Þingkona með æluna í hálsinum eftir sögur erlendra kvenna Kjartan Kjartansson skrifar 31. janúar 2018 16:05 Sögur kvenna af erlendum uppruna af áreitni og kynferðislegu ofbeldi sem birtust í síðustu viku vöktu mikla athygli. Myndvinnsla/Garðar Svartklæddar þingkonur gerðu kynferðislega áreitni og ofbeldi í garð kvenna að umræðuefni á Alþingi í dag. Þingkona Framsóknarflokksins sagðist hafa verið með æluna í hálsinum eftir að hafa lesið sögur kvenna af erlendum uppruna í síðustu viku. Félag kvenna í atvinnulífinu hvetja konur til að klæðast svörtu í dag til að sýna samstöðu sína og stuðning við #metoo-byltinguna svonefndu. Nokkrar þingkonur urðu við því og kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag. Líneik Anna Sævardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, lýsti því hvernig henni og fleirum hefði brugðið við að lesa sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtust í fjölmiðlum 25. janúar. „Ég var alla vega með æluna í hálsinum allt kvöldið,“ sagði þingkonan.Líneik Önnu skoraði á ráðherranefnd um jafnréttirsmál að skoða stöðu kvenna af erlendum uppruna sérstaklega.VísirÞægilegra að vita ekkiÞrátt fyrir það sagðist hún telja að marga hafi grunað að ýmislegt sem kom fram í sögunum viðgengist í samfélaginu. „Það er bara svo miklu þægilegra að vita ekki af því. Þá losnar maður við ógleðina,“ sagði Líneik Anna. Vakti þingkonana athygli á að oft væri ekki nóg að tryggja konum lagalegan rétt því þau réttindi væru ekki alltaf sótt, ekki síst í tilfelli kvenna af erlendum uppruna. „Við sem samfélag verðum að finna leiðir sem virka til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi gagnvart konum af erlendum uppruna, ekki síður en öðrum konum,“ sagði hún.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var ein þeirra sem lofaði konur af erlendum uppruna fyrir að stíga fram á Alþingi í dag.Vísir/AntonHlusti á raddir kvennanna Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, tók í sama streng en hún las meðal annars upp tvær sögur af þeim 34 sem birtar voru í síðustu viku. Til lausnar lagði hún til að íslensk stjórnvöld settu á fót sérhæfða stofnun til að berjast gegn kynþáttafordómum og misrétti og stofnað fjölmenningarsetur í Reykjavík fyrir innflytjendur. „En fyrst og fremst, herra forseti, getum við hlustað á raddir þessara kvenna, gert þær að okkar og léð máls á þeirra málstað hér sem og annars staðar,“ sagði Þórhildur Sunna.Fatlaðar konur stundum háðar þeim sem beitir þær ofbeldi Hlutskipti fatlaðra kvenna var efst í huga Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna. Þær hafi enn ekki treyst sér til að stíga fram og gera sögur sínar um kynferðislega áreitni og ofbeldi opinberar. Fatlaðar konu búi engu að síður við svipaða margþætta mismunun og konur af erlendum uppruna.Steinunn Þóra Árnadóttir sagði að ekki mætti gleyma fötluðum könum í metoo-umræðunni. Þær hafi ekki enn treyst sér til að stíga fram.