Fálki Ríkarðs seldur í London fyrir 200 þúsund Garðar Örn Úlfarsson skrifar 7. febrúar 2018 06:00 Fálkinn seldist á jafnvirði 200 þúsund króna. „Verðið var kannski í lægri kantinum en sanngjarnt,“ segir Sean Curtis-Ward, eigandi útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem seldur var á uppboði í London í gær. Ekki er gefið upp hver kaupandi fálkans er en Sean, sem sjálfur fylgdist með uppboðinu á netinu, segist telja að það hafi verið einhver á staðnum sem átti hæsta boðið. Nokkur tilboð hafi einnig borist um netið. Söluverð fálkans var 1.100 pund – sem með þóknun Chiswick-uppboðshússins er 1.430 pund, jafnvirði rétt rúmlega 200 þúsund króna. Verðmat Chiswick var hins vegar 400 til 600 pund. Eftir að Fréttablaðið sagði í síðustu viku frá fyrirhuguðu uppboði höfðu tveir íslenskir aðilar samband við blaðið og lýstu áhuga á að komast í samband við eiganda fálkans með kaup í huga. Fyrirtæki í Reykjavík bauð 1.000 pund og fékk því ekki gripinn. Heldur ekki Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur. „Við höfðum fullan hug á að reyna að komast yfir þennan grip en svigrúmið var naumt,“ segir Jón Svavarsson, ritari Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur sem á fyrir nokkra gripi eftir Ríkarð. Jón kveðst hafa reynt að bjóða í fálkann í gegn um netið en sé ekki viss hvort upphafsboð hans upp á 600 pund hafi skilað sér. „Við sáum fyrir okkur að það væri kærkomið að eignast þennan grip þar sem Ríkarður var hluti af okkar félagi á sínum tíma og gerði meðal annars þá glæsilegu baðstofu sem við eigum í Vonarstræti,“ segir Jón. „En mest höfðum við áhuga á því að fálkinn kæmist í íslenska eigu.“ Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Breti sem á útskorinn Íslandsfálka eftir Ríkarð Jónsson undrast lágt verðmat á fálkanum hjá uppboðshúsi í London. Tryggvi hjá Fold segir matið eðlilegt miðað við markaðinn úti. Hins vegar myndi mikið hærra verð fást hér á Íslandi. 31. janúar 2018 06:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
„Verðið var kannski í lægri kantinum en sanngjarnt,“ segir Sean Curtis-Ward, eigandi útskorins fálka eftir Ríkarð Jónsson sem seldur var á uppboði í London í gær. Ekki er gefið upp hver kaupandi fálkans er en Sean, sem sjálfur fylgdist með uppboðinu á netinu, segist telja að það hafi verið einhver á staðnum sem átti hæsta boðið. Nokkur tilboð hafi einnig borist um netið. Söluverð fálkans var 1.100 pund – sem með þóknun Chiswick-uppboðshússins er 1.430 pund, jafnvirði rétt rúmlega 200 þúsund króna. Verðmat Chiswick var hins vegar 400 til 600 pund. Eftir að Fréttablaðið sagði í síðustu viku frá fyrirhuguðu uppboði höfðu tveir íslenskir aðilar samband við blaðið og lýstu áhuga á að komast í samband við eiganda fálkans með kaup í huga. Fyrirtæki í Reykjavík bauð 1.000 pund og fékk því ekki gripinn. Heldur ekki Iðnaðarmannafélag Reykjavíkur. „Við höfðum fullan hug á að reyna að komast yfir þennan grip en svigrúmið var naumt,“ segir Jón Svavarsson, ritari Iðnaðarmannafélags Reykjavíkur sem á fyrir nokkra gripi eftir Ríkarð. Jón kveðst hafa reynt að bjóða í fálkann í gegn um netið en sé ekki viss hvort upphafsboð hans upp á 600 pund hafi skilað sér. „Við sáum fyrir okkur að það væri kærkomið að eignast þennan grip þar sem Ríkarður var hluti af okkar félagi á sínum tíma og gerði meðal annars þá glæsilegu baðstofu sem við eigum í Vonarstræti,“ segir Jón. „En mest höfðum við áhuga á því að fálkinn kæmist í íslenska eigu.“
Birtist í Fréttablaðinu Menning Tengdar fréttir Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Breti sem á útskorinn Íslandsfálka eftir Ríkarð Jónsson undrast lágt verðmat á fálkanum hjá uppboðshúsi í London. Tryggvi hjá Fold segir matið eðlilegt miðað við markaðinn úti. Hins vegar myndi mikið hærra verð fást hér á Íslandi. 31. janúar 2018 06:00 Mest lesið Egill Þór er látinn Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Flugferðum aflýst Innlent Brást of harkalega við dyraati Innlent Lokað um Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Innlent Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman Innlent Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Erlent Fleiri fréttir Sigurður Ingi segir áberandi glufur í sáttmálanum Endurskoða lög um hvalveiðar á kjörtímabilinu Bagalegt að Sigríður og Helgi Magnús geti ekki unnið saman „Skítaveður á aðfangadagskvöld og jóladag“ Óveður um jólin og Inga tók lagið á fyrsta fundi ríkisstjórnar Brást of harkalega við dyraati Inga tók jólalag á fyrsta fundi Berglind nýr dómandi við Endurupptökudóm Flugferðum aflýst Vegur að Patreksfirði lokaður vegna snjóflóðs Egill Þór er látinn Nýir ráðherrar ætli að vinna saman og ekki loka sig af Flæddi inn í hús á Arnarnesi Ný ríkisstjórn fundar í dag „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Kirkjutröppurnar opnaðar að nýju og hiti í hverju þrepi Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Umferðartafir vegna bílveltu á Mýrum Lyklaskipti og afmæli elsta Íslendingsins Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu „Þannig að jólin komu snemma hjá mér“ „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Fyrsti læknirinn í heilbrigðisráðuneytinu Það bráðvantar börn á leikskólann á Hvanneyri Sjá meira
Íslandsfálki Ríkarðs er lágt metinn í London Breti sem á útskorinn Íslandsfálka eftir Ríkarð Jónsson undrast lágt verðmat á fálkanum hjá uppboðshúsi í London. Tryggvi hjá Fold segir matið eðlilegt miðað við markaðinn úti. Hins vegar myndi mikið hærra verð fást hér á Íslandi. 31. janúar 2018 06:00