Bandaríska leyniþjónustan varar við skyndilegum loftslagsbreytingum Kjartan Kjartansson skrifar 14. febrúar 2018 16:51 Þrátt fyrir höfnun stórs hluta ríkisstjórnar Trump og repúblikana á loftslagsvísindum varaði Dan Coats, forstjóri Leyniþjónustu Bandaríkjanna, við hættunni á skyndilegum loftslagsbreytingum þegar hann kom fyrir þingnefnd í gær. Vísir/AFP Skyndilegar loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu og stuðlað að hamförum, átökum og fólksflutningum. Þetta sagði yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum þegar hann gaf leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings skýrslu í gær. Orð Dan Coats, forstjóra Leyniþjónustu Bandaríkjanna, ganga þvert á skilaboð ríkisstjórnar Donalds Trump forseta sem hefur gert lítið úr raunveruleika og hættunni af loftslagsbreytingum. Trump hyggst draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu og hefur lýst loftslagsbreytingum sem kínversku „gabbi“. Í skriflegum vitnisburði til þingnefndarinnar lýsti Coats hættunni af „skyndilegum“ loftslagsbreytingum. „Áhrif langtímaþróunar til hlýnandi loftslags, meiri loftmengunar, minnkandi líffræðilegrar fjölbreytni og vatnsskortur er líklegur til þess að knýja áfram efnahagslega og félagslega óánægju og mögulega umrót í gegnum árið 2018,“ stóð í vitnisburði Coats, að því er segir í frétt E&E News.Ekki útilokað að breytingarnar verði skyndilegarMat leyniþjónustunnar væri að loftslagsbreytingar gætu haft í för með sér víðtæka upplausn á heimsvísu. Þannig gæti öfgafyllri veðuratburðir í hlýnandi heimi lagst á eitt með öðrum álagsþáttum og aukið hættuna á mannúðarástandi, átökum, vatns- og matarskorti, fólksflutningum, skorti á vinnuafli, verðáföllum og rafmagnsleysi. „Rannsóknir hafa ekki fundið merki um hvarfpunkta (e. Tipping points) í loftslagskerfi jarðar sem bendir til þess að möguleiki sé á skyndilegum loftslagsbreytingum,“ segir Coats. Viðvörun Coats kemur á sama tíma og ríkisstjórn Trump leggur til að skera verulega niður eða hætta algerlega við fjölda verkefna og rannsókna á sviði loftslagsmála í drögum að fjárlögum næsta árs. Umhverfisstofnun Trump hefur einnig boðað að hún hyggist afnema fjölda reglugerða sem var ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslags- og geimrannsóknir skornar við nögl í fjárlögum Trump Orðið „loftslagsbreytingar“ kemur aðeins einu sinni fyrir í tillögum Trump-stjórnarinnar að fjárlögum 2019. Í heiti verkefnis sem á að leggja niður. 14. febrúar 2018 10:50 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Skyndilegar loftslagsbreytingar geta valdið upplausn á heimsvísu og stuðlað að hamförum, átökum og fólksflutningum. Þetta sagði yfirmaður njósnamála í Bandaríkjunum þegar hann gaf leyniþjónustunefnd öldungadeildar Bandaríkjaþings skýrslu í gær. Orð Dan Coats, forstjóra Leyniþjónustu Bandaríkjanna, ganga þvert á skilaboð ríkisstjórnar Donalds Trump forseta sem hefur gert lítið úr raunveruleika og hættunni af loftslagsbreytingum. Trump hyggst draga Bandaríkin út úr Parísarsamkomulaginu og hefur lýst loftslagsbreytingum sem kínversku „gabbi“. Í skriflegum vitnisburði til þingnefndarinnar lýsti Coats hættunni af „skyndilegum“ loftslagsbreytingum. „Áhrif langtímaþróunar til hlýnandi loftslags, meiri loftmengunar, minnkandi líffræðilegrar fjölbreytni og vatnsskortur er líklegur til þess að knýja áfram efnahagslega og félagslega óánægju og mögulega umrót í gegnum árið 2018,“ stóð í vitnisburði Coats, að því er segir í frétt E&E News.Ekki útilokað að breytingarnar verði skyndilegarMat leyniþjónustunnar væri að loftslagsbreytingar gætu haft í för með sér víðtæka upplausn á heimsvísu. Þannig gæti öfgafyllri veðuratburðir í hlýnandi heimi lagst á eitt með öðrum álagsþáttum og aukið hættuna á mannúðarástandi, átökum, vatns- og matarskorti, fólksflutningum, skorti á vinnuafli, verðáföllum og rafmagnsleysi. „Rannsóknir hafa ekki fundið merki um hvarfpunkta (e. Tipping points) í loftslagskerfi jarðar sem bendir til þess að möguleiki sé á skyndilegum loftslagsbreytingum,“ segir Coats. Viðvörun Coats kemur á sama tíma og ríkisstjórn Trump leggur til að skera verulega niður eða hætta algerlega við fjölda verkefna og rannsókna á sviði loftslagsmála í drögum að fjárlögum næsta árs. Umhverfisstofnun Trump hefur einnig boðað að hún hyggist afnema fjölda reglugerða sem var ætla að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda.
Bandaríkin Donald Trump Loftslagsmál Tengdar fréttir Loftslags- og geimrannsóknir skornar við nögl í fjárlögum Trump Orðið „loftslagsbreytingar“ kemur aðeins einu sinni fyrir í tillögum Trump-stjórnarinnar að fjárlögum 2019. Í heiti verkefnis sem á að leggja niður. 14. febrúar 2018 10:50 Mest lesið Vaktin: Ný ríkisstjórn kynnt fyrir landanum Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Erlent „Kurr í greininni í dag um að þetta skuli hvort tveggja vera á matseðlinum“ Innlent „Mjög þunn súpa, lítið í henni“ Innlent Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Erlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent „Þú veist að ég er sú sem að passar best hérna inn“ Innlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Loftslags- og geimrannsóknir skornar við nögl í fjárlögum Trump Orðið „loftslagsbreytingar“ kemur aðeins einu sinni fyrir í tillögum Trump-stjórnarinnar að fjárlögum 2019. Í heiti verkefnis sem á að leggja niður. 14. febrúar 2018 10:50