans í viðskiptamálum komust að þeirri niðurstöðu að innflutningur á ódýrum sólarsellum og þvottavélum skaðaði innlenda framleiðslu í gær. Í frétt breska ríkisútvarpsins BBC kemur fram að Suður-Kórea ætli að kvarta til Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar. Kínverskir ráðamenn telja tollana ganga of langt og ætla að verja hagsmuni sína á vettvangi stofnunarinnar. Suður-kóresk tæknifyrirtæki eins og Samsung og LG fordæma tollana. Í yfirlýsingu kallaði Samsung tollana „skatt á alla neytendur sem vilja kaupa þvottavélar“. Samtök bandaríska sólarorkuiðnaðarins telja að 23.000 störf muni glatast í Bandaríkjunum vegna verndartollanna. Bandarískir framleiðir sólarsellna geti ekki annað eftirspurn og því verði minna að gera fyrir fyrirtæki sem setja sellurnar upp og selja þjónustu í kringum þær. Umhverfisverndarsinnar vara við því að tollarnir muni hægja á skipti Bandaríkjamanna úr jarðefnaeldsneyti yfir í endurnýjanlega orkugjafa.
Donald Trump Tengdar fréttir Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12 Spá 43% vexti í endurnýjanlegum orkugjöfum til 2022 Vöxtur endurnýjanlegra raforkugjafa stefnir í að vera hraðari en Alþjóðaorkumálastofnunin spáði. 4. október 2017 17:41 Mest lesið Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Viðskipti innlent Hækka ekki verðtryggðu vextina Viðskipti innlent Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Viðskipti innlent Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Trump leggur háa verndartolla á innfluttar vörur Allt að þrjátíu prósent tollur verður lagður á ódýrar sólarsellur sem eru fluttar til Bandaríkjanna með ákvörðun Donalds Trump forseta. 22. janúar 2018 23:12
Spá 43% vexti í endurnýjanlegum orkugjöfum til 2022 Vöxtur endurnýjanlegra raforkugjafa stefnir í að vera hraðari en Alþjóðaorkumálastofnunin spáði. 4. október 2017 17:41