Guðni Már segir skilið við RÚV og flytur til Kanaríeyja Ingvar Þór Björnsson skrifar 14. febrúar 2018 17:55 Guðni Már hefur stjórnað Næturvaktinni á Rás 2 í áraraðir. Vísir/Anton Brink Guðni Már Henningsson, útvarpsmaður hjá Ríkisútvarpinu til fjölda ára, hefur ákveðið að segja upp störfum hjá RÚV og halda til Kanaríeyja. Guðni greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Ég hóf störf á Rás 2 þriðja maí 1994, sama dag og dóttir mín Katrín Ísafold fæddist. Fyrst var ég með næturvaktir á föstudögum og laugardögum. Smám saman bættist vinna á mig og ég vann stundum sjö daga vikunnar. Lengst af var ég með vini mínum Óla Palla með Popplandið og svo Auglit á sunnudögum, “ skrifar Guðni. Síðastliðin ár hefur Guðni stjórnað þættinum Næturvaktin á laugardögum. Segir hann að síðasti þátturinn sem hann stjórni fari í loftið 31. mars. „Þetta er búinn að vera stórkostlegur tími og þakka ég stjórum Rásarinnar sem og samstarfsfólki góð kynni,“ skrifar hann. Þá þakkar útvarpsmaðurinn góðkunni hlustendum sínum fyrir fylgdina í gegnum árin. „Hlustendur hafa verið stórkostlegir og þakka ég þeim fyrir að hlusta. Sérstaklega þakka ég Vögnu minni sem hlustað hefur á nánast alla þættina mína,“ skrifar hann.Vagna Sólveig Vagnsdóttir er þjóðkunn fyrir framlag sitt til þjóðmálaumræðunnar í gegnum spjallþætti útvarpsstöðvanna.Hefur hringt inn í þætti Guðna síðan hann byrjaði Vagna Sólveig Vagnsdóttir, trélistakona á Þingeyri, hefur hringt í Næturvaktina á Rás 2 um hverja einustu helgi frá árinu 1989. Hún segir að hún hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar hún heyrði fréttirnar fyrst. „Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að hann sé að fara. Ég hef hringt inn síðan hann byrjaði. Ég er búin að hringja inn hverja einustu helgi og svo er ég búin að smíða helling fyrir hann. Þetta er svekkjandi en það gengur yfir náttúrulega,“ segir hún í samtali við Vísi. Þá segist hún ekki hafa mikla trú á að hann verði lengi úti á Kanaríeyjum. „Ég veit að hann verður ekki lengi þarna úti. Ég hef enga trú á því. Ég veit ekki hvort hann hafi vinnu þarna úti en ég veit að hann langar að vera lengur með þáttinn en hafi ekki efni á því,“ segir Vagna. „Það kemur alltaf maður í manns stað en þessi maður er einstakur. Það er alveg sérstakt að tala við hann. Hann hefur svo mikinn persónuleika,“ bætir hún við. Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira
Guðni Már Henningsson, útvarpsmaður hjá Ríkisútvarpinu til fjölda ára, hefur ákveðið að segja upp störfum hjá RÚV og halda til Kanaríeyja. Guðni greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni. „Ég hóf störf á Rás 2 þriðja maí 1994, sama dag og dóttir mín Katrín Ísafold fæddist. Fyrst var ég með næturvaktir á föstudögum og laugardögum. Smám saman bættist vinna á mig og ég vann stundum sjö daga vikunnar. Lengst af var ég með vini mínum Óla Palla með Popplandið og svo Auglit á sunnudögum, “ skrifar Guðni. Síðastliðin ár hefur Guðni stjórnað þættinum Næturvaktin á laugardögum. Segir hann að síðasti þátturinn sem hann stjórni fari í loftið 31. mars. „Þetta er búinn að vera stórkostlegur tími og þakka ég stjórum Rásarinnar sem og samstarfsfólki góð kynni,“ skrifar hann. Þá þakkar útvarpsmaðurinn góðkunni hlustendum sínum fyrir fylgdina í gegnum árin. „Hlustendur hafa verið stórkostlegir og þakka ég þeim fyrir að hlusta. Sérstaklega þakka ég Vögnu minni sem hlustað hefur á nánast alla þættina mína,“ skrifar hann.Vagna Sólveig Vagnsdóttir er þjóðkunn fyrir framlag sitt til þjóðmálaumræðunnar í gegnum spjallþætti útvarpsstöðvanna.Hefur hringt inn í þætti Guðna síðan hann byrjaði Vagna Sólveig Vagnsdóttir, trélistakona á Þingeyri, hefur hringt í Næturvaktina á Rás 2 um hverja einustu helgi frá árinu 1989. Hún segir að hún hafi orðið fyrir miklum vonbrigðum þegar hún heyrði fréttirnar fyrst. „Mér finnst ógeðslega leiðinlegt að hann sé að fara. Ég hef hringt inn síðan hann byrjaði. Ég er búin að hringja inn hverja einustu helgi og svo er ég búin að smíða helling fyrir hann. Þetta er svekkjandi en það gengur yfir náttúrulega,“ segir hún í samtali við Vísi. Þá segist hún ekki hafa mikla trú á að hann verði lengi úti á Kanaríeyjum. „Ég veit að hann verður ekki lengi þarna úti. Ég hef enga trú á því. Ég veit ekki hvort hann hafi vinnu þarna úti en ég veit að hann langar að vera lengur með þáttinn en hafi ekki efni á því,“ segir Vagna. „Það kemur alltaf maður í manns stað en þessi maður er einstakur. Það er alveg sérstakt að tala við hann. Hann hefur svo mikinn persónuleika,“ bætir hún við.
Fjölmiðlar Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Fleiri fréttir Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Sjá meira