Ólafía og Valdís ekki í sama ráshópi Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 14. febrúar 2018 14:30 Valdís Þóra Jónsdóttir. Vísir Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir munu brjóta blað í íslenskri golfsögu í nótt þegar þær verða báðar á meðal þátttakenda á ISPS Handa LPGA-mótinu sem fer fram í Ástralíu um helgina. Aldrei fyrr hafa tveir íslenskir kylfingar keppt á sama móti á sterkustu atvinnumótaröð heims. Þær eru þó ekki saman í ráshópi og spila raunar á svo ólíkum tímum að það er líklegra að þær hittist á milli hringja. Ólafía Þórunn hefur keppni klukkan 08.06 að staðartíma en Valdís Þóra klukkan 13.29. Það þýðir að Ólafía Þórunn mun byrja að spila klukkan 21.36 að íslenskum tíma í kvöld en Valdís Þóra klukkan 02.59 í nótt. Ólafía Þórunn verður í ráshópi með Cydney Clanton og Angela Stanford. Sú síðarnefnda er þaulreynd og hefur fimm sinnum fagnað sigri á LPGA-móti. Báðar eru frá Bandaríkjunum. Valdís Þóra, sem er með fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en keppir nú á sínu fyrsta LPGA-móti, er í ráshópi með Paula Reto frá Suður Afríku og Saranporn Langkulgasettri frá Tælandi. Bein útsending verður frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 02.00 í nótt. Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir munu brjóta blað í íslenskri golfsögu í nótt þegar þær verða báðar á meðal þátttakenda á ISPS Handa LPGA-mótinu sem fer fram í Ástralíu um helgina. Aldrei fyrr hafa tveir íslenskir kylfingar keppt á sama móti á sterkustu atvinnumótaröð heims. Þær eru þó ekki saman í ráshópi og spila raunar á svo ólíkum tímum að það er líklegra að þær hittist á milli hringja. Ólafía Þórunn hefur keppni klukkan 08.06 að staðartíma en Valdís Þóra klukkan 13.29. Það þýðir að Ólafía Þórunn mun byrja að spila klukkan 21.36 að íslenskum tíma í kvöld en Valdís Þóra klukkan 02.59 í nótt. Ólafía Þórunn verður í ráshópi með Cydney Clanton og Angela Stanford. Sú síðarnefnda er þaulreynd og hefur fimm sinnum fagnað sigri á LPGA-móti. Báðar eru frá Bandaríkjunum. Valdís Þóra, sem er með fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni en keppir nú á sínu fyrsta LPGA-móti, er í ráshópi með Paula Reto frá Suður Afríku og Saranporn Langkulgasettri frá Tælandi. Bein útsending verður frá mótinu á Golfstöðinni og hefst útsending klukkan 02.00 í nótt.
Golf Mest lesið Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Í beinni: Real Sociedad - Man. Utd | Heldur fall United áfram gegn Orra? Fótbolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Dómararnir á Spáni fá miklu betur borgað Fótbolti Fleiri fréttir Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira