Innlent

Andarnefja í basli í Faxaflóa

Síðast sást til andarnefjunnar á svamli úti við Örfirisey.
Síðast sást til andarnefjunnar á svamli úti við Örfirisey. Vísir/Vilhelm
Andarnefja, tannhvalur af svínhvalaætt, hefur átt í basli í Faxaflóa í dag. Andarnefjan strandaði við Kirkjusand um þrjú leytið í dag en kafarar voru staddir í grenndinni og ýttu henni frá landi. Hvalurinn synti þaðan áfram í átt að Örfirisey og stefndi í að hann strandaði aftur og voru kafararnir við öllu búnir. Svo fór þó ekki og var andarnefjan síðast á svamli úti við Örfirisey síðast þegar sást til hennar. 

Vísir/Vilhelm



Fleiri fréttir

Sjá meira


×