Einar Þorsteinsson greindi frá þessu í morgun á Facebooksíðu sinni. Segir að nýju ári fylgi breytingar í vinnunni:
„Ég tek mér frí frá vaktstjórn og fréttalestri fram á vor og stýri Kastljósinu ásamt Lara Omarsdottir. Þeir sem hafa góðar hugmyndir um umfjöllunarefni mega endilega senda mér hér á Facebook eða á einar@ruv.is.“
Þar höfum við það. Eins og fram hefur komið eru fyrrum umsjónarmenn, þau Baldvin Þór Bergsson og Helga Arnardóttir horfin til annarra starfa; Helga til Birtings og Baldvin Þór er að taka við sem dagskrárstjóri númiðla og Rásar 2.