„Sumar eru hreinlega í þeirri stöðu að þurfa að reiða sig á þann sem beitir þær ofbeldi um aðstoð í sínu daglega lífi,“ sagði Steinunn Þóra. Taldi hún brýnt að stjórnvöld myndu eftir fötluðum konum í viðbrögðum sínum við metoo-byltingunni. Nefndi hún þar til dæmis lög um félagsþjónustu sveitarfélaga sem verlferðarnefnd hefur til meðferðar. „Sjáum til þess að fræ metoo-byltingarinnar nái að spíra alls staðar í samfélaginu og nái til allra kvenna, líka til þeirra kvenna sem hingað til hafa ekki treyst sér til þess að stíga fram og segja sína sögu,“ sagði þingkonan. Alþingi MeToo Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Svartklæddar þingkonur gerðu kynferðislega áreitni og ofbeldi í garð kvenna að umræðuefni á Alþingi í dag. Þingkona Framsóknarflokksins sagðist hafa verið með æluna í hálsinum eftir að hafa lesið sögur kvenna af erlendum uppruna í síðustu viku. Félag kvenna í atvinnulífinu hvetja konur til að klæðast svörtu í dag til að sýna samstöðu sína og stuðning við #metoo-byltinguna svonefndu. Nokkrar þingkonur urðu við því og kvöddu sér hljóðs við upphaf þingfundar í dag. Líneik Anna Sævardóttir, þingkona Framsóknarflokksins, lýsti því hvernig henni og fleirum hefði brugðið við að lesa sögur kvenna af erlendum uppruna sem birtust í fjölmiðlum 25. janúar. „Ég var alla vega með æluna í hálsinum allt kvöldið,“ sagði þingkonan.Líneik Önnu skoraði á ráðherranefnd um jafnréttirsmál að skoða stöðu kvenna af erlendum uppruna sérstaklega.VísirÞægilegra að vita ekkiÞrátt fyrir það sagðist hún telja að marga hafi grunað að ýmislegt sem kom fram í sögunum viðgengist í samfélaginu. „Það er bara svo miklu þægilegra að vita ekki af því. Þá losnar maður við ógleðina,“ sagði Líneik Anna. Vakti þingkonana athygli á að oft væri ekki nóg að tryggja konum lagalegan rétt því þau réttindi væru ekki alltaf sótt, ekki síst í tilfelli kvenna af erlendum uppruna. „Við sem samfélag verðum að finna leiðir sem virka til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi gagnvart konum af erlendum uppruna, ekki síður en öðrum konum,“ sagði hún.Þórhildur Sunna Ævarsdóttir var ein þeirra sem lofaði konur af erlendum uppruna fyrir að stíga fram á Alþingi í dag.Vísir/AntonHlusti á raddir kvennanna Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, þingkona Pírata, tók í sama streng en hún las meðal annars upp tvær sögur af þeim 34 sem birtar voru í síðustu viku. Til lausnar lagði hún til að íslensk stjórnvöld settu á fót sérhæfða stofnun til að berjast gegn kynþáttafordómum og misrétti og stofnað fjölmenningarsetur í Reykjavík fyrir innflytjendur. „En fyrst og fremst, herra forseti, getum við hlustað á raddir þessara kvenna, gert þær að okkar og léð máls á þeirra málstað hér sem og annars staðar,“ sagði Þórhildur Sunna.Fatlaðar konur stundum háðar þeim sem beitir þær ofbeldi Hlutskipti fatlaðra kvenna var efst í huga Steinunnar Þóru Árnadóttur, þingkonu Vinstri grænna. Þær hafi enn ekki treyst sér til að stíga fram og gera sögur sínar um kynferðislega áreitni og ofbeldi opinberar. Fatlaðar konu búi engu að síður við svipaða margþætta mismunun og konur af erlendum uppruna.Steinunn Þóra Árnadóttir sagði að ekki mætti gleyma fötluðum könum í metoo-umræðunni. Þær hafi ekki enn treyst sér til að stíga fram.„Sumar eru hreinlega í þeirri stöðu að þurfa að reiða sig á þann sem beitir þær ofbeldi um aðstoð í sínu daglega lífi,“ sagði Steinunn Þóra. Taldi hún brýnt að stjórnvöld myndu eftir fötluðum konum í viðbrögðum sínum við metoo-byltingunni. Nefndi hún þar til dæmis lög um félagsþjónustu sveitarfélaga sem verlferðarnefnd hefur til meðferðar. „Sjáum til þess að fræ metoo-byltingarinnar nái að spíra alls staðar í samfélaginu og nái til allra kvenna, líka til þeirra kvenna sem hingað til hafa ekki treyst sér til þess að stíga fram og segja sína sögu,“ sagði þingkonan.
Alþingi MeToo Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira