Erlent

Lýsti hvernig móðir hennar fór með hana í skólann og kom svo aldrei aftur

Atli Ísleifsson skrifar
Spjótin hafa að undanförnu beinst að Susan Lamb, þingkonu Verkamannaflokksins.
Spjótin hafa að undanförnu beinst að Susan Lamb, þingkonu Verkamannaflokksins.
Ástralska þingkonan Susan Lamb segist ekki geta staðfest hvort hún megi lögum samkvæmt eiga sæti á ástralska þinginu þar sem hún hefur ekki átt í samskiptum við móður sína síðan hún var sex ára.

Lög sem meina Áströlum að sitja á þingi, séu þeir með tvöfalt ríkisfang, hafa mikið verið í fréttum að undanförnu þar sem um tugur óbreyttra þingmanna og ráðherra hafa þurft að segja af sér eftir að upp hefur komist um tvölfalt ríkisfang þeirra.

Spjótin hafa að undanförnu beinst að Lamb, þingkonu Verkamannaflokksins. Í tilfinningaþrunginni þingræðu í morgun greip hún til varna og sagðist ekki geta nálgast nauðsynleg gögn í málinu vegna atviks sem átti sér stað æsku.

Kom aldrei aftur

Lamb sagði að breskur faðir hennar hafi andast fyrir um tuttugu árum eftir að hafa, sem einstæður faðir, alið hana upp. Lamb reyndi að halda aftur af tárunum þegar hún lýsti því hvernig móðir hennar hafi á sínum tíma skilað henni í skólann og „aldrei komið aftur“.

„Ég hefði helst kosið að þurfa ekki að segja nánustu vinum mínum frá þessu, hvað þá ástralska þinginu,“ sagði Lamb í morgun. „Ég veit ekki hvað var að gerast í lífi móður minnar á þessum tíma. [...] Ég veit ekki hvað er að gerast í lífi hennar núna.“

Þingkonan sagði að bresk yfirvöld þyrftu eintak af hjúskaparvottorði foreldra hennar til að ákvarða hvort hún hefði erft breskan ríkisborgararétt. Henni væri hins vegar ekki lagalega heimilt að nálgast vottorðið sjálf.


Tengdar fréttir

Gátan um Barnaby ráðin

Ástralski aðstoðarforsætisráðherrann Barnaby Joyce og fjórir aðrir þingmenn á ástralska þinginu hafa verið sviptir þingsætum sínum

Þingmenn Ástrala mega ekki hafa tvöfalt ríkisfang

Málið er sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að um helmingur þeirra 24 milljóna sem búa í Ástralíu fæddust í öðru landi eða eiga foreldri sem fæddist í öðru landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×