Litlir staðir María Rún Bjarnadóttir skrifar 11. maí 2018 07:00 Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna hefur fyrir löngu öðlast ríkari merkingu en orðin sem í henni standa. Þáttum hennar hefur verið lýst sem algildum réttindum og henni sem einni áhrifamestu yfirlýsingu 20. aldarinnar. Hún var skrifuð af nefnd níu einstaklinga. Í þeim hópi var ein kona, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, Eleanor Roosevelt. Eleanor vann lengi að mannréttindamálum, bæði á formlegum og óformlegum vettvangi, en lýsir því í sjálfsævisögu sinni að hún hafi ekki fengið alla sína réttarvitund í vöggugjöf. Þannig hafi forréttindabakgrunnur hennar haft áhrif á viðhorf hennar og skoðanir sem hefðu breyst og þróast í átt að aukinni réttindavernd mörgum sinnum á lífsleiðinni. Hún sagði að algildi mannréttinda ætti upphaf sitt á litlum stöðum, nálægt heimilinu – svo nærri að þeir væru ekki sjáanlegir á korti. Þrátt fyrir það væru þau allur heimur einstaklinga; hverfisins þeirra, skólans, vinnustaðarins. Hún sagði að ef réttindi hefðu ekki merkingu í nærsamfélaginu hefðu þau litla merkingu annars staðar. Þessir litlu staðir eru víða. Á Íslandi, sem má vel telja stórveldi þó það taki kannski ekki mikið pláss á kortinu, leika sveitarfélög lykilhlutverk við að tryggja mannréttindi einstaklinga á ýmsum sviðum. Ein leið fyrir borgara til að rækta mannréttindi í nærumhverfi sínu er að bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum. Frambjóðendurnir geta verið ósammála um aðgerðir eða aðferðir sem þarf að ráðast í. Það er samt margt sem bendir til þess að fjöldi þeirra taki boðskap Eleanor alvarlega. Vonandi telja þau hann sem flest algildan. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu María Bjarnadóttir Mest lesið Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun (Ó)merkilegir íbúar Örn Smárason skrifar Skoðun Vangaveltur um ábyrgð og laun Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í daglegu lífi: 15 dæmi Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Til hvers að læra iðnnám? Jakob Þór Möller skrifar Skoðun Komir þú á Grænlands grund Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Ólöglegir ópíóðar: Skaðaminnkandi þjónusta bráðnauðsynleg Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Sjá meira
Mannréttindayfirlýsing Sameinuðu þjóðanna hefur fyrir löngu öðlast ríkari merkingu en orðin sem í henni standa. Þáttum hennar hefur verið lýst sem algildum réttindum og henni sem einni áhrifamestu yfirlýsingu 20. aldarinnar. Hún var skrifuð af nefnd níu einstaklinga. Í þeim hópi var ein kona, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, Eleanor Roosevelt. Eleanor vann lengi að mannréttindamálum, bæði á formlegum og óformlegum vettvangi, en lýsir því í sjálfsævisögu sinni að hún hafi ekki fengið alla sína réttarvitund í vöggugjöf. Þannig hafi forréttindabakgrunnur hennar haft áhrif á viðhorf hennar og skoðanir sem hefðu breyst og þróast í átt að aukinni réttindavernd mörgum sinnum á lífsleiðinni. Hún sagði að algildi mannréttinda ætti upphaf sitt á litlum stöðum, nálægt heimilinu – svo nærri að þeir væru ekki sjáanlegir á korti. Þrátt fyrir það væru þau allur heimur einstaklinga; hverfisins þeirra, skólans, vinnustaðarins. Hún sagði að ef réttindi hefðu ekki merkingu í nærsamfélaginu hefðu þau litla merkingu annars staðar. Þessir litlu staðir eru víða. Á Íslandi, sem má vel telja stórveldi þó það taki kannski ekki mikið pláss á kortinu, leika sveitarfélög lykilhlutverk við að tryggja mannréttindi einstaklinga á ýmsum sviðum. Ein leið fyrir borgara til að rækta mannréttindi í nærumhverfi sínu er að bjóða sig fram í sveitarstjórnarkosningum. Frambjóðendurnir geta verið ósammála um aðgerðir eða aðferðir sem þarf að ráðast í. Það er samt margt sem bendir til þess að fjöldi þeirra taki boðskap Eleanor alvarlega. Vonandi telja þau hann sem flest algildan.
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar