Neyðarlög sett og dómarar handteknir Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Abdulla Yameen, forseti Maldíveyja, er umdeildur. Vísir/AFP Maldíveyar Hermenn á Maldíveyjum handtóku í gær Abdulla Saeed, forseta hæstaréttar, og Ali Hameed hæstaréttardómara skömmu eftir að ríkisstjórn landsins lýsti yfir neyðarástandi í landinu. Þegar Fréttablaðið fór í prentun höfðu yfirvöld ekki greint frá því hvað dómararnir væru sakaðir um en handtökurnar voru heimilaðar með samþykkt neyðarlaga í gær. Lögin heimila hermönnum að handtaka fólk án heimildar og banna jafnframt fjöldasamkomur, til að mynda mótmæli. Talið er víst að handtökurnar tengist úrskurði hæstaréttar frá því í síðustu viku um að Abdulla Yameen forseta beri að sleppa stjórnarandstæðingum úr haldi. Þá komst hæstiréttur einnig að þeirri niðurstöðu að réttarhöld ársins 2015 yfir Mohamed Nasheed, fyrrverandi forseta, hefðu verið ólögleg. Þau réttarhöld höfðu Amnesty International og bandaríska utanríkisráðuneytið áður fordæmt. Sögðu samtökin meðal annars að réttarhöldin hefðu verið pólitísk en Nasheed var sakfelldur fyrir að hafa fyrirskipað handtöku Abdulla Mohamed dómara. Ríkislögreglustjóri Maldíveyja sagði í síðustu viku að hann ætlaði að framfylgja dómi hæstaréttar um að frelsa stjórnarandstæðinga. Ekki gafst þó tækifæri til þess þar sem ríkisstjórn Yameen rak hann sama dag. Hefur maldíveyska hernum nú verið gert að berjast á móti hvers kyns tilraun til að steypa Yameen af stóli.Valdarán Fyrrnefndur Nasheed sagði við BBC í gær að aðgerðir ríkisstjórnarinnar, meðal annars handtakan á fyrrverandi forsetanum Maumoon Abdul Gayoom, væru með öllu ólöglegar. Um valdarán væri að ræða. „Maldíveyingar hafa fengið nóg af þessari glæpsamlegu ógnarstjórn. Yameen forseti ætti að segja af sér.“ Árið 2016 sagði Nasheed að hann ætlaði að snúa aftur heim frá Bretlandi, þar sem hann er nú með pólitískt hæli, og bjóða sig fram til forseta. Þær kosningar munu fara fram síðar á árinu en óljóst er hvort nokkrir stjórnarandstæðingar muni geta boðið sig fram. Í gær óskaði hann eftir því á Twitter að Indverjar gripu inn í og sendu sendiboða í fylgd hermanna til eyjaklasans. Fyrir því er fordæmi en indverski herinn greip inn í árið 1988 og kom í veg fyrir valdaránstilraun.Þrengt að mannréttindum Frá því Yameen komst til valda árið 2013 hefur ríkisstjórn hans verið harðlega gagnrýnd fyrir takmörkun tjáningarfrelsis, handtökur stjórnarandstæðinga og afskipti af dómsvaldinu. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í tilkynningu í gær að Bandaríkin stæðu með maldíveysku þjóðinni. Sagði ráðuneytið enn fremur að lögregla hefði brugðist dómstólum og að Yameen forseti hefði „fangelsað eða sent hvern einasta áberandi stjórnarandstæðing í útlegð“. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var stuttorðara. Benti það á í tísti að heimurinn fylgdist nú með Maldíveyjum. Ríkisstjórnin og herinn yrðu að fylgja lögum og reglum og að ekki mætti skerða tjáningarfrelsi ríkisborgara. Maldíveyjar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Maldíveyar Hermenn á Maldíveyjum handtóku í gær Abdulla Saeed, forseta hæstaréttar, og Ali Hameed hæstaréttardómara skömmu eftir að ríkisstjórn landsins lýsti yfir neyðarástandi í landinu. Þegar Fréttablaðið fór í prentun höfðu yfirvöld ekki greint frá því hvað dómararnir væru sakaðir um en handtökurnar voru heimilaðar með samþykkt neyðarlaga í gær. Lögin heimila hermönnum að handtaka fólk án heimildar og banna jafnframt fjöldasamkomur, til að mynda mótmæli. Talið er víst að handtökurnar tengist úrskurði hæstaréttar frá því í síðustu viku um að Abdulla Yameen forseta beri að sleppa stjórnarandstæðingum úr haldi. Þá komst hæstiréttur einnig að þeirri niðurstöðu að réttarhöld ársins 2015 yfir Mohamed Nasheed, fyrrverandi forseta, hefðu verið ólögleg. Þau réttarhöld höfðu Amnesty International og bandaríska utanríkisráðuneytið áður fordæmt. Sögðu samtökin meðal annars að réttarhöldin hefðu verið pólitísk en Nasheed var sakfelldur fyrir að hafa fyrirskipað handtöku Abdulla Mohamed dómara. Ríkislögreglustjóri Maldíveyja sagði í síðustu viku að hann ætlaði að framfylgja dómi hæstaréttar um að frelsa stjórnarandstæðinga. Ekki gafst þó tækifæri til þess þar sem ríkisstjórn Yameen rak hann sama dag. Hefur maldíveyska hernum nú verið gert að berjast á móti hvers kyns tilraun til að steypa Yameen af stóli.Valdarán Fyrrnefndur Nasheed sagði við BBC í gær að aðgerðir ríkisstjórnarinnar, meðal annars handtakan á fyrrverandi forsetanum Maumoon Abdul Gayoom, væru með öllu ólöglegar. Um valdarán væri að ræða. „Maldíveyingar hafa fengið nóg af þessari glæpsamlegu ógnarstjórn. Yameen forseti ætti að segja af sér.“ Árið 2016 sagði Nasheed að hann ætlaði að snúa aftur heim frá Bretlandi, þar sem hann er nú með pólitískt hæli, og bjóða sig fram til forseta. Þær kosningar munu fara fram síðar á árinu en óljóst er hvort nokkrir stjórnarandstæðingar muni geta boðið sig fram. Í gær óskaði hann eftir því á Twitter að Indverjar gripu inn í og sendu sendiboða í fylgd hermanna til eyjaklasans. Fyrir því er fordæmi en indverski herinn greip inn í árið 1988 og kom í veg fyrir valdaránstilraun.Þrengt að mannréttindum Frá því Yameen komst til valda árið 2013 hefur ríkisstjórn hans verið harðlega gagnrýnd fyrir takmörkun tjáningarfrelsis, handtökur stjórnarandstæðinga og afskipti af dómsvaldinu. Utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna sagði í tilkynningu í gær að Bandaríkin stæðu með maldíveysku þjóðinni. Sagði ráðuneytið enn fremur að lögregla hefði brugðist dómstólum og að Yameen forseti hefði „fangelsað eða sent hvern einasta áberandi stjórnarandstæðing í útlegð“. Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna var stuttorðara. Benti það á í tísti að heimurinn fylgdist nú með Maldíveyjum. Ríkisstjórnin og herinn yrðu að fylgja lögum og reglum og að ekki mætti skerða tjáningarfrelsi ríkisborgara.
Maldíveyjar Mest lesið Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Ég veit að þér mun sömuleiðis líða vel hér“ Innlent Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Ein allra besta jólagjöfin“ Innlent Færeyingar fagna tvennum göngum Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